Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Síða 20
 »« ■MW HiiÍflli ig$jg >> •í&ip* ust margir aftur einu eða tveim ár- um seinna í Helsingfors, þegar há- skólinn var tekinn þar til starfa. Hófst þá með þeim ný rómantísk þjóðernishreyfing og í fastara formi en áður undir nafninu Laugardags- félagið, af þvi að samtök þessi héldu umræðufundi á laugardagskvöldum á heimili eins forgöngumannsins, Rune bergs og Fredriku konu hans. Voru þau, ásamt Snellman, Lunnrot og fleiri háskólamönnum frá Ábæ, lífið og sálin í þessum félagsskap frá upp- hafi. í hópinn bættust svo ungir Hel- singforsstúdentar, og varð skáldið Zachris Topelius frægastur þeirra. Félag þetta var fágætum eldmóði gætt, enda skipað úrvalsmönnum. Það hafði m.a. forgöngu um stofn- un menntaskóla í Helsingfors, út- Þessi hreyfing hefur verið nefnd Helsingforsrómantíkín, og var tíma- bil hennar gullöld þeirra bókmennta í Finnlandi, sem ritaðar hafa verið á sænska tungu. Vörpuðu þeir Rune- berg og Topelíus mestum ljóma á tímabilið, en við hlið þeirra stóðu ljóngáfaðir andans menn svo sem Nervander, Cygnaeus og ýmsir fleiri. Til Ábæjar og háskólans þar má í raun réttri rekja upphaf þessar- ar finnsku þjóðernis-, bókmennta- og sjálfstæðishreyfingar, sem eftir brun- ann í Ábæ átti sitt höfuðvígi í Hel- singfors og breiddist þaðan út um landið líkt og eldur í sinu. En Ábær var ekki aðeins gróðrar- stöð bókmennta, visinda og nýrra hreyfinga á 18. öld og í byrjun þeirr- ar 19. Hann var og mikill tónlistar- bær. í endurminningum sínum segir Fredrika Runeberg, eiginkona þjóð- skáldsins, að um 1820, þegar hún var þar í æsku, hafi slagharpa, orgel og gítar verið til á flestum heimil- um í bænum, heimasætur hafi yfir- leitt lært á eitthvert hljóðfæri og söngur með undirleik hafi mjög tíðk- azt í samkvæmislífinu. Upptökin að myndlist hins nýja tíma í Finnlandi virðast og hafa ver- ið í Ábæ snemma á 19. öld. Fredrika Runeberg segir lika frá því, að fyrsti myndhöggvari Finna á síðari öldum hafi árin 1813—1816, þá er hann var nýkominn heim eftir 20 ára dvöl erlendis, gert sex lágmyndir með flnnsk mótíf af fyrirmyndum í húsa- kynnum Ábæjarháskóla. í Ábæ starf- aði líka Gustaf Wilhelm Finnberg, brautryðjandi hinnar nýju málaralist ar í Finnlandi, mestan hluta ævinn- ar. Dagur er liðinn fram um miðaftan. Við höfum þegar skoðað helztu bygg- ingar í Ábæ: fornminjar, kirkju, lista safn, litið yfir háskólahverfið, ána, keypt smáhluti í búðum. Enn er langt þar til Birgir jarl mun leggja frá bryggju áleiðis til Stokkhólms. Og ég á ólokið einu erindi — eða jafnvel tveim: Jón fréttastjóri Magn- ússon hafði beðið mig fyrir kveðju til Ole Torvalds, ritstjóra og skálds í Ábæ, ef ég kæmi þangað, og svo hafði ég sjálfur lítilræði meðferðis á vit sama manns. Nú man ég eftir þessu og slæ á þráðinn til skáldsins, er tók þegar undir og bauð okkur heim, sem hann vissi, hvers kyns var, bauðst enn fremur til að koma á fund okkar, þar sem við vorum stödd í bænum, og fylgja okkur í sitt inni. Fljótlega er kominn drengi- legur maður, gangandi svo hratt, að kembir aftur af honum, og heilsar okkur alúðlega. Innan skamms erum við stödd á heimili skáldsins og frúar hans, al- ókunnugs fólks, er tekur okkur þó eins og systkinum. Á borðum eru jarðarber og rjómi, eftirlætisréttur gáfu Morgunblaðs Helsingforsborgar, sem Runeberg stýrði, og upp af því spratt Finnska bókmenntafélagið, sem hefur stuðlað mjög að þróun finnskrar tungu og bókmennta, ekki sízt með stuðningi Elias Lönnrot í vísindastarfi hans að söfnun þjóð- kvæða og útgáfu á Kalevala-kvæða- flokknum. f kjölfar laugardagsfélagsins sigldi þjóðernisrómantíkin finnska hrað- byri á öðrum þriðjungi 18. aldar: stjórnmálabarátta Snellmans sem blaðamanns norður í Koupio, skáld- skapur Runebergs í Borgará, útgáfa Lönnrots á þjóðkvæðunum, fyrir- lestrahald Cygnaeusar við hátíðleg tækifæri, svo og skáldskapur hans og ritgerðir, að ógleymdum Topelíusi, hans elskulegu söngvum og sögum. 1124 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.