Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Blaðsíða 15
eftir þriggja klukkutíma bið. Ég einsetti mér að sigra. Hreiðrið var á grein, og ég sett ist með myndavélina í tveggja metra fjarlægð. Þetta var bjartur og unaðslegur sólskinsdagur, og mér leið afskaplega. vel og hafði ekki yfir neinu að kvarta. Ég sat í grasinu við hliðina á vélinni og þurfti ekki annað en að setja vél- ina í gang, þegar fyrirsætunni þóknaðist að leika hlutverk sitt. Fuglinn nálgaðist með gogginn full an af ánamöðkum og hann flögraði í kringum mig til og frá. Eftir klukkustund var hann farinn að tylla sér niður tiltölulega nærri og hoppa í áttina að hreiðrinu, en meira ekki. Svo fór hann, sótti sér maðk í gogginn og jók við kipp- una. Eftir tvo tíma var hann orð- inn sýnu rólegri og hoppaði nær og ákveðnar. Þegar svo var liðið nokkuð á þriðja tíma, tók fuglinn í sig kjark og fikraði sig að hreiðrinu. Hann fór nær og nær, leit oft í kringum sig á leiðinni og nam staðar hvað eftir annað. Loks var hann kominn að hreiðurkantinum, leit spekings- lega í kringum sig og gætti að öllu og mótaði sig til að gefa ung- unum maðk. Þá setti ég vélina í gang, þá kom hljóð, og fuglinn floginn þegar í stað. Eftir örstutta stund, sá fuglinn, að ekkert hafði gerzt, — ekki neitt. Ég sat þarna í mínum skorðum og bærði ekki á mér. Þá kom hann aftur að hreiðrinu, var svolítið hvimpinn, en byrjaði þó að mata. í þetta sinn tók ég enga mynd. Ég vildi vekja með fuglinum traust á mér og umhverfinu. Svo kom hann aftur að örstundu liðinni, ég setti vélina í gang, og fuglinn bærði ekki á sér. Eftir þrjá tima sat ég með mína vél í grasinu, fugl inn kom og mataði ungana, og ég fékk allt, sem ég vildi fá á fihn- una. Með líkum hætti náði ég mynd- um áf vellispóa, sem er þó mjög styggur fugl. Það er ekkert ann- aö að gera en að sitja kyrr og þykj- ast vera að stússa í sínu. — Skipta sér ekkert af fuglinum. En svo má vera, að næsta dag verði að endur- taka þennan sama leik. Fuglar virð ast hafa tímbundnar hugmyndir. — Er fálka ekki lítið gefið um að leika í kvikmynd? — Nei, hann er furðanlega leiði- tamur. Ég á myndaþátt af fálka, en hann er ekki í „Fuglarnir okk- ar“. Athyglisverð atriði eru í þess- um þætti, en aðstaða var slæm til myndunar, þar eð fálkinn hafði gert sér hreiður undan sól, dlger- lega í skugga. En ég hef eigi að síður nokkrar fallegar myndir af ungunum í hreiðrinu, og eins hef ég myndir af fullorðna fuglinum. — Þið eruð ef til vill góðir vín- ir? — Ég læt fálkann um að svara þessari spurningu. En hinu vil ég ekki neita, að ég dáist að fálkan- um fyrir dugnað hans við veiði- skapinn. Einu sinni, þegar ég sat yfir þessu fálkahreiðri, sem ég gat um áðan, kom fuglinn fjórum sinn um með bráð í hreiðrið á sjötíu og fimm mínútum. í eitt skiptið kom hann með kríu, og þá gapti ég af undrun. Ég hélt það væri enginn leikur að klófesta kríu. Annars eru mjög skiptar skoð- anir um veiðiaðferð fálkans. Sumir telja, að hann roti fórnarlambið með vængbarðinu og læsi í það klónum, en aðrir segjast geta full- yrt, að hann beiti ekki vængnum heldur roti hann með krepptum klóm eða fótum. Til eru þeir, sem segja, að höggið af flughraða fálk- ans roti bráðina, og það má vel vera. En meðan ég lá yfir hreiðrinu kom fálkinn með endur og lunda, og svo kríuna. í Borgarey var lundabyggð næst hreiðrinu, en þangað eru um sjö til átta kíló- metrar í beinni loftlínu og yfir fjall að fara. En fálkinn flaug þetta léttilega með lundann í hreiðríð, sem var í hundrað og sextíu metra hæð yfir sjó. Þetta sýnir, að fálk- ar eru engir aukvisar í flugi og flugflutningum. — Þú hefur ætíð verið í sátt við fyrirsæturnar? — Já, það verð ég að segja, en fálkinn var nú harðskeyttastur. Annars er hrafninn skemmtilega ágengur og kvikindislegur. Þegar ég var í námunda við hrafnshreið- ur, átti fuglinn það til að setjast fyrir ofan mig á stallbrún og skrapa niður steinvölum. Grjótkast inu var beint að mér, á því lék enginn vafi. Hrafninn er mjög skynsamur fugl. — Er kjóa ekki illa við mynda- tökumenn?. — Ég hef lítið myndað kjóa. Sannast að segja er ég næstum móðgaður við kjóann. Hann áreitti mig, þegar ég var ungur, og svo fékk ég ógeð á honum, þegar ég sá hami gleypa fuglsunga í heilu lagi. Ég þoli hann bókstaflega ekki. Stundum, þegar ég hef setið með myndavélina í fuglabyggð, hef ég séð kjóa renna sér niður yfir sand- lóuunga, opna gogginn og gleypa unga í heilu lagi. Það er ekki verið að rífa í stundur. Nei, nei, það er bara gleypt í heilu og gúll- inn færist niður hálsinn. Fijóinn er að verða ránfugl, fjandinn sá arna. — Þú hefur kvikmyndað svani? — Já, ég tók af þeim myndir austur við Iðu hjá Hvítá, en þar hef ég tekið flestar fuglamyndirn- ar. Svanurinn er gæfur fugl úti í náttúrunni. Ég vildi gjarna fá mynd af svani í vígahug, en mér tókst það aldrei. Ég hafði meira að segja með mér hund til að angra svaninn, en ekkert dugði. Hann horfði bara virðulega fram- an í linsuaugað eins og hann hefði ekki gert annað um ævina en að leika í kvikmyndum. Mér þótti þetta skrýtið, því svanir við fjalla vötn fyrir vestan voru bölvaðir vargar og sáu enga skepnu í friði. Þjóðtrúin segir og, að svanablást- ur sé eitraður, og komi þeir hvæs- andi að manni, er eina ráðið að taka til fótanna. — Þú hefur þó lent í einhverju basli með smyril? — Nei, síður en svo. í garnla daga ól ég upp smyrilsunga, og við urðum mestu mátar. Hann var svo hændur að mér, að ég lék mér stundum að því að halda kjötbita á milli varanna og láta smyrilinn narta 1 hann. Þegar ég sleppti smyrlinum, hélt hann sig heima við bæinn, og næsta vor sást smyr- ill í túninu í tvo eða þrjá daga, og töldum við hann vera heimaln- ing minn. — Jú, dýr ku víst ekki vera síðri félagar en mannskepnan. — Nei, síður en svo, og þó er mér ekkert dýr jafn hugstætt sem lítill tófuyrðlingur, er ég átti einu sinni. Ég lá á greni og náði yrðl- ingnum liggjandi á klaka, nýgotn- um. Ég hélt í honum lífipu með því að spýta upp í hann volgri mjólk og hafa hann í hlýju innan fata í tvo daga. Síðan flutti ég hann til hinna yrðlinganna, sem ég hafði náð í greninu og geymdi í búri, en þeir vildu ekkert við hann kann- ast. Hann virtist vera um það bil viku yngri en þeir, og það skipti engum togum, yrðlingarnir réðust að greyinu, og ég náði því með T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 447

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.