Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Qupperneq 15
Hundurinn er fljótur að átta sig — — en kjúklingarnir flökta við netið. reyndu þeir stundum að hækka hrúg- aldið með kassa, sem þegar var kom- inn í það. Þá valt auðvitað allt um, og apinn sjálfur með. Heldur Köhler því fram, að nálega ógerlegt sé að hlaða kössum traustlega nema sá, sem það gerir, geti formað hugsun, sem er eitthvað á þessa leið: „Bæta við kassa, sem er stöðugur, svo að þetta hækki.“ Það sést af því, sem hér hefur verið sagt, að apar kunna að nota verkfæri. En geta þeir gert sér verkfæri? Köh- ler lét tvo banana utan við grind, en inn í búrið setti hann tvo hola bamb- usstafi, sem voru þannig gerðir, að stinga mátti öðrum inn í hinn, svo að þeir mynduðu alllanga stöng. Til ban- ananna var ekki unnt að ná með neinu móti öðru, því að átaíirnir voru of stuttir hvor um sig. Nú komst Soldán í mikinn vanda. Lengi vel virtist hann ætla að komast það næst lausninni, að ýta öðrum stafnum að banönunum með hinum. Þannig gat hann fært bananana ofurlítið til, en ekki náð þeim. Þegar hann hafði glímt við þetta í klukkutíma, fór Köhler á brott, vonlítill um, að apanum auðn- aðist að gera betur. Gæzlumaðurinn hélt þó áfram að fylgjast með athöfnum apans. Soldán var sýnilega orðinn þreyttur á bardús- inu. Hann settist á hækjur sér og lék sér hirðuleysislega að bambusstöfun- uni. En þá var það af tilviljun, að endarnir á þeim komu saman, og jafn- skjótt var sem ljós rynni upp fyrir Soldáni: Hann skeytti þá saman á lítilli stundu, vagaði að grindinni og skaraði til sín annan bananann. Gæzlu- maðurinn kallaði undir eins á Köhler, sem segir svo frá, að nú hafi stafirnir dottið í sundur í höndum apans. En apinn skeytti þá viðstöðulaust saman á ný: „Fögnuðurinn virtist geisla af honum. Hann var mjög snar í snúning um og krakaði til sín hvern bananann á fætur öðrum, án þess að gefa sér tíma til þess að éta þá. Þegar ég tók stafina í sundur, setti hann þá undir eins saman aftur og notaði stöngina til þess að draga til sín allt lauslegt, sem hann sá utan við grind- ina.“ Þessarar tilraunar er kannski oftast getið af öllu því, sem Köhler tók sér fyrir hendur. En mikilvægu atriði, sem kemur fram í athugunum hans, hefur sjaldan verið gefinn sá gaumur, sem skyldi. Af lýsingu hans á þessum sigri Soldáns má sjá, að apanum var ekki mest í mun að krækja sér í gómsæt- an banana. Matgleði hans varð að víkja fyrir gleðinni, sem lausnin sjálf vakti honum. Sé til þessa litið, má kallast undarlegt, að Köhler og nálega allir, sem lagt hafa þrautir fyrir dýr, hafa motað mat að agni eða launum fyrir réttar Iausnir. En kannski bæri það einnig árangur að stofna til þrauta, sem gleddi dýrin að leysa. Raunar hef- ur þetta verið reynt. Resusapar svo- kallaðir hafa komizt upp á lag með að leysa einfaldar tækniþrautir, nokk urs konar dægradvöl eða gestaþraut, án þess að fá neitt matarkyns að launum. Þegar breytt var til og öpun- um gefin rúsína fyrir hverja lausn, fékkst mun lakari árangur. Sú spurn- ing vaknar því, hvort við hefðum ekki fengið aðra mynd af hugsanagetu dýra ef tilraunamönnunum hefði ekki ævin- lega þótt nauðsyn til bera að launa þeim með matargjöfum. Við vitum lít- ið um þetta, svo að þeirri spurningu verður ekki svarað. En nefna má það, er Köhler víkur að í bók þeirri, sem hann skrifaði um tilraunir sínar, að rannsóknir á hugsanastarfsemi dýra reyna ekki á getu þeirra eina, heldur einnig hugarflug og skilning þess, sem tekur sér slíkt fyrir hend- ur. IV í upphafi var vikið að karlinum, sem baðst fyrirgefningar a gröf manns, sem hann haíði átt þátt í að níða úr tóruna, en hafði engar áhvggjur af meðferð sinni á skepn um, sem hann hafði beitt enn meiri harðýðgi, af því að hann hélt þær sálarlausar og óvitnisbærar á degi dómsins. Vísindamenn nú a dögum ganga á snið við það, hvort dýrin séu gædd sál, enda ekki einsýnt um sjálfa mannssálina í hinni gömlu merkingu þess orðs. Þeir eru líka orðnir mjög varkárir um notkun hugtaka eins og eðlisávísun og frunihvöt. En það er sífellt haldið áfram að rannsaka. hvaða skynsemd dýr eru búin nvern i= þau bregðast við margs konar vanda á vegi sínum, hveruÍK nattað er hæfileikum þeirra til þess að læra af reynslunni og hvað telja megi ósjálfráð viðbrögð. sem Þai haf >rft frá forfeðrum sínum. Vísindamenn hafa aðailega Deitt tveim aðferðum við iýrarannsoknir sínar, og það er ekki einungis At- lantshafið, sem til skamms tíma nef- ur skilið á milli þessara aðferða held ur einnig djúpstæður. fræðilegur munur á viðhorfi manna til verk efnisins. t Norðura:fu hefur foryst- an verið í höndum iýrafræðinga, og þar hefur kapp verið tagi á að rann saka háttalag dýranna í eðlilegu um- hverfi þeirra eða að r.innsta kosti í umhverfi, sem náigaðist það er þeim var náttúrlegt. Þ>ð hefui verið talið vænlegra til rétf skilnitigs en loka þau inni í búrum og leggja þar fyrir þau þrautu Sálfra.ðingar og lifeðlisfræðingar hanctan Atlants hafsins hafa haft á aunan hátt Þeir hafa rannsakað fyrirbæri eins og hungur. þorsta, svefn oe i finningu í leit að almennum jáifræðiiegum og lífeðlisfræðilegum lögmálum sem stjórni viðbrögðum dýra og atferli. Þeir hafa einkum gert tilraunir sín- ar á rottum, öpum og köttum — ekki vegna þess,. að þeim séu þessi dýr öðrum hugleiknari, heldur af þvi, að þeir hugðust finna með þessu grund- vallaratriði, sem ský'-ðu háttalag ein- staklinganna. En munurinn hefui ekki einungis verið fólginn í þessu. Uppi hafa 1119 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.