Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Page 7
Sigurð Magnússon nafnkenndan? Er það iðni hans við að afrita bækur og sinna þjóðlegum fróð leik? Eða hin sérkennilega söfnunarnáttúr ahans? Það eitt að fylla herbergi af völum, kvörnum og vængjum — og kunna skil á því, hvaða dýri hvert eintak tilheyrði — mátti nægja til að beina athygli að mann inum. Annað hefur þó orðið þyngra á metunum. Sigurður Magnússon kunni glögg skil á skaftfellskum kynstaf. Þó að ættfræðidrög hans séu smá að vöxtum, er þar allt betur geymt en gleymt. Sjást þess líka merki að ýmsir sem meira urðu á orði, hafa stuðzt við syrpur hans. Framámönnum var talið til vegs auka að skrá ættartölur og tíðindi. Ef kotkarlar dunduðu við að skera sér fjöður í penna og sýsluðu við pappír, þótti skörin færast upp í bekkinn. Sigurður Magnússon varð fyrir barðinu á þeim hugsunarhætti, og í skopi nefndur „landskrifari.“ Ef til vill hafa háværustu spottararnir ekki verið bænabókarfærir og því síður párandi. Sérstæðustu per sónuleikar verða oft skotspænir. Og þess eru ótal dæmi, að þegar ytri kjör sniðu þröngan stakk, v lentu snilligáfur í bóndabeygju van meta og misskilnings. það væri ekki úr vegi að leita lengra til kynningar á Sigurði ættfræðingi. Hljótt fer um ýmissa þætti í fari hans. Sterk rök bníga að því, að hann hafi ekki verið við eina fjöl felldur í söfnun sinni. Héðan af verður lítils árangurs að vænta, þó að rjálað sé við þagnar múr 18. aldar. í gömlum sóknarmannatölum er stundum getið bókakosts og reynd ist misjafnlega fjölbreytilegur til að iðka heimilisguðrækni á hverj um stað. Þótt sagt væri, að bók- vit yrði ekki látið í askana, taldist löngum mennilegra að bækur fyrir fyndust í einu húsi sem flestar og beztar — og sálarheill sótt í gott orð. Elzta sóknarmannatal Einholts leiðir í Ijós, að á einu heimili var meira úrval bóka en tíðkaðist á bóndabæ. Sálusorgarinn kynnir ekki bókatitla, samt má ráða í, að þar kenndi fleiri grasa en guðsorða rita einna saman. Þetta var heimili Sigurðar ættfræðings Magnússonar í Landsbókasafni er lögbókar- handrit, sem gert hefur séra Narfi Guðmundsson í Möðrudal. Skreytt ir upphafsstafir og vel frá öilu gengið, enda var séra Narfi hagur og listfengur. Ókunnugt er um feril handritsins fyrstu 80 árin. En þá var titilblað þess farið í súg inn og eigi seinna vænna að koma í veg fyrir frekari skakkföll. Lög Book íslendinga hvörja saman hefur sett Magnús Norve gs kongur loflegrar minningar Uppskrifuð Anno 1679 af þeim vellærða og nafnfræga kennimanni sál. sr. Narfa Guðmundssyni. Aftur innbundinn að viðáuknu þessu blaði Anno 1759 Það var Sigurður Magnússon, sem batt lögbókarhandritið í annað sinn og setti á það viðaukablaðið. En hver var eigandinn? Ef til vill var handritið í eigu Mýramanns. En vitanlega gat það verið sent úrsveitis til bókbind- arans. Það átti langan feril í Skafta fellssýslu eftir að Sigurður ætt- fræðingur gerði því til góða. Þar um er að vísu flest á huldu. Reynt verður að rekja sporaslóð, sem gæti legið til réttrar áttar í leit að svari. Eins og áður er sagt, fluttist Sigurður Magnússon frá Holtum út í Öræfi. Það hefur varla fram gengið án ráðagerða og undirbún- ings. Ætla mætti að hann sprangi þangað til að líta umhverf is sig á Hnappavöllum. Á einu býli jarðarinnar var húsfreyjan honum náskyld, systir Jóns konfer ensráðs. f þann tíð bjó á öðru býli á sömu jörð ekkja, sem undirbjó búferlaflutning út á Síðu. Hjá henni var fyrirvinna piltur, nýkom inn langt að þangað í sveitina. Hann var vel gefinn og framgjarn og átti kyn til lögsagnara og máls metandi bænda. Og sé gengið að gefnu að snemma beygðist krókur á því sem verða vill, gekk hann upp í að afla sér þekkingar í lögvísi, og þjóðleg fræði voru hon um hugleikin. Það fer að vonum, að forn- háttamaður eins og Sigurður Magnússon hallist að æskumanni með þess háttar áhugamál. Þá er gengið á lag, ungi maðurinn gerir sér títt við öldunginn — og dreg ur ei úr dáleikum, ef hann girnist fágæti úr fórum hans. Þessi ungi aðkomumaður settist að í Skaftafellssýslu. Eignaðist gott safn bóka og handrita, og hefur reynt á elju og árvekni að draga það saman, — ásamt lagni að snúa snældunni. Fer ekki leynt að sitthvað slæddist til hans úr gólfum Sigurðar ættfræðings. Hann hét Davíð Jónsson, stóð löngum í stími og hlaut kenningar nafn af málaþrasi Jónsbókarhand- rit séra Narfa Guðmundssonar komst í hendur Mála-Davíðs og var um hríð í eigu hans. Fullyrt verður, að þegar Davíð kom í Skaftafellsþing, var lög- bókin ekki í eigu mektarmanna austur þar, hvorki veraldlegra né geistlegra. í því heygarðshorni hefði hann aldrei náð á henni tangarhaldi. Við athugun sýndist enginn lik- legri að hafa átt handritið en Sigurður Magnússon. Þegar hann batt það og setti á það titilblað, handfjallaði hann trúlegast eigin dóm. Hann var sem sé ofan á annað bóka- og handritasafnari, til þess bendir ótvirætt umsögn Einholts prests, í sóknarmanna talinu 1787, um bókakostinn í kotinu á 4. býli í Holtum: „Bækur til allra ársins tíma nauðsynlegar, og þar fyrir utan mikill fjöldi, sem og sú gefna biblía.“ Menn hverfa af sjónar- sviðinu, — fróðleikur týn- ist. Þa8 eina, sem getur varSveitt hann, er hiS rit- aSa orS. — Lesendur blaSsins eru beðnir að hafa þetta i huga, þegar þeir komast yfir fróðleik eða þekkingu, sem ekki má glatast. TÍMINN — SUNNUDAGSBLAt)’ 247

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.