Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Blaðsíða 13
Á fyrsta hlýindadegi Reykjavík-
urvorsins sat ég í skonsu að Óð-
insgötu 2 og ræddi við Magnús
Jóhannsson útvarpsvirkja og . . .
Ja, nú veit ég ekki, hvað nefna
skal. Sumir heiðra Magnús með
titlinum arnarsérfræðingur. Aðrir
segja hann vera kvikmyndatöku-
mann eða kvikmyndaliöfund. Og
til eru þeir, sem nefna hann blátt
áfram Magnús. Ég renni grun
í, að Magnúsi falli bezt við
„Magnúsar-titilinn,11 og því verður
honum haldið í þessari grein.
Hvað um það. í upphafi birt-
um við æviágrip Magnúsar, en
hann er alinn upp við ísafjarðar-
djúp, nánar til tekið á Skjaldfönn'
í Skjaldfannardal. Skjaldfannardal
ur er hliðstæður sunnanvert við
Kaldalón, hið fornfræga arnarset-
ur, og liggur upp að Drangajökli.
Nú er Magnús búsettur í Reykja-
vík og starfar sem útvarpsvirki.
Þar með ætti æviágripinu að vera
lokið, eða svo segir Magnús, þar
sem lrann situr gegnt mér í skons-
unni, en í trássi við hinn ætla ég
að auka við nokkrum setniugum.
Magnús varði mörgum stundum
í friðsæld vestfirzkra óbyggða og
lagði þá ástfóstur við náttúru lands
ins, lifandi og dauða. Ekki urðu
vinslit, þegar hann hélt til Reykja-
víkur. Nær allar frístundir hefur
hann nýtt til könnunarferða um
grasvænar byggðir og hrjóstrug
fjöll og jökla, kynnt sér og kvik-
myndað líf og háttu fugla og fieiri
dýra. Einkum hefur Magnús átt
vingott við íslenzka örninn. I-Iann
hefur samið stórmerka kvikmynd
um þessa fágætu fuglategund
(hún var sýnd fyrir stuttu í
íslenzka sjónvarpinu), og má ineð
sanni segja, að Magnús þekki örn-
inn flestum betur.
Þá læt ég ágripinu lokið. Næsti
hluti er nokkur formálsorð.
Við sátum lengi í skonsunni og
ræddum um kynni Magnúsar af
kvikmyndavélum, fuglum og dyr-
um. Einkanlega sagði Magnús mér
frá erninum og arnarkvikmyndinni
en margt fleira bar á góma, og
er það ekki síður forvitnilegt. Hef
ég því ákveðið að greina viðtal okk
ar í tvo þætti, og mun hinn síðari
fjalla um örninn einan, en þessi
þáttur um . ..
Hann skýrir sig sjálfur.
— Og við skulum rifja upp
liðna daga, Magnús. Hvenær eign-
ast þú fyrstu tökuvélina
— Ef við eigum að ræða um
myndatökur af fuglum og fleiru, er
líklega rétt að byrja söguna í
kringum nítján hundruð og fimm-
tíu. Á þvi ári, eða kannski einu
ári fyrr, fékk ég mína fyrstu kvik-
myndavél. Áður hafði ég fúskað
svolítið með ljósmyndavél.
En ef til vill má nefna upphafið,
þegar ég uppgötvaði, hvað kvik-
mynd er í raun og veru, og gerði
mér ljóst, hversu mikið fræðslu-
gildi kvikmynd getur haft. Það
var, þegar ég vann að hljóðupp-
Rætt við Magnús Jóhannsson útvarpsvirkja
Fyrri hluti: Náttúruskoðun og kvikmyndatökur
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
445