Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 19
sagt verið gripinn af mikilleik hlut verks síns, því að hann hafði með sér sjö manna fylgdarlið. Einn fylgd arsveina hans virtist hafa það hlut verk að stinga vindlingi, sem hann var búinn að kveikja f milli útréttra fingra Brynners. Annar var stöðugt með rafmagnsrakvél á lofti til þess að raka koll hans, hvenær sem minnsti skuggi birtist á tiginni krúnu haris. Meðan þessi þjónusta var veitt sat Brynner í goðumlíkri þögn og glæsibrag klæddur svörtum leður- fatnaði eða hvítum, en hann var með hálft dúsín í hvorum lit, sem hann hafði fengið frá Dior. Ég komst aldrei að því, hver voru starfssvið hinna fimm starfsmanna hans, en sjálfsagt hafa þau verið álíka mikilvæg. Ég verð að játa, að mér hefur aldrei fundizt ég vera neitt sérlega illa settur, þótt ég yrði að kveikja í vindlingum mínum sjálf ur — en samt hafði þetta mikil áhrif á mig. Ég komst að þeirri niðurstöðu, aff Brynner væri mjög klókur náungi. Hann á sér einn mjög sterkan svip, og honum beitir hann ævinlega i kvikmyndum sínum. Einn sterkur svipur er filmstjornu dýrmætari en tylft andlita. Ég hef líka lært það í kvikmyndunum, að það borgar sig að láta kvikmyndavélina leika fyrir sig. Hvernig svo sem dramatískt inni hald atriðisins er, þá er nærmynd aí stjörnunni, þar sem hún horfir sterkt út i loftið, alltaf mjög áhrifamikil. Það skiptir litlu máli, hvað kemur á undan og á eftir. Það er þvi mikil vægt fyrir filmstjörnu, að hafa at- hyglisvert andlit. Hann þarf ekki að hreyfa það mikið til, því að lagnir kvikmyndarar og klipparar geta allt af látið líta svo út sem stjarnan leiki. Ef svo virðist, sem ég sé að glefsa í höndina, sem hefur fóðrað mig rausnarlega í næstum 25 ár, þá er það vegna þess, að ég hef aldrei verið sérlega hrifinn af kvikmynda- leik. 'Sem Ustgrein er kvikmynda- leikur nánast eins og að renna sér á hjólaskautum: þegar maður hefur einu sinni lært, hvernig farið er að, þá er það ekki sérlega örvandi fyrir greindina. Kvikmyndaleikur gerir ekki miklar kröfur, en hann er erfið vinna og tekur mikinn tíma, sem maður hefði betur varið öðru vfsi. Aðalgallinn við að vera leikari er sá, að ætlázt er til að maður sé góð ur. Það er allt í lagi fyrir þá ofstækis menn, sem vilja lifa með næstu kyn slóðum, eða fyrir hina, sem skortir T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 739

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.