Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Síða 13
Vitri-Faxi var sagður kunna reikningsiist, og menn stóðu forvi'Sa andspænls
uessu fyrirbæri.
ekki stórum minni munut á en kennt
hefði verið?
Darwin var sjálfui þenrar skoðun-
ar, og að lokum skrifaði hann Dók um
viðbrögð manna og dýra Þar hélt
hann því til dœmis fram, að það væri
af sama toga spunnið þegar reiður
maður' herpir saman varirnai og dýr
fitjar upp á trýnið og :aetur. skína i
tennurnar. Manninum svipaði að því
leyti til dýranna, að í hon
um blunduðu margvíslegar eðl-
ishneigðir og blindar hvatir
aftan úr rammri forneskju, og
þessum hvötum ióksi virðing, því að
á daginn kom, að þær voru honum
gagnlegar og nöfðu forðað mannkyn
inu frá þeim örlögum að deyja úí.
Eðlishvatir urðu nú mikið tízkuorð, og
það heiti var gefið öllu, sem torvelt
var að skýra i fari manna og dýra.
Menn, sem hrifust *f kenningum
Darwins, urðu þé lil þess að giíma
við gátuna um hugsanalíf og vitundar
líf dýra. Undir ævilok hans var tekið
að safna fjölda dæraa, sem virtust
benda tii þess, að dýr væru gædd
nokkurri ályktunarhæfni. Bergmát
þessa má sjá í íslenzkurn ntum frá
lokum síðustu aldar, því að einnig hér
á landi var þá slíkum sögum haldið til
haga, þótt ekki væri það þáttur i
skipulögðu starfi, heldur verk manna,
sem með undrun og lotningu veittu
því nú athygli, að „skynlausar skepn
urnar“ virtust talsverffu skyni gæddar.
Hestar, forystusauðir, hundai og jafn-
vel kýr urðu nú frásagnarefni sökum
vitsmuna sinna, og mun þeirn hafa
stórum fjölgað, sem gátu fellt sig við
þá hugsun, að hestar hneggjuðu við
stall í öðru lífi eins og blakkurinn
brúni í kvæði Gríms l’homsens Það
var sem sagt orðið álitamál, hvort dýr
hefðu ekki sál, þótt lítt muui sú kenn-
ing hafa komizt inn í kirkjurnar.
Menn þeir, sem söfnuðu dýrasögum
víðs vegar í Evrópu, hugðust með
Þeim færa sönnur á, að dýrin sýndu
með háttarlagi sínu, að þau byggju yf
ir þeirri skynsemd. að munur á manni
og dýri væri ekki ýkjamikili Þessir
menn voru þó ekki allir nægjanlega
varkárir í ályktunum og iétu blekkjast
af ýmsu í atferli dýra, sem i fljótu
bragði virtist bera vitni um mikinn
hugsanaþroska, en átti sér þó aðrar
skýringar, er betur var að hugað.
Frægt dæmi um þetta er sagan af
Vitra-Faxa — hesti, sem herramaður
einn þýzkur, von Osten, átti um síð-
ustu aldamót.
Það var eitt, hvílíkur reikningshest-
ur Vitri-Faxi var. Hann gat lagt sam-
an tölur, dregið frá, margfaldað og
deilt. Þegar reikningsþrau: var lögð
fyrir hann, barði hann niður hófnum
á öðrum framfætinum og hætti, þegar
rétt tala var fengin. Ætti hann til dæm
is að leggja saman sjö og fimm, barði
hann hófnum tólf sinnum í jörðina.
Von Osten efaðist ekki um, að hest-
urinn gæti i raun og veru reiknað,
og hann hélt þvi fram, að hestum væri
engu minni greind gefin en mönnum
Vitri-Faxi varð frægur um allt
Þýzkaland. En þegar þetta fyrirbrigði
var loks rannsakað ofan í kjölinn,
varð reyndin sú, að reikningsiist hafði
hesturinn ekki tileinkað sér. Aftur á
móti var honum annað gefið, sem
vissulega benti líka til greindar: Hann
hafði lært að gefa þeim mjög nánar
gætur, er lögðu fyrir hann þrautirnar.
Sá, sem það gerði, varð sjálfur að
telja, hvort heldur það var eigandinn
eða einhver annar, svo að ekki væri
um að villast, að hesturinn reiknaði
rétt. Þegar hesturinn hafði barið rétta
tölu högga, varð þeim, sem þrautirnar
lögðu fyrir hann, jafnan á að hreyfa
sig ósjálfrátt. Þessi hreyfing var hin-
um athugula hesti bending um, að nú
ætti hann að hætta. Enginn grunur
lék á því, að svik hefðu verið höfð
í frammi viljandi. En gætti maðurinn
þess að hreyfa sig ekki eða væri hest-
inum fengin þraut, sem enginn vissi
rétt svar við, rak allt í strand. Þótt
hesturinn hefði því ekki lært að reikna
varð hitt ekki hrakið, að hann var
gæddur frábærri athyglis.gáfu.
Við sögu kom einnig hundur nokk-
ur, sem menn sáu opna hlið með því
að ýta upp klinkunni með trýninu, án
þess að nokkur hefði kennt honum
þetta bragð. Þetta var túlkað svo, að
hundurinn hefði séð menn opna hlið-
ið, og látið sér skiljast, hvernig um-
búnaðurinn var úr garði gerður, og
dregið af því þær ályktanir, að hann
gæti notað trýnið til þess, sem menn
gerðu með höndunum. En hér er sú
hætta á ferðum, að menn dragi um
of ályktanir af atferii sjálfra sín. Við-
horf vísindamannsins á að vera að
leita þess, hvernig hundurinn lærði
þetta. Og eina ráðið er að leggja
þrautina tyrir hund, sem ekki hefur
lært rétta lausn og rannsaka. hvernig
hann hagar séi
Sálfræðingur 1 Vesturheimi, l'hom-
dike að nafni, gerði siíkar tiitaunir,
sem oft er vitnað til, um síðustu alda-
mót. Tilraunadýrin voru einkum kett-
ir, sem komið var fyrir í tilraunabúr-
um. Kettirnir voru svangir. en við
búrin lét hann fisk. sem þeii áttu
að hreppa að launum, ef þeir kæmust
út. Var sá umbúnaður sumra búr-
anna, að þau opnuðust, ef tekið var
í snúru, en í öðrum varð að snúa
handfangi
Kettirnir undu séi illa i Dúrunum,
reyndu að troða sér í gegnum hverja
rifu, klóruðu og bitu og veltu öilu
um, sem laust var. Loks komu þeir
af hendingu við snúruna eða húninn,
svo að búrin opnuðust. Þegar köttur,
sem komizt hafði út, var látinn inn
í annað sinn, hófst sami leikurinn En
eftir því, sem þetta var oftar gert,
varð hann fljótari að losa sig úr prís-
undinni. Það voru þær niðurstöður
sem Thorndike lagði mesta áherzlu á,
að þau viðbrögð, sem gáfu góða raun,
festiist smám saman i minni kattanna,
en hin, sem ekki báru árangur, hyrfu
úr sögunni. Kettirnir lærðu í blindni
að komast út við endurteknar tilraun-
ir og mistök. Ekkert benti til þess,
að köttunum tækist að skilja, hvað
gerðist, þegar þeir tóku í spottann
eða handfangið. í framhaldi af þess-
um ályktunum hafnaði Thorndike því,
að kettir gætu hugsað, og hann bætti
því við, að hann efaðist um að apar
væru heldur færir um' það.
Þessu var þó andmælt. fhorndike
var borið á brýn, að svo hefði verið
um hnútana búið af hans hálfu, að
fyrir það hefði verið girt, að dýrin
gætu sýnt, hvaða vitsmunaþro.ska þau
væru gædd. í fyrsta lagi hefði hann
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
1117