Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Page 17
hlutfalli við þroska heilans og tauga- kerfisins. Það er ekki unnt að færa fram ör- ugga sönnun þess, að hinar fábrotn- ustu lífverur geti tileinkað sér íioitt af reynslu. Það verður fyrst fullyrt um orma, svo sem ánamaðka og flatorma. Taugakerfið nær um allan líkama þeirra, og í höfðinu eru nokkru fleiri taugafrumur en ann- ars staðar, þótt fullmikill íburður sé að tala um heila. Slíkir maðkar og ormar geta me'ö nokkrum hætti lært að hlýða umferðarreglum. Gerð eru göng, sem eru eins og T í lögun. Dýrin eru látin skríða upp legginn, og þegar þau koma að þvergöngun- um, eiga þau á milli þess að velja, hvort þau leita til hægri eða vinstri. Fyrst er tilraunum svo hagað, að ferðinni lýkur í myrkri og rakri smugu, þar sem tilraunadýrin kunna vel við sig, hvorn veginn sem þau velja. Sum leita til hægri, önnur til vinstri, og eru þau þó fleiri, sem fara til hægri. Það virðist þeim eðlis- lægara. Síðan er breytt svo til, að einungis önnur leiðin endar á þenn- an hátt, því að í aðra smuguna hef- ur verið látin saltleðja, sem möðk- unum gezt illa að eða þá hleypt er á þá veikum rafstraumi. Þá taka þeir brátt að snúa á þann veginn, sem þeim er hagfelldari, og þegar þetta hefur verið endurtekið tvö eða þrjú hundruð sinnum, rata níutíu af hverju hundraði rétta leið. Hvar í kroppnum er nú þessi kunnusta eða ratvisi vistuð? Flatorm urinn er skorinn sundur í tvennt, og það kemur ekki mjög að sök, því að nýr afturendi vex á framhlutann og höfuð á afturhlutann. Og öllum til mikillar undrunar rata báðir rétta leið. Þær taugafrumur, sem eru í afturhlutanum, varðveita því einnig reynsluna, sem flatormurinn öðlað- ist og skila henni til hins nýja ein- staklings. „Gáfurnar“ virðast því vera nokkurn veginn jafnt í báðum endum hans. Slikar tilraunir eru ekki fitl eitt. Allir þeir, sem hafa hug á að kanna, hvað gerist í heila manns eða dýrs, þegar hann tileinkar sér eitthvað, og finna frumskilyrði þess, sem nefnt er minni, fylgjast með slíkum til- raunum af miklum áhuga. Sænskum vísindamanni, Holgeiri Hydén, hefur tekizt að sýna fram á það með mörg- um, snillilegum tilraunum, að svo- nefndar kjarnasýrur í frumukjörn- unum eiga með einhverjum hætti þátt í þessu undri. Þessar kjarnasýrur eiga líka þátt í myndun erfðaefnis í frum- unum. Svipuð efni eru í frumum maðkanna, einnig í taugafrumunum. Sé flatormur, sem lært hefur um- ferðarreglurnar í göngum af þvi tagi, er lýst var, þurrkaður og mal- aður í fóður handa ólærðum flatorm- um, læra þeir mun fljótar en ella að leysa þrautina. Þetta minnir á Sighvat skáld Þórðarson á Apavatni, sem át höfuð fisksins forðum, svo að hann öðlaðist vizku hans, og ýmsa frumstæða menn, sem eta hjörtu hugrakkra óvina sinna. Aftur á móti varð þessum tilraunaormum ekkert lið að því að nærast á sin- um líkum, er ekkert höfðu lært í lifanda lífi. Það er hugsanleg skýr- ing á þessu undarlega fyrirbæri, að við námið myndist venju fremur mik ið af sýrum þeim, sem nauðsynlegar eru til þess, að það beri árangur. Þessar tilraunir, sem í fyrstu kunna að virðast fáfengilegar og gagnslitlar, geta því stuðlað drjúg- um að aukinni þekkingu á því, hvaða efni eru nauðsynlegt líkamanum til þess, að námshæfni og minni sé með æskilegum hætti. Hinu er ekki að leyna, að gætilega verður að draga ályktanir af tilraunum, sem gerðar eru á frumstæðum lífverum. Þolinmóðir vísindamenn telja sig líka hafa sannað, að sniglar geti til- einkað sér hliðstæða kunnáttu. Og ótvírætt er það, að kolkrabbi kann fleira en gera gruggugt í kringum sig. Til dæmis er unnt að kenna kol- kröbbum að sjá mun á stóru spjaldi og litlu. Tekizt hefur að kenna þeim að koma og þiggja mat, þegar stórt spjald er til sýnis, en hörfa til baka og fela sig, þegar lítið spjald er sett í þess stað. Kennslan fer fram með þeim hætti, að þeim er gefinn lítill krabbi, í hvert skipti sem þeir hafa gert rétt, en hendi þá skyssa, verða þeir fyrir veikum rafmagnsstraumi Og margt fleira, sem vandasamara er en þetta, má kenna kolkröbb- um. Eigi þeir á hinn bóginn að fara krókaleiðir að settu marki verð- ur prófið þeim ofraun Sé til dæmis glerplata látin á milli þeirra og mat arins, renna þeir beint á plötuna og geta ekki látið sér skiljast, 3? þeir eiga að krækja fyrir hana. Fiskimenn á norðlægum slóðum hafa lengi vitao, að kolkrabbar eru vel gefnir. Við Norður-Noreg lifir lítil kolkrabbategund, sem oft er veidd. Sjómenn segja, að ekki sé um það að villast, að hann renni augum á alla, sem við borðstokkinn standa, þegar hann er innbyrtur. Og því er bætt við, að hann spýti bleki fram- an í þá, sem hann hafi ekki séð fyrr! En kannski eiga menn ekki að trúa öllu, sem þeim er sagt. Margt er það fleira í fari kol- krabbans, sem hlýtur að vekja lotn- ingu, en námshæfni hans. Atferli har.s, þegar hann vill vekja óvinum ótta eða finnur sér maka, er næsta mikilfenglegt og tiltektir flóknar og margbreytilegar. Hann helgar sér líka svæði, sem hann ver fyrir öðr- um, og hann ratar heim til sín, þótt hann sé fluttur brott af óðali sínu. Alit bendir þetta til þess, að hann sé vel úr garði gerður. Og sé hann athugaður betur, kemur líka í ljós, að heilinn í honum hefur þroskazt mjög á lengdina. Hér á það ekki lengur við, að vitið sé jafnt í út- limum sem höfðinu. Heili kolkrabb- ans er settur saman af fjórtán kerf- um, sem hvert gegnir sínu hlutverki. Augað er sérlega vel þroskað og svar- ar til þeirrar glöggu sjónskynjun- ar, sem komið hefur fram hjá hon- um. Listafélag . . Framhald af bls. 1110. bíta á barkann. Þetta er samt græskulaust gaman, og meiningin er að einn mikilsmetinn íslenzkukenn- ari haldi erindi um Egil þarna á gleðinni. — Segðu mér, — heldurðu að flest ir nemendur skólans taki einhvern þátt i félagslífinu? — Ætli það sé ekki svona helm- ingur. Sumir fara aldrei annað en á Borgina — nú, eða kannski þeir séu heima að lesa. En af öllu þessu stússi má heilmikið læra, sem gagnlegt er. — Og þú sjálfur — ertu ekki næst- um orðinn fær um að reka fyrirtæki á eigin spýtur? — Ekki segi ég það nú. Satt að segja hefði ég varla farið út í þetta, ef ég hefði vitað, hvað ég var að gera. Þetta eru endalausir snúning- ar. En ég byrjaði, og svo kom hitt einhvern veginn. — Hvað er svo næst á prjónunum? — Sennilega verður önnur mál- verkasýning ertir áramótin. Svo hef- ur jafnvel komið til mála að stofna kvikmyndagerðarklúbb, en það er bara svo dýrt. Ég held, að mínútan kosti um 2000 krónur. En þrátt fyrir allt eigum við eina 'iáraflaleið ófarna. — Hver er hún? — Þegar við kvöddum Kjarval eft- ir sýninguna, sem við héldum vegna hans, þá sagði hann, að menn væru að tala um það við sig, að eiginlega þyrfti hann að launa okkur ein- hverju. ,Ég á bara svo dýrar kom- pósisjónir núna, strákar mínir,“ hélt hann áfram, „en ef ykkur langar ein- hvern tíma til þess að gera eitthvað mikið til að styrkja listina þá skul- uð þið samt tala við mig.“ Og hver veit nema við gerum það. Áður en við kveðjum tökum við ljósmynd af Þorsteini við „Páska“ Ásmundar Sveinssonar, skemmtileg an skúlptúr úr kopar og járni, sem gamlir nemendur gáfu Menntaskólan um í vor. Við þykjumst þess full- viss, að kynslóð Þorsteins muni klífe á brattann og skapa eigin menn ingarverðmæti. Inga. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 112'

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.