Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Blaðsíða 22
Frönsk frú
Framhald af 442. síðu.
Uppboðið hélt áfram unz lokið
var, og þessari einmánaðarsam-
komu var slitið.
Daginn eftir voru menn komn-
ir suður að Kúðafljótsós. Vestan
við ósinn var brezkur togari strand-
aður, aðeins austar en hreppamörk
eru milli Álftavers og Meðallands
og því á Sandafjöru, sem stundum
er að einhverju leyti vestan við
ósinn. — Kúðafljót hefur útfall í
sjó ýmist austar eða vestar. Skip-
verjar voru tólf, einn af þeim ís-
lendingur. allir ómeiddir. Sagt var,
að skipið væri fullt af ísuðum fiski,
en ekkert yrði hreyft við því né
farmi fyrst um sinn. Næstum var
þurrt að framstafni skipsins um
fjöruna, en djúpt virtist vera við
það aftanvert.
Nokkrir dagar liðu. Þá bárust
þau boð bæ frá bæ, að næsta dag
væri ákveðið að skipa upp fisk-
Árið 1907 —
Framhald af 440. síðu.
Nú er hátíð Krists burðar svo
hljóðleg, að furðar:
Þó hlýði menn kirkjusöng létt-
ist ei brá.
Hvílíkt tjón má það vera, sem
til þess mun bera,
að truflast hinn helgasti fögn-
uður má.
Hann er dáinn, sem mestur
var maður og beztur
og metinn og elskaður lands-
búum hjá.
Einmitt þetta ár var verið að
byggja kirkju í Lincoln á Eng-
landi, og skyldi skreyta hana
gluggalitmyndum. Ein þeirra átti
að vera af Þorláki helga Þórhalla-
syni í fullum biskupsskrúða. Því
hafði Disney Leith komið til leiðar.
□
inum og selja hann jafnóðum og
á land kæmi.
Fjölmenni var komið suður und-
ir Kúðaós strax í birtingu. En
þegar til sjávar sást, kom í ljós,
að Volante var laus orðinn og
kominn spölkorn á sæ út. Hafði
losnað á flóðinu um nóttina og
komizt út með eigin vélarafli. Skips
höfnin hafði aldrei yfirgefið skipið
að fullu, og því var allt í lagi
um borð. Og brimlaust var og stillt
veður. Ekki var um annað að gera
en hver sneri við til síns heima.
Vissulega hefðu menn fagnað því
og þakksamlega þegið að geta feng
ið nýjan fisk á borðið. En að hinu
leytinu samglöddust flestir Bret-
unum að koma aftur á sjóinn skipi
og mönnum ósködduðum. En sumir
sögðu, að svo miklu rændu þeir
og aðrir útlendingar af fiski úr
landhelgi íslands, að mátulegt væri,
þótt einn og einn skrokkur og
skipsfarmur lenti upp á sandana,
bara ef skipshafnirnar héldu lífi og
limum.
Talið var víst, að þessi fiskisaga,
sem svo ört flaug um allt, hafi
verið uppspuni frá einhverjum
hrekkjalóm eða — sem líklegra
er — einhver misskilningur, því
að enginn fyrirmanna kannaðist
við að hafa sent þessi boð af stað.
Því var þetta lengi á eftir nefnt
lygastrand.
En af Babettu er það að segja,
að nokkrir menn keyptu skips-
skrokkinn í félagi, og um sumarið
var hann rifinn. Að því var unnið,
fyrir og eftir slátt. Fékkst þar æði
mikið timbur, sem nota mátti til
ýmissa hluta og kom sér vel.
Segja má, við sandinn þar
sjaldan bárukliður þagnar.
Margoft hinztu hvílurnar
hlutu skip og traustir bragnar.
í GEGNUM ÞRIÐJA AUGAÐ -
Framhald af 448. siðu.
ekki má lítilsvirða. Sú skoðun er
of ríkjandi hér á íslandi, einkan-
lega í sveitunum, að náttúran sé
einungis ætluð manninum, og
hann megi ræna hana öllu, sem
unnt er. Kann að vera, að sjálfs-
bjargarviðleitni grundvallist á ger-
nýtingu á gæðum jarðarinnar, en
nú eru komnir slikír tímar, að
maðurinn hlýtur að geta hlíft nátt
úrunni að einhverju leyti. Að sjálf-
sögðu geta öfgarnir verið á báða
vegu. Það gengur einum of langt
í náttúruvernd, þegar ekki rná
snerta nokkurn skapaðan híut. Á
þessu verður að kunna góð skil og
reyna að rata meðalveginn.
— En heldurðu ekki, að mynda-
sýningar þínar hafi vakið áhuga
fólks á náttúrunni og landinu?
— Ja, ég vona það, og mér þyk-
ir vænt um, ef, ég hef getað stuðl-
að að einhverjum áhuga á þess-
um efnum. Ég heíd, að áhugi
á náttúruskoðun sé að vakna með-
Lausn
18. krossgátu
al almennings, og það er vel. Nátt-
úruskoðun er hugðarefni, sem
hverjum manni er hollt, ekki hvað
sízt borgarbúum. Getur betri hvíld
en að draga sig út úr skarkala og
þys borgarinnar, gleyma erlinum
og streðinu, og setjast einhvers
staðar niður í friði og ró og fylgj-
ast með náttúrunni?
— En fyndi nokkur frið og ró,
ef allir tækju upp á þessu?
— Ég vona fyrir allra hönd, að
þessari spurningu megi ætíð svara
játandi.
jöm.
♦ w OSflSRD SSR
£1 fj r i !k V £ m
I71 j k" R! o\
K fí rs K 1 s
V ISIKI/ RJ fí 5 T 5 S
S L !fl ie: K fl £ fl —f 0 T fí
\ L 1 \E 0 \ I S \ V Ej K
\ j£ s \fí IL u BJ i ? h\ II Ni \
j\ U R T U i\ió £> IZ1 R 5 uj N V, 2
j\ N Æ \ M iflfUj R T ± 0 L \ u N
•s N T s ISW "51 ^—* Ó \ L rfl R fí
;\ V l L L Li Ð LL Ð N fí K T D
j\ 0 s L ú M f? K S R 0 ~ > N T \
fy & 0 S 5 \ Rl fí X I N R fl T s
f\ £ íT \ Ul 6 ! 6 U R s 1/ E s 5 W
j\ S A s Í1 fí S P fl' R $ F É Æ K
f\ Æ R Ifi s N Æ s S fí IF \ fli G
\ r i- S u T fí K H u iF L \ J 7>
j\ ? ■& K ú Ð H J o N s Ö K V M
[F' R Ú fí 5? s Ú Ú s U iM \ ? M fí
[\ R R m s s S 3 m J s K
454
T I M l N N — SUNNUDAGSBLAÐ