Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Side 12

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Side 12
I. Litla-Þverá kemur um laugan veg ínnan af Tvídægru, þar sem bún á upptök í heiðartjörnum og flóum, og er sumt af því vatni, sem rennur um farveg hennar, búið að fara hinar undarlegnstu krókaleiðir, oft langa vegu þvert úr þeirri leið, sem Þverá er ásköp uð. En á þessum slóðum er land flatt og allt heldur lágreist, svo að lítill ávali eða bunga ráða úr- slitum um það, hvert vötn hniga. Grunnt drag markar stefnu Litlu- Þverár til suðvesturs, unz hún nær að lokum niður f bj'ggð í Þverár hlíð við túnjaðar á Hermundar- stöðum og Kvíum. pessi lægð. er áin rennur um, nefnist Þverárdal ur, og er hann kjarri vaxinn all langt inn eftir, en slðan taka við grasbrekkur, melbungur og mýrar fiár fram til heiðar. Eru þar viða góð sumarlönd, enda sums staöar forn eyðibýli á Þverárdal. Fyrrum var það mikill siður í uppsveitum Mýrasýslu að hafa i seli á heiðum uppi á sumrurn. Þar var mjólkurpeningur arðsamur, og auk þess voru heimahagar óbitnir, er til vetrarbeitar þurfti að taka. Eitt þeirra býla, sem sellönd átti á heiðum uppi, var Helgavatn i Þver árhlíð, og var sel þeirra Helgvetn inga í hliðum Þverárdals, norðan Þverár, alllangt innan við svonefnd an Sýrdalslæk. Mun láta nærri, að þangað hafi verið þriggja klukku- stunda lestaferð frá Helgavatni, en sem næst hálfs annars tíma gang ur lausum manni frá þeim bæ, sem næstur var selinu, Hermundar stöðum. Sjást enn glöggt rústir í Helgavatnsseli, enda ekki nema áttatíu ár síðan fólk hafðist þar við. Þegar verzlunareinokun danskra kaupmanna var aflétt, tók fyrir mannfelli af völdum hallæra í landinu, og varð því brátt nokkur mannfjölgun. Gerðist hörgull á jarðnæði víða um sveitir, er kom fram á nítjándu öldina, og þá var byggður fjöldi nýbýla, bæði á heið um uppi og á öðrum þeim stöð- um, þar sem frumbýlingar fengu að setja sig niður. Þá hófst einnig Vetrarmyrkrið grúfir yfir heiðinni, og húsfreyjan er alein með börn sín, víðs fjarfi mannabyggðum. Þá heyrst henni bærinn opnaður og þrammað inn göng- in. Baðstofuhurðinni er hrundið — og í gættinni birtast tveir feðgar, sem sviptu sig iífi niðri í byggðinni ....... mannabyggð í Helgavatnsseli á Þverárdal. Hjón þau, sem fyi’st reistu bú i Helgavatnsseli, hétu Bjarni Bjarna son og Guðrún Eiríksdóttir, bæði nokkuð yfir fimmtugt, og fylgdu þeim tvö börn þeirra um tvítugt, sonur og dóttir. Var sonurinn Daði, er síðar bjó á Guðnabakka. Það var vorið 1861, að þessi hjón fluttust í heiðina. En stutt varð í búskap þeirra á Þverárdal. Annað vorið sitt í selinu var Bjarni bóndi að taka af fé við rétt eða fjárhúskofa. Lét hann ullina í poka skaufa, og með hann hneig hann niður örendur þar á flöt'á ieið heim að bæjarhúsunum. Var ekkj an þarna einungis einn vetur efiir þetta. Á næsta bæ í byggð mðri, Her mundarstöðum, hafði fyrr búið bóndi sá, er hét Brandu.r Þor bjarnarson, tvíkvæntur, og var síðari kona hans Anna Ólafsdóttir frá Norður-Reykjum. Meðal barna þeirra voru synir tveir, Pétur, er bar bróðurnafn húsfreyju, og Jón. Var Brandur bóndi látinn um það bil, er Bjarni Bjarnason varð bráð kvaddur, og fólk hans kornið að Lundi, þar sem Pétur var bóndi. Varð það nú að ráði, að Jón Brandsson fluttist í Helgavatns.sel með Önnu, móður sína, og hjón ein, er voru þar í húsmennsku í skjóli þeirra, ásamt dóttur sinni. Stóð svo næstu misseri. En þegar fram í sótti, voru Jón og móðir hans ein í kofanum. Vorið 1866 dó Anna og hrökl aðist Jón í byggð niður, er móð ir hans var látin. Gerðist hann vinnumaður Péturs, bróður síns í Lundi. Þar var þá vinnukona sú, er hét Kristín Jónsdóttir, nokkru eldri en Jón, ættuð sunnan úr Andakíl, og voru foreldrar hennar Jón bóndi Jónsson á Vatnshömrum og Guðrún Sigurðardóttir, kona hans. Mun Kristín eigi hafa verið mikil fyrir mann að sjá, grönn vexti og gufuleg við fyrstu sýn, en ótrauð til verka og seig, þegar á reyndi. Af því er nú skemmst að_ segja, að Jón Brandsson gekk að eiga Kristínu og fluttist á ný í Helga vatnssel vorið 1868. Var hann þá kominn fast að þrítugu, en Kristín hálf-fertug. Ekki fóru þau ein á heiðina. Þetta sama vor settist þar einnig að búi ungur maður, ættaður úr Húnavatnssýslu og Döl um, Hallur Björnsson að nafni, 252 T i M « 1* N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.