Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Blaðsíða 16
> >
r ■ ■
IPíet Helai:
JÖFNUR
Er syndaflóðið kom til Sahara —
er syndaflóðið kom til SAHARA —
er SYNDAFLÓÐIÐ kom til Sahara —
hin örþjáða eyðimörk svalg.
Þúsundir steiktra funandi fermílna
drukku sér veig dettifossa,
sval-kalt hreint vatn.
Hjarðirnar þömbuðu,
gróðurinn saug,
vinjarnar teyguðu,
sandauðnin drakk,
og gulur smá froskur varð fuliur svo hann sprakk
— er syndaflóðið kom til Sahara.
Þú ungmær í förum hvern annríkisdag
sem ólgandi vaxandi flóð
og nýtur þíns blessaða nærandi svefns
í nótt undir stjarnanna glóð!
Þú heldur að teyga timann sé allt
og taka hvað aðrir þér fá,
að hver sá er brennur af þorsta sem þú
jafn þorstlátur gangi þér hjá.
Ert grunlaus um það, eins og þenkjast má,
að þegar þú komst —
er þú KOMST —
er ÞÚ komst —
þá var það slík allsherjar viðreisn sem þá
er syndaflóðið kom til Sahara
Páll H. Jónsson þýddi.
naumindum aftur, særðu af
bræðrabiti.
Þessi yrðlingur komst jsvo aftur
á kreik og varð heimalningur á
bænum. Leikur þessa kvikindis
við hunda og ketti, menn og
skepnur, er ógleymanlegur. Uppá-
i finningarnar hjá þessu greyi voru
alveg dæmalausar. Ég leyfi mér að
mótmæla þeirri skoðun, að gáfna-
! far sé óþekkt með dýrum. Fáir,
, sem ég hef þekkt, hafa verið jafn
fyndnir og sniðugir sem þessi yrðl-
] ingur. Hann þóttist sofa, þar sem
fólk sat og rabbaði saman, og svo
var hann skyndilega stokkinn upp
á höfuðið á einhverjum bara til
þess að gera sprell. Ég held, að
tófan og hrafninn séu snjallari en
mörg gáfnaljósin.
— Það er máski eina ráðið fyrir
bændur til varnar tófunni að taka
hana heim til sín og gera hana að
húsdýri.
— Það mætti reyna það, en
ekki vil ég mæla með því, að
bændur taki minkinn í fóstur.
En úr því að ég hef minnzt á
minkinn, verð ég að fara nokkrum
orðum um svartbakinn og hettu-
máfinn. Minkurinn er sagður mik-
ill skaðvaldur íslenzku fuglalífi,
og það er hann efalaust, en ég
held, að svartbakurinn og hettu-
máfurinn séu engu betri. Mergðin
er orðin svo gífurleg af þessum
tveimur fuglategundum, að jafn-
vægi náttúrunnar hefur raskazt.
Ef ekki verður gripið í taumana
og komið á jafnvægi, mun svart-
bakurinn og hettumáfurinn verða
yfirgnæfandi í íslenzku fuglaríki
og hrekja margt annað líf í burtu.
Svartbakurinn veldur mestu tjóni
í æðarvarpi, og það stoðar ekki
neitt að labba sig út með byssu og
drepa tvo eða þrjá varga. Það verð
ur að stöðva tímgunina.
— Hvernig má það verða?
— Ég held, að eina ráðið sé að
gera eggin ónýt, ófrjó, og láta fugl-
inn liggja á þeim. Séu eggin tek-
in úr hreiðrinu, eru önnur ný kom
in eftir viku. Fuglinn verpir bara
aftur.
En hér geta menn ekki orðið
samtaka um nokkurn hlut, og of-
fjölgun svartbaks og hettumáfs er
að verða alvarlegt vandamál, því
mikil röskun er komin í fuglalífið
hér á landi, einkum þó í grennd
við borgir og bæi. Fjöldinn er svo
gífurlegur og ætisþörfin svo mikil,
að fuglarnir leggjast á fleira en
sitt venjulega fæði. Svartbakuirnn
leiitar á sínar gömlu stöðvar til að
verpa, og oft á dag fer hann í her-
ferðir upp með ánum, upp eftir
dölunum, og hirðir hvert líf, sem
hann sér. Sérhvert egg, sérhvert
ungviði. Þetta er til dæmis algengt
í Þjórsárdal og víðar. Á ákveðnum
tíma dags fer svartbakurinn í
skipulegar ránsferðir og eyðir
öllu lífi, sem fyrir verður.
— Og enginn étur svartbakinn?
— Nei, því er nú verr og mið-
ur. Hann er öruggur fyrir öðrum
fuglum. Eina ráðið er sem sagt að
stöðva tímgunina.
— En hefur nokkur íslendingur
á kafi í víxlum og verðbréfum
áhuga á náttúrunni?
— Það er þá hlutverk náttúru-
fræðinga og náttúruverndarráðs
að vekja þennan áhuga. Mér þykir
náttúrufræðingar annars of mikið
gefnir fyrir bókina. Ég' er ekki aS
hallmæla vísindaritgerðum, rann-
sóknum og öðru slíku, en mér
þykir meginhlutverk náttúrufræð-
inga vera það að kenna fólki að
njóta náttúrunnar og virða hana.
Náttúran sjálf á sinn rétt, sem
Framhald á 454. síðu.
448
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ