Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Síða 18
Slegin ogg horfir þessi stúlka til ókomins tíma. Hva8 bíSur hennar áriS 2000? Hagsæld og hamingja e8a örbirgS og lífsleiði? Munu tækni og vísindi stytta henni aldur eða læknar gefa henni ódauðleika? — Þessum spurningum hennar reyna fram- tiðarspámenn að svara. um. Framfarir í tækni og vísind- um valda erfiðleikum, sem aukast með ári hverju, og munu að lokum leiða til öngþveitis, ef ekki verða ráð í tíma tekin og reynt að undir- búa komu framtíðarinnar. Dæmi þessa er mengun andrúmsloftsins og saurgun jarðvatns. Úrgangsefni frá verksmiðjum og samgöngutækj um, jafnvel mönnum, ógna nú þeg- ar heilbrigði fólks og dýra. Eitraðar reykþokur hjúpa stórborgir og iðn- aðarsvæði. Fiskar drepast unnvörp- um í ám og vötnum, sem taka við skólpi frá þéttbýli milljóna. Við þessari þróun hlýtur maðurinn að sporna. Afskiptaleysið kemur hon- um í koll. Árið nítjánhundruð sextiu og tvö var haldið þing vísindamanna í London, „Ciba-Congress,“ og verk- efni þess var „Framtíð mannsins, vandamál, sem á vegi hans kunna að verða, og lausn þeirra.“ Þar tóku ýmsir mektugir menn til máls, til að mynda erfðafræðingurinn Joshua Lederberg (Nóbelsverðlaun árið 1958), læknisfræðingurinn Gre- gory Pincus (hann fann upp getn- aðarvarnatöfluna) og líffræðingarn VOLUSPA TIMANS Ferðast um framtíðarheim Árið átjánhundruð áttatíu og átta kom út í Bandaríkjum skáld- sagan „Looking Backward" eða „Litið um öxl“ eftir Edward Bel- lamy. Saga þessi er „útópía“, mak- ræðislýsing, gerist á því herrans ári tvöþúsund og segir frá sælu þeirra, er þá verða uppi. Vakti sagan fádæma athygli, enda fátitt, að rithöfundar nítjándu aldar leit- uðu sér efniviðar svo langt- fram í tímann. Nú gegnir öðru máli. Ótal fram- tíðarsýnir djarfhugar skálda hafa birzt á prenti og verið lesnar af milljónum manna. Kennir þar margra grasa: Sumt er ómerkt og einskis virði, grunnhyggnar ýkju- sögur, en annað spaklegt og hefur vakið fólk til umhugsunar um þró- un heimsmenningar og framtið mannsins. Nægir að nefna „Brave New World“ eftir Aldous Huxley og „1984“ eftir George Orwell, hvoru tveggja ógnvekjandi frásagn- ir um örlög þeirrar kynslóðar, sem nú slítur barnsskónum. Framtíðarskáldsögum er flestum sameiginlegt, að þær gerast á ár- unum kringum næstu aldamót. í sjálfu sér er það ekki ýkja merki legt. Tvö í þúsund er töfrandi ártal. En hafa lesendur gert sér grein fyr- ir, að innan rúmra þrjátíu ára mun talan tvöþúsund standa letruð é almanakið, sem hangir í eldhús- inu? Ef ekki, þá er tími til þess kominn. Framtíðin breytist óðum í nútíð, og það sem verra er, fram- tíð okkar hefur ekki jafn sakleys^ islegan svip og framtíð þeirra, sem lásu á dagatöl fyrir eitthundrað ár- 258 T f M I IM N — SUNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.