Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 17
og talaði við mig á ágætri íslenzku. Eftir að hafa dvalizt góða stund hjá honum, kvaddi ég og notaði þá stund, sem eftir var, til þess að skoða bæ- inn. Að því búnu hélt ég um borð í Pride. Eg hafði reynt að hafa upp á Pétri, káetufélaga mínum, en án árangurs. Bærinn Klakksvík stendur á Borð- ey á eiði, sem er á milli Klakks- víkur og Borðoyarvíkur. Vestan við Klakksvík er rúmlega 400 m hátt fjall, en að austan er Myrkjanoyrar- fjall (689 m) á hæð, en að norðan rís Kunoy, og er þarna rúmlega 700 m há. í Klakksvík er mikið af nýj- um byggingum, enda er bærinn ekki mjög gamall. Ein merkasta bygging- in er kirkjan. Hún er nýbyggð og er hlaðin úr steini, en hleðslan er eins og mosaik. Tinganes skoðað. Nú hélt skipið úr höfn og var kom- ið til Þórshafnar fyrir kvöldverð. Morguninn eftir fór ég að hitta Sigurð Joensen. Bauðst hann þá til að ganga með mér um elzta hluta Þórshafnar, sem liggur umhverfis höfnina. Við fórum fyrst út í Tinga- nes, sem er hinn forni þingstaður Færeyinga. Þar sem þingið var háð, eru klappir, sem þá munu hafa verið lausar við land, en brú legið út á þær. Seinna hafa þær svo verið tengd ar landi með uppfyllingu. í klappirn ar var höggvið sólúr og mun vera fornt verk. Vestan við Þórshöfn er fjall. Uppi á því ber stóran stein við himin. Sagði Sigurður mér, að stefn- an í hann, þaðan sem við vorum staddir, væri beint í vestur. Síðan héldum við upp í Tinganes- ið. Þarna komum við að húsgrunni, þa sem eitt af elztu húsunum stóð, en nokkru eftir stríðslok, kveikti danskur brennuvargur í þvi. Þá lá við, að allt þetta gamla hverfi yrði eldinum að bráð, því að allt eru þetta gömul timburhús, en það tókst að hindra það. Þarna rétt hjá sýndi Sigurður mér hús. í kjallara þess var áður fyrr fangelsi. Þar niðri er egg- hvass, stór steinn, og voru fangar látnir sitja á honum í refsingarskyni. Þarna í nágrenninu voru mörg göm- ul, svört timburhús með torfþaki. Er eitt þéirra kallað Mettu-Stova og ann að Dalóna-Stova. Bæði eiga þessi hús sína merku sögu, þótt ég kunni ekki að segja hana. Klukkan hálf tólf skildumst við Sig- urður og ég rölti upp fyrir hús danska umboðsmannsins. Þegar ég var á leið niður litla hliðargötu, sem lá niður á aðalgötu Þórshafnar, rakst ég á minnisvarða um Níels R. Fin- sen lækni vísindamanninn heims- fræga. Á þennan stein hjó Níels ft. Finsen upphafsstafi sína, N.R.F., á barnsaldri. Síðar var steinninn reistur Framhald á 742. INDÍÁNASAGA FRÁ ALASKA UM UPP- RUNA BITMÝSINS Það er víðar en við Mývatn, sem mývargurinn er mönnum og skepnum til ama. Hvernig yrkir ekki Jónas: Við Sogið sat ég í vindi, sækaldri norðanátt, og þótti þurleg seta, þar var af lifandi fátt. En sólin reis hin sæla, sveipaði skýjum frá, upp komu allar skepnur að una lífinu þá. Og svo var margt af mýi — mökk fyrir sólu ber —, að Þórður sortnaði sjálfur og sópaði framan úr sér. Og í Alaska kunna Indíánar sannfærandi sögu um það, hvern- ig bitmýið varð til. Nú skuluð þið taka vel eftir: Fyrir langa löngu, áður en tröll in dóu út, var fjarskalega illa inn- rættur risi. Hann var svo gráðug- ur í mannakjöt, að hann gereyddj heiluon þorpum, án þess nokkur fengi rönd við reist. Margir reyndu að vinna risann, en allir létu þeir lífið, án þess að gera honum nokkurt grand. Eina leiðin til að bana honum var að hæfa hann beint í hjarta- stað, en hvar hjartað í »honum leyndist, vissi ekki nokkur sála. Einn dag barst sú fregn til lít- illar eyjar, að risinn væri á leið- inni þangað. Allt fóllkið varð sikeif ingu lostið. Þá gekk fram kappi einn mikiil og sagði: „Þið verðið að flýja, en ég skal bíða risans." Það var mikið reynt til að telja honum hughvarf, en hann sat fast við sinn keip. Þegar hann var einn orðinn eftir, fór hann í spari- fötin sín og beið átekta. Eftir nokkra stund sá hann bvar gríðarstórt bátsstefni skreið undan eyjaroddanum. Þá lagðist hann niður og þóttist vera dauð- ur. Risinn gekk á land og sárreidd- ist, þegar hann fann ekki nokk- urn lifandi mann í þoroinu. Hann velti húsunum um koll og reif trén upp með rótum. Síðan tók hann manninn, sem hann hélt vera dauðan, bar hann út í bát. reri með hann heim og henti hon um inn fyrir dyrastafinn hjá sér Að því búnu rauk hann í nýja veiðiferð. Ekki var hann fyrr farinn en kappinn hætti öllum teikaraskap reis upp og fór að skoða sig um. Hann fann þarna son risans og var ekki seinn. á sér að miða á hann spjóti og mæla þessi orð: „Segðu mér, hvað hjartað i hon- um föður þínum er, ellegar ég mun drepa þig þegar í stað.“ Tröllabarnið varð örvita af hræðslu og svaraði: „Það er í vinstra hælnum.“ Jæja, þegar risinn kom heim, stökk kappinn auðvitað á fætur og rak spjót sitt gegnum hælinn á honum. Risinn hneig helsærður til jarðar, en í andarslitrunum hvíslaði hann: „Þótt ég verði brenndur á báli. skal ég samt éta ykkur!“ Nú .sótti kappinn allt fóikiS tiJ þess að sýna því verksummerki. Það var reistur mikill bálköstur að þeirra tíma siðvenju, og lík risans var lagt þar á. Meðan það var að brenna, dansaði fólkið trylltan gleðidans allt í kringum eldinn. Þegar ekkert var lengur eftir nema askan, var henni sópað vendilega upp í körfu. Síðan var hún borin upp á háa, hvassviðra- sama hæð, þar sem henni var dreift fyrir öllum vindum. Hun barst landshornanna á milli, en úr hverju einasta duft- korni kviknaði örsmátt bitmý. Bölbænir risans á dauðastund- inni höfðu orðið að áhrínsorðum. Inga Huld. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 737

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.