Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Blaðsíða 13
Úr Þverárhlíð — stórbýlið Norðtunga. Ljósmynd: Páll Jónsson.
bróðir Jósefs skólastjóra á Hólura.
Var kona hans Guðrún Gunnlaugs
dóttir frá Öspaksstöðum í Ilrúta
firði, og fylgdi þeim tvö ungbörn
og ein vinnukona. Dótturdóttir
þessara hjóna er Halla Markúsdótt
ir, kona Guðmundar fræðimanns
Illugasonar, en sonur Halls og síð
ari konu hans, Valgerðar Konráðs-
dóttur, er Hallur tannlæknir.
Vel virðist hafa farið á með
þeim Halli og Jóni í tvíbýlinu á
heiðinni, og reyndi Jón að tjá
sambýlismanni sínum góðan hug
í bundnu máli, er honum virtist
þó ekki hafa verið tamt. Er enn
í minnurn visugrey, er hann
klambraði saman af lítilli getu:
Hallur Björnsson hagmælti,
hans svo gæfu guð blessi
við ýmsa viðburði
vel sá rekur erindi.
Tvíbýlið varð skammvinnt, því
að Hallur fluttist brott. En Jón
Brandsson og kona hans voru þeim
mun þaulsætnari 1 heiðinni. Þau
þraukuðu þar hátt á annan tug
ára óslitið, að því undanskildu, að
þau.voru eitt ár á Hömrum í þver-
adhlíð.
II
Nú er frá því að segja, áður en
lengra er haldið, að í Neðra-Nesi
í Stafholtstungum hafði lengi búið
bóndi, er hét Helgi Jónsson, sonur
Jóns Jónssonar, sem um skeið bjó
á Hofsstöðum, og Guðrúnar Helga
dóttur frá Hafþórsstöðum í Norður
árdal. Hann var einn hinn efn-
aðasti bóndi í sveitinni, ráðsettur
og gætinn, en nokkuð dulur og
myrkur í skapi á köflum. Hann var
leitarforingi Stafholtstungna-
manna á afrétt og réttarstjóri löng
um í Fiskivatnsrétt, vörpulegur
maður og karlmenni hið mesta og
svo vel íþróttum búinn, að hann
var vart talinn eiga sinn jafningja
um Borgarfjörð og þótt víðar væri
leitað. Var mælt, að hann hefði
stokkið yfir tíu álna breiða gröf al
volur, og í glímu stóðst honum eng
inn snúning.
Helgi í Neðra-Nesi áttu mörg
börn með konu sinni, Katrínu
Ásmundsdóttur, og voru þau upp-
komin orðin upp úr 1860. Hafði
hann þá misst konu sína og hugð
ist festa ráð sitt að nýju. Nú gerð
ist það vorið 1866, er hann var á
ferð sjóleiðis af Brákarpolli inn
Borgarfjörð, að hann fékk aðsvif
og féll útbyrðis. Náðist hann þó,
en aðþrengdur mjög, og er máí
manna, að hann yrði ekki samur
eftir þetta. Ilann gekk þó að eiga
konuefni sitt í lok júlímánaðar um
sumarið og var manna glaðastur
í brúðkaupsveizlunni. En aðeins
tólf dögum síðar hvarf hann. Haíði
fólk tekið sér hádegisblund eins og
þá var venja, en sjálfur gekk Helgi
suður að Hvítá, kvaðst ætla að
skoða slægjur og lézt myndi koma
brátt aftur. Þegar fólkið vaknaði,
var Helgi ókominn, og fór þá son
ur hans einn, Ásmundur, að hyggja
að honum. Gekk hann um stund
með Hvítá, unz hann kom þar, sem
Hörðuhólar heita. Sá hann þá orf
föður síns í ánni, og var orfhæll
inn eða ljárinn fastur á steini.
Þótti sýnt, að Helgi hefði drukkn
að þarna, og kom upp sá kvittur,
að hann hefði gengið í ána í þung
lyndiskasti eða einhvers konar ráð-
leysu.
En ekki er ein báran stök. Rúm
um tveim árum síðar, fám dögum
fyrir jólin 1868, drukknaði Ás-
mundur sonur Helga, efnismaður
talinn og atgervi búinn, niður um
ís á Þverá, og lék einnig orð á,
að það hefði ekki með óvilja verið.
III.
Þessu næst er að víkja aftur á
heiðina, þar sem þau Jón Brands
son og Kristín Jónsdóttir bjuggu
T í 1M II N N — SUNNUDAGSBLAÖ
253