Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Page 18
Gamla þorpið Klausturbakki stend- ur austan árinnar Áru á hæS nokk- urri og er að því leyti ólíkt öðr- um söfnum af því tagi, sem ég hef séð, að allt er kyrrt á sínum stað: íbúðarhús, verzlunarhús, iðnaðarfyr- irtæki, svo sem prentverk, bakarí, skósmíða- og klæðaverkstæði með meiru. Þetta safn hygg ég, að sé einstakt í sinni röð. Og þar kemst gesturinn í furðu náið samband við andrúmsloftið í hinni fornu höfuð- borg Finnlands. Frægasta bygging í Ábæ er án efa dómkirkjan, sem mun vera með elztu guðshúsum Finnlands og á líklega mestan þátt í að gefa borginni hefð- arsvip og virðuleikablæ. Verður því gerð nokkur grein fyrir henni, einn- ig sögulega. Dómkirkjan í Ábæ stendur á dá- lítilli hæð og stingur allmjög í stúf við önnur hús bæjarins, m. a. af því að kringum hana er óbyggt svæði. Hún er merkasta bygging finnsku þjóðarinnar frá miðöldum. Er talið, að þarna hafi verið reist kirkja þeg- ar um 1100, en mörg breyting hefur á henni orðið síðan. Örlög fólksins ÞÓRODDUR GUDMUNDSSON FRÁ SANDI: DOKAD VID í ÁBÆ Skyndilega vorum við eins og öll- um ókunnug stödd á strætisvagna- stöðinni í Ábæ. Samferðafólk okkar frá Bærum hélt áfram til Stokk- hólms og þaðan heim, en við urð- um eftir i hinni fornu höfuðborg Finnlands. Mig hafði langan tíma fýst að sjá hana með sjálfs míns augum, þetta vígi finnskrar menn- ingar að fornu og nýju, aðsétursstað tveggja háskóla, sérstæðs byggða- safns, fornfrægrar dómkirkju og ágæts listasafns. hafði símað frá ravastehúsum til Abæjar og tryggt okkur gistingu í góðu gistihúsi við Háskólagötu þar í borg, og fórum við beina leið þang- að af strætisvagnastöðinni. Reyndist það ánægjuleg vistarvera. Daginn eft ir skoðuðum við helztu byggingar, söfn og annað, sem helzt má telj- ast merkilegt í borginni. Varia getur ólíkari borgir samlend- ar en Helsingfors og Ábæ. í Hels- ingfors er miklu meiri ys og þys, erill og örari æðasláttur lífsins en í hinum gamla höfuðstað. Mér fannst LOKAGREIN Ábær hafa meiri virðuleikasvip en Helsingfors, þó að nýja höfuðborg- in sé margfalt stærri. Gegnum hinn forna höfuðstað rennur lygn á, sem nefnist Ára (Aura), en það mun þýða meðal annars lífgjafi. Áin er líka nokkurs konar lífæð bæjarins. En slög hennar virtust mér hæg og róleg. Umferð á götunum var og miklu hófsamlegri en I Helsingfors. Tiltölulega miklu fleiri meðal Ábæj- arbúa virðast sænskumælandi en á hinum staðnum. Eitt af því, sem set- ur og hefur lengi sett virðuleikasvip á hina gömlu höfuðborg, er mennta- lífið. Þar var um langt skeið eini háskóli landsins, og nú eru þar tveir háskólar, annar finnskur, hinn fyrir sænskumælandi fólk, sem er án efa eitt aðalvígi sænskunnar í landinu. Kem ég síðar að Ábæjarháskóla og áhrifum hans á finnskt mál, finnsk- ar bókmenntir og menningu. Af kunnugum hafði okkur einkum verið ráðlagt að skoða þrennt í Ábæ: listasafnið, dómkirkjuna og Klaust- urbakkann, sem er gamalt byggða- safn. Listasafninu hef ég áður lýst, og skal því þess vegna sleppt hér. Við skoðuðum fyrst kirkjuna, en síð- an minjasafnið. Skal þó frá þvi sagt á undan kirkjunni af hagkvæmni- ástæðum. hafa verið tengd Ábæjarkirkju f nærri þúsund ár. Oft hefur hún brunnið, verið rænd og rupluð, en ávallt endurbætt eða reist að nýju, veglegri en áður. í hana hafa verið sett minnismerki um ýmsa helztu merkismenn þjóðarinnar fyrr og síð- ar, höfuðból tignar og tilbeiðslu hef- ur hún verið frá því á morgni tím- ans, aðsetur lista og fegurðar, helzta vísindalegt bókasafn landsins hefur verið þar öldum saman, unz háskóli var stofnsettur í Ábæ, 1640. Hún er ímynd eða tákn margs af því göf- ugasta, sem lifað hefur með þjóð- inni. Enn sem fyrr gnæfir hún yfir flest önnur hús í hinni fornu höfuð- borg og setur þeim öllum framar svip á hana. Mikill fjöldi listaverka er í Ábæj- ardómkirkju. Ég nefni aðeins örfá. í einum hluta hennar, kapellu Pét- urs og Páls postula, er bronsmynd af Mikael Agrikóla, siðaskiptafrömuði Finnlands. Á öðrum stað er málverk af sama manni, þar sem hann réttir Gústaf Vasa biblíuþýðingu sína. Auk þess er þar að sjálfsögðu sægur alls konar helgimynda. í dómkirkjunni eru samtals átta klukkur. Sú stærsta vegur 4600 kg. Á þessari stóru klukku stendur letr- að: „Drottinn telur tíma þinn og 1122 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.