Tíminn Sunnudagsblað - 26.03.1967, Qupperneq 21
StöSugt leitar maSurinn iengra út í geiminn. Svo getur fariS, aS innan einnar aldar verSi sumarleyfisferSir
til annarra reikistjarna jafn vinsælar og páskaferSir til Mallorka nú í dag. — Ef til vill verSa slíkar ferS-
ir flótti úr þröngbýli jarSarinnar.
un. Aðrir óttast, að erfðaþekking
verði misnotuð í þágu valdfíkinna
landsdrottnara og henni beitt til
framleiðslu á vígdjörfum, en sauð-
heimskum hermönnum, og sljóum,
en kappsfullum verkþrælum.
Og áfram mun þekking okkar
vaxa, og við sjáum hálfmennið,
óskilgetið afkvæmi líftæknifræð-
inga á tuttugustu og fyrstu öld.
Hálfmennið er sumpart maður og
sumpart vél, og er því falið að
starfa við erfið lífsskilyrði, svo sem
í himingeimnum og í bækistöðv-
um á fjarlægum hnöttum. Blóð
hálfmennisins er kalt, dælur sinna
öndun og elektrónuheili stjórnar
blóðrás og efnaskiptum.
Við sjáum heitustu ósk mannsins
rætast, óskina um ódauðleikann.
Líkur benda til, að um næstu alda-
mót geti vel efnaðir góðborgarar
keypt sér djúpfrystingu. Þeir verða
frystir í íshólfum við mínus 196
gráður á Selsíus, og hvíla svo,
unz eftirkomendum þykir henta að
vekja þá aftur til lífsins, óskaddaða
á sál og lí'kama. Árið 1964 stofn-
uðu nokkrir Bandaríkjamenn
„L4fstreiningarklúbbinn,“ en víg-
orð hans eru: „Freeze —
Wait — Reanimate“ eða „Frjós-
ið — bíðið — brjótið híðið.“
Nú þegar hafa sexhundruð
og fimmtíu meðlimir látið skrá sig
til frystingar. Áætlaður kostnaður
við sérhvern einstakling er 374
þúsund krónur.
Árið tvöþúsund og fimmtíu mun
vísindamönnum hafa tekizt að
lengja líf okkar um fimmtán ár..
Þegar sigur verður unninn á öll-
um sjúkdómum og ellinni að auki,
mun „homo sapiens,“ spakmenmð,
geta glaðzt yfir ævarandi brauð-
striti. Við sjáum furðuveröld. Eng-
inn deyr nema sé hann myrtur eða
fremji sjálfsmorð. Himnariki og
hreinsunareldur gleymast. Bros
barna eru sjaldfundnar perlur á
götum milljónaborga. Hugtökin
„móðir“ og „faðir“ heyra fortíðinni
til. í gömlum kirkjugörðum rísa
nýjar rannsóknastofur.
„Mun engi maðr
öðrum þyrma.“
Hin geigvænlega fjölgun jarðar-
búa vekur með okkur skelfingu.
Syndafíóð holds og beina ógnar u!-
veru mannsins, ef tekst ekki að
hefta kviknun nýrra einstaklinga.
Á jörðunni lifa nú 3,4 miljaröar
manna. Nær 500 miljónir þjást af
hungri og hörgulsjúkdómum, og
hálfur annar miljarður fólks er van-
nærður. Samkvæmt útreikningum
okkar mun fjölgunin nema 200
þúsund einstaklingum á degi hverj-
um næstu tuttugu og fimm ár, ef
ekki verður ráðizt til atlögu gegn
henni og beitt getnaðarvörnum.
Um næstu aldamót mundu þá hrær-
ast hér á jöfðunni helmingi fleiri
en nú lifa eða 6,8 miljarðar fólks.
Þessi tala er uggvæn.
Enskur eðlisfræðingur hefur
rei'knað út, hversu margir einstakl
ingar geti rúmazt á jarðkringlunni.
Höfin yrðu þakin flotborgum, en
feiknstórir speglar efldu sólarljós-
ið í þeirra stað. Hvergi sæist til
jarðar millum himinhárra íbúðar-
turna. Á sérhverjum fermetra hefð-
ust við 120 manns, og með því
móti gætu tuttugu-milljónir-sinnum
fleiri einstaklingar notið lífsins á
jörðinni en nú. Haldi fjölgunin
áfram að vera hin sama, þ.e. 200
þúsund einstaklingar á degi hverj-
um, verður þessu marki náð á 900
árum. Þýzkur vísindamaður hefur
bent á, að í slíku þéttbýli væri
tíðni kynmaka á mínútu hverri orð
in svo há, að hætta væri á ofhitun
jarðarinnar.
Hin gífurlega fólksfjölgun skap-
ar ótal vandamál, og ber þá fyrst
að nefna fæðuskort. Eins og við
sögðum, hrjáir fæðuskortur tvo
miljarða fólks. Einkum verður
þessa vart í hinni svokölluðu
þróunarlöndum, og þá ekki sízt í
Indlandi og Egyptalandi, og alger
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
261