Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 13
Græniand — nýtt íbúðarhverfi i Þórshöfn, þar sem götur eru breiðari en í gamla bænum. inn, þar til skipið héldi áfram för sinni klukkan átta. Þeir ætluðu að halda áfram með skipinu. Við byrj- uðum á því að skoða Skansinn. Þar uppi eru merkar fornminjar frá 16. öld, fallbyssur úr eir. Færeyingurinn Magnús Heinason lét setja þær upp til þess að verjast sjóræningjum, sem oft herjuðu á eyjarnar á þessum tím- um. Magnúsi tókst að friða eyjarnar, en endalok hans urðu dapurleg, því að hann var hálshöggvinn á Gamla- torgi í Kaupmannahöfn árið 1589. Hann er í Færeyjum talinn þjóðhetja. Þess má geta, að hann var af íslenzku bergi brotinn. Þegar ferðafélagar okkar voru aft- ur komnir um borð í Heklu, tókum við Pétur bifreið á leigu og héldum til Kirkjubæjar. Þetta var skyndiferð og viðstaðan stutt, enda ætlaði ég að fara þangað síðar. Mun ég víkja nán- ar að Kirkjubæ seinna. í þetta sinn sá ég þó kráku, sem ég hafði aldrei séð fyrr. Var hún hin spakasta og kom alveg til okkar og goggaði í okkur og gargaði mikið: jra-kra. Voru hljóðin ekki ósvipuð og í hrafnin- um, enda skyldleiki með þeim. Síð- an héldum við til Þórshafnar og Pét- ur tók sér far til Klakksvíkur á fund heitkonunnar. Þegar ég skildi við Pétur, lagði ég af stað upp í bæinn til að skoða hann. Þórshöfn er afar snyrtilegur bær, þegar gott er veður, eins og var þennan fyrsta dag minn þar. Flest allar göturnar eru malbikaðar og hreinlegar, en margar þröngar og gangstéttalausar. Trjágarðar eru víða við hús, og virtist mér trjágróður vera hávaxnari þar en í görðum heima. Þegar ég var búinn að verja góð- um tíma í að skoða bæinn, fór ég að hitta Sigurð Joensen, lögþingsmann og lögfræðing i Þórshöfn, í skrif- stofu hans. Áður en ég fór í þessa för, hafði vinnufélagi minn, Stefán Ögmundsson, sem fyrir nokkrum ár- um dvaldist í Færeyjum og vann þar í prentsmiðju, skrifað Sigurði og beð- ið hansn að vera mér hjálplegur Sig urður var það sannarlega, því að hann gerði mér dvölina í Færeyjum miklu ánægjulegri og gagnlegri en ég hafði nokkurn tíma búizt við hún yrði. Á þriðjudag var hvassviðri og rign- ing. Samt fór ég í gönguferð um bæinn. Eftir hádegi fór ég á fund Sigurðar Joensens og ákvað í sanj- ráði við hann ferð til Eiðis, smá- bæjar nyrzt á Austurey. Síðan kvaddi ég hann og hélt til Hótel Hafnia, þar sem ég gisti, því að nú var veðr- Lagt af stað upp á Koll á Austurey. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 733

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.