Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Síða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Síða 10
Indíánar á götu í einum bæja sinna í fjalllendinu í suðurhluta Mexíkó. að hann kunni hvorki spænsku né mál Indíánanna og gat því ekki gert þeim skiljanlegt, hvað hann hafði fyrir stafni. Indíánarnir héldu að hann væri djöfullinn í manns- mynd. Indíánastofnunin í San Kristóbal beitir sér fyrir mörgu. Hún lætur gera vegi, grafa brunna, koma upp þvottastöðvum, byggja sjukraskýli og gera fiskeldistjarnir. Og hún hefur hönd í bagga með skólum, þar sem opna á ungu kynslóðinni nýja heima. Um allt landið er mikill fjöldi nýrra og fallegra skóla, bæði í sveitum og borgum. Jafnvel mæð- urnar koma þangað annað veifið til þess að tala við kennarana og fræðast af þeirn um bætiefni og heilsuvernd og annað slíkt. Hvar- vetna gnæfa þessir skólar splunku- nýir yfir stráþök kofantia, þar sem fólkið býr. Og þeirra er ekki van- þörf. Enn er neyzluvatnið víðast sótt í gruggugar tjarnir, þar sem búfénaðinum er líka vatnað, og oft má sjá Indíánafjölskyldur svala þorsta sínum úr hatti fjölskyldu- föðurins á meðan geitin drekkur við fætur hans. En áfram miðar: Það hefur meira að segja verið komið upp skólum, þar sem stúlk- ur á æskureki stunda nám, svo að þær geti bjargað sér á spænsku og viti skil. á umheiminum og tilver- unni, þegar þær verða sendar úr heimkynnum sínum í fjöllunum til vinnu niðri á kaffiekrunum. Ekk- ert er þó látið í té, án þess að fólkið sjálft leggi mikið að mörk- um. Það verður sjálft að vilja nýj- ungarnar og fórna allmiklu til þess að koma þeim á. Þeirn drengjanna, sem greindast- ir virðast í skólunum, er búin fram- haldsmenntun. Indíánastofnunin tekur þá að sér og veitir þeim kennslu í sex ár til viðbótar. Kvæn- ist þeir á því árabili, geta þeir tek- ið konu sína til sín í stofnunina. Þessir piltar eiga að verða braut- ryðjendur, þegar þeir snúa aftur á bernskustöðvarnar, þar sem þeir gerast kennarar, sjúkrahúslæknar eða ráðunautar bændanna. Alþýðu- fræðslan fer fram með margvís- legu móti, og kemur sumt af því Norðurálfumönnum undarlega fyr- ir sjónir. Meðal annars eru leik- brúður notaðar. Læknirinn kemur fyrir brúðu úti á svölum hjá sér, og þar predikar hún um þrifnað, mataræði og hjálp í viðlögum. Þetta þykir fólkinu skemmtilegt, og það flykkist að til þess að hlýða á. í þessu skyni er drengjum þeim, sem eiga síðar að þjóna löndum sínum, kennd leikbrúðugerð í Indíánastofnuninni ásamt öllu, er lýtur að því að nota þessar brúður. Þetta gefst vel, því að Indíánar eru í senn mjög handlagnir og hug- fangnir af leiksýningum. Á fiskeldið er mikil áherzla lögð sökum þess, að Indíána á þess- um slóðum skortir eggjahvítuefni. Kjöts, eggja og mjólkur, neyta þeir ekki nema á tyllidögum, því 250 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.