Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Blaðsíða 5
gleðigosum telja kiíkjuna eina áf beztu veiðistöðvunum.“ Reykvíkingar máttu svo sem una við presta sína. Fríkirkjuprestur var séra Ólafur Ólafsson, einn mesti ræðuskörungur landsins, og Jón Pálsson organisti hans, en ^séra Jóhann Þorkelsson var dómkirkju- prestur — sá hinn sami og kallaði á drenginn frá Brekkukoti, þar sem hann sat á bekkmynduðu leið- inu hans Gabríels sáluga höfuðeng- ils og bað hann raula með þeim Jónasi pólitíi og Eyvindi snikkara yfir manni, sem vantaði á andlitið, og gaf honum síðan tíeyringinn úr slitinni buddu sinni, er úti var söng urinn. En það lögðu fleiri trúnni og siðgæðinu í landinu lið en presí- arnir. Davíð Östlund og Samúel Johnson voru betri en engir, og hinn norski kjarnaklerkur, Stor- johan, hafði vitjað íslands árið fyr- ir. Hann gerðist mikill vinur með- hjálparans í dómkirkjunni, því að hann tjáðist trúa sögunni um Jón- as í kviði hvalfisksins. Að lokum fylgdi hann hinum norska predik- ara til skips, og lét Storjohan svo um mælt á skilnaðarstundinni, að þeir myndu sjást hinum megin grafar, þó að sorglega fáir væru þeir íslendingar, sem hann bygg- ist við að hitta þar. Fjörmestar samkomur voru þó í þá daga hjá Hjálpræðishernum, og varð þar oft ekki numið mannsins mál fyrir óp- um og öskrum, og mátti þar tíð- um heyra samtíðis sálmasöng trú- aðra og rímnastemmur og bruna- vísur, er veraldarinnar börn kváðu eða sungu. Mun sjaldan hafa ver- lð sungið og predikað á íslandi af meiri staðfestu og rósemi fyrir ó- kyrrlátari áheyrendum og uppi- vÖðslusamari en hersamkomurnar sóttu á þeim árum. Langmestur styr stóð þó um andatrúna, sem haldið hafði innreið sina í landið með Einari Hjörleifssyni. Var eigi einungis, að hús léku á reiðiskjálfi af áreið andanna, heldur voru læknar úr öðrum heimi teknir að líkna sjúkum og skáld að yrkja í gegnum landsmenn. Var þá næsta fræg ósjálfráð skrift kornungs pilts, Guðmundar Jónssonar, er festi það á pappírinn, er H. C. Andersen, Bjarni Thorarensen, Jónas Hallgrímsson og Snorri Sturluson lásu honum fyrir. Víl- uðu þeir jafnvel ekki fyrir sér að skrifa blaðagreinar, er þeir vissu af skarði í Fjallkonunni. Þetta er til dæmis um orðfæri Snorra Sturulsonar: „Sú es drottning yfir hugum margra manna, er Heimska nefnist, ok svá es hún frjáls, at hún biður menn vera óháða allri skynsemd“. Einu sinni kastaði Jónas Hall- grímsson fram þessum vísuhelm- ingi, er fundur í samtökum spíri- tista átti senn að hefjast: Nú skjótumst við á Fjölnisfund, forsprakkarnir báðir. En Bjarni Thorarensen botnaði þegar í stað: Skyldi þeir verða skamma stund skynseminni háðir. Á þessu og öðru þóttust margir kenna ótvírætt mark hinna snjöllu manna, svo að ekki væri um að viilast. Aðrir voru þó ærið vantrú- aðir, og í þeirra hópi hefur sá senni Jón sinnep — með þykkan ullartrefil um hálsinn að hættl þeirrar tíðar, þótt á sumardegl sé og gróður allur í bióma. Spjald með áletruninni „Sinnep'* hefur verlð neglt á staur fyrir myndatökuna. lega verið, er seinna orti um pilt- inn, sem skrifaði ósjálfrátt: Guðmundur Kambann skrifar allan skrambann ósjálfráttum andann, sem er fyrir handan. Læknir sá, sem einkum vutist gefa gaum að heildufari ísleadinga hét Jensen og baðst ýmist fyrir á norsku eða frönsku, sem miðill- inn kunni alls ekki, áður en hann gerði að nieinum manna. En ekki urðu samt allir sjúklingar Jensens langlífir, og þeir Guðmundarnir í stétt hinna lifandi lækna voru tor- tryggnir á læknisfræði hans. Kváð- Trjágarður við Bankastrætl 7 — teikning Jóns biskups Helgasonar. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 437

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.