Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Qupperneq 6
Skrattanum líkan haf'öi hún hatt, hattkúfinn þann við kjálkann batt“. Tveir sóknarmanna lögðu gömlu konunni orð í munn. Guðmundur meðhjálpari Hall- dórsson í Bæ var sigldur maður og hefur aukizt sjálfstraust af því starfi að skrýða prestinn: „Þó ég við kjálkann kúfinn sori, kengbogin sé af ellinni, samt ég í stöku þig við þori, þó að ég grett og guleygð sé. Hvað kemur þetta þó við þig? Þú skalt ei repeintera mig.“ Ungur vinnumaður á Hvalnesi, Steinn Bjarnason, er síðar varð tengdasonur Guðmundar, klykkti út heilræði, sem jafnvel drottins þjónum var hollt að hafa í minni: „Þó ég við kjálkann kúfinn bindi, krókhryggjótt sé af ellinni, og sögð þeim neðsta lík í lyndi, læt ég hvern ráða sínu spé. Gái þó sérhvör að því ört: Oss hefur dróttinn alla gjört.“ Enginn veit, hver hún var, föru konan, sem séra Bergur á Stafa felli rétti að kerlingarpassann. En rifjar þó upp lífsferil Valgerðar, er elzt var dætra Sigurðar ættfræð- ings og Guðríðar Runólfsdóttur. Valgerður ólst upp hjá foreldr- um sínum, 13 ára léð til Suður sveitar og var þar þrjú ár. Hvarf svo heim að Holtum. Féll þá upp á hana fótaveiki, lá um þriggja ára tíma rúmföst og varð engan vegin heil af fótameininu. í Öræfum átti hún heima 12 ár, lengst af bús forstaða hjá föður sínum. Þegar hann hætti hokrinu, vistréðist hún í Suðursveit. Lenti þaðan út fyrir Skeiðarársand óg var níu ár vinnu kona á ýmsum bæjum í Vestur- Skaftafellssýslu — komst allt út í Álftaver. Matvinnungur í sömu sýslu sjö ár. Vorið 1819 lá leið Valgerðar á ný til Suðursveitar. Næstu ár hélt hún sér uppi þar á vetrum, en flakkaði á sumrum — jafnvel aust ur í Múlasýslu. Séra Bergur á Stafafelli glettist við förukonuna um sama leyti og Valgerður hóf ferðir um austur sveitir. Sveinn læknir segir í ferða bók sinni, að Sigurður faðir hennar, væri með gula bauga í augunum. Og séra Bergur segir í kerlingarpassa sínum, að föru konan væri guleygð. En þrátt fyrir allt sannar pað ekki, hvej förukonan var. Það eitt er kunnugt, að Valgerður átti leið um Lónið með sinn klumbufót. Þáði þar beina. Vera má, að hún hafi fremur notið en goldið föður síns. Þegar haustaði, hvarf hún suður í Suðursveit, flytjandi ein hvern feng í skjóðu eða pokahorni, ullarhár og skæðaskinn, sem hún tætti og sneið og gerði sér verð- mæti úr. Valgerður Sigurðardóttir varð háöldruð, mörg ár niðursetningur í fæðingarsveit sinni, andaðist 1845 í Flatey. IHI. í Ævisögu Jóns konferenzráðs Eiríkssonar, sem Bókmenntafé- lagið gaf út, er Sigurður Magnús sonar á Hnappavöllum getið á þessa leið: „------safnaði rithöndum allra heldrimanna, er hann yfir komst þar að auki lá hann út fyrir að fá væng af hvörjum fugli, og völu úr hvörju dýri, er auðið varð, utan lands sem innan. Margt af þessu hafði Eriksen sálugi útvegað hön- um, og virti hann iðulega bréfs með eigin hendi, sem sýnir lítillæti hans og vinveitni, þó iítilmótlegur ætti í hlut, þegar gjöra var um það, sem að fróðleik laut.“ Ekki er laust við, að þarna kenni embættishroka, fremur en að það sé sagnfræðilega réttmætt að draga Sigurð Magnússon í dilk með lítilfjörlegum ómerkingum þeirrar tíðar. Jón Eiríksson og Sigurður Magn ússon voru þremenningar. Vagga þeirra stóð í sama héraði, og þeir hafa náin kynni hvor af öðrum í uppvexti. Sigurður eilítið eldri, orðinn fulltíða, þegar Jón hvarf af landi burt. Jón Eiríksson komst til vegs og virðingar, en það steig honum aldrei svo til höfuðs, að hann hrap aði í þá lífslygi að afneita eigin uppruna. Það var í samræmi við eðli hans að halda sambandi við Sigurð frænda sinn. Gat fleiri römmum taugum, er tengdu þonn an ættjarðarvin við ísland, orðið hætt, ef hann hefði rofið ræktar kennd, sem lá til hins fróðleiksfúsa bóndamanns á Mýrunum. Ýmislegt í safni því, sem Sveinn Pálsson drap á, var komið frá Jóni Eiríkssyni. Allt fór það veg veraldar, þegar safnarinn var allur. Jafnvel rithandasýnishornin lentu í glatkistu. En konferenzráðið sendi bónd anum í Krákshúsum þarfaþing, sem betur hafa varðveitzt, pappír og bókbandsefni. Kærkomnar send ingar, sem unnið var út, og sést þess órækur vottur í handrita- söfnum. Hér fer á eftir stutt sendibréf, ritað við lok eldmóðunnar. Bréf ritarinn var á sinni tíð í röð betri bænda á Suðausturlandi, hrepp- stjóri í sveit sinni og merkasti maður. Hæpið að álykta sem svo, að mat hans á móttakanda bréfs- ins væri það, að þar ætti iítil- mótlegur í hlut. „Velgáfaði og velvirti heiðurs mann. Alúðar heilsan. Ég þakka í einu orði allar undan farnar velgjörðir, elskusemi og artugheit, hvors ég vil minnast. Það er yður í fréttum að segja, að ég bað Jón Þorsteinsson að taka af mér kú, ef hann heyaði vel, og hefi ég engin orð fengið. Um þetta bað ég hann fyrir slátt, hvorju hann lofaði. Falli svo hann bregðist mér, þá bið ég yður að eiga lífið í henni, kynnuð, ef heyað hafið að lífga hana. Hún er eigandi, ei báru hér kýr af henni — kálflaus er hún enn. Hey hef ég eignast handa kúnum mínum, en systir mín er í nauðum. — Ég býst við þér komi hingað í haust. L.G., til hvors ég hlakka. Sagt var mér, að Höskuldur minn hefði í eitt sinn fiskað 4ar sprökur, 14 skötur og hákall, ei hefi ég meir frétt þaðan, — og enda þetta með forlátsbón og ósk um beztu. Ég vil finnast yður vel vilja þénari Starmýri, d. 29. sept. 1785. Jón Gíslason. Heyrt hefi ég, að vöruskip Vopna fjarðar sé komið, og hefði Kyhn strokið eður flogið þangað eftir tóbaki. 1000 sæll og blessaður Velgáfuðum og velvirtum heiðurs manni Sigurði Magnússyni, vinsamlega á Holtum.“ V. Hvað var það einkum, sem gerði 246 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.