Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Blaðsíða 6
gera lífið ílóknara, jn sera betur fer hafa þeir ekki roð við náttúr- unni. Lífið er einfalt eftir sem áður. Tökum til dæmis hræðsluna. Maðurinn hefur vanið sig á að, vera hræddur við hitt og þetfa, sem óþarft er að óttast. Þetta gerir hann til þess að flækja l.íf- ið. Sá maður, sem losnar við hræðsluna, hann skynjar einfald- leika lífsins og er mikilmenni fyrir bragðið. Fjallarefurinn óttast ein- ungis hund og mann. En hvað gerir maðurinn? Hann er hræddur við allt mögulegt, sem ástæðu- laust er að óttast. í þessu tilviki er hann langt á eftir fjallarefnum. Þórður hallar sér fram í stóln- um og styður olnboganum á hnén. — Sjáðu til. Menn eru jafnvel hræddir við dauðann. — Við erum haldin lífslöngun. — LSfslöngun, já, en sjáðu til. Iifið og dauðinn, þetta er svo einfalt, svo merikilega einfalt. Til eru menn sem hafa dáið og vakn- að aftur til llfs. — Er það ekki eitthvað orðum aukið? — Nei, alls ekki. Ég hef til dæmis dláið. — Hefurðu dáið? — Já, og ég var töluvert lengi dauður. v — Hvenær var það? — Það var, þegar ég fór niður með mastrinu í Ólafsvík. Þá voru tólf vindstig, ég átti vakt, bátinn hrakti út, og svo rafc hann í sker. Ég var niður 1 vél, þegar hann steytti á skerinu. Nú sfcaltu læra, hvernig á að taka svona hlutum. Ég er niður í vél, og þá leggst báturinn í skerið, eitthvað af botninum undan, og sjórinn fossar inn. Niðamyhkur er á,_ og ekkert til bjargar bátnum. Ég hugsa vendilega mitt ráð og tel bezt að fara fram í lúkar og fá mér bita. Hangi báturinn ettthvað á sker- inu, þoli ég betur dvölina, ef ég er mettur. Nú, ég stýfa kjötbita úr hnefa og fæ mér mjólkursopa, og eru þá sængurnar komnar á ílot í neðstu kojunum. Ég klæðist gulum stafcki, fer í mastrið, reyri mig f astan og bíð átekta. Svo fellur yfir skerið, og bátur- inn sekkur í djúpið. Ég fer upp með mastrinu, hef næstum sogazt frá þvl, en ég næ tökum á band- spotta og get haldið mér. Og nú koma fræðisetningar hinna öldruðu Jöklara að góðum notum. Þeir ættu að beita þeim, sálfræðingarnir. Gömlu mennirn ir sögðu eitthvað á þessa leið: Þeg- ar þú ert í nauðum staddur, áttu að hugsa rökrétt og vísa hræðsl- unni á bug. Ég hlýddi þessum orð- um, fylgdi þeim í einu og öllu, og þess vegna dó ég þjáningalaust. — Þú hefur sem sagt gefið upp öndina þarna við mastrið? — Kem að því seinna. Ég hangi á mastrinu í langan tíma, og það er andskoti vont meðan ég kólna upp, en svo líður mér bara ágætlega. Ég fer að brjóta heilann um líf fólksins í landi, hégómlega baráttu þess og eftirsókn fólksins eftir vindi. Ég er orðinn að sjóblautum heimspek ing. Nú, skal ég segja þér, kemur bátur. Þeir hafa komið auga á mastrið og vilja bjarga mér úr klóm dauðans. Þeir varpa til min Mnu. Ég er að hugsa um að taka í hana, en get það ekki. Ég er miáttvana. Af hend- ingu flækist línan um höndina á mér, og þá fer allt í kaf, ég og mastrið. Ekki glata ég rökréttri hugsun, en tauta innra með sjálf- um mér: Ekki súpa sjóinn. Ekki drekka. — Ég hafði talað við menn, sem vöruðu mig við að súpa sjó. Hafi einhver hrakizt lengi í sjó og súpl hann af bár- unni, kólnar honum svo jafnt, að hann fer að dreyma ljúfa drauma. Honum þykir hann vera háttaður ofan í hlýtt rúm. Ég hef þekkt menn, sem lentu í þessu, og þeim var iMa við að vera bjargað. — En ég fer sem sagt á kaf með mastrinu, og síðan sortnar mér fyrir augum. Það er andskoti ó- notalegt. Hið næsta, sem ég man, er það að ég geng um dekkið og fram eftir bátnum. Ég sé, hvar mennirn ir eru að bisa einhverju flikki inn yfir borðstokkinn, einhverri and- skotans druslu. Nú, og hvað skeð- ur? Ég er forvitinn, slæst í hóp- inn með mönnunum og uppgötva mér til mikillar furðu, að þeir eru að draga líkið af sjálfum mér inn yfir borðstokkinn. Svo man ég ekki meira, fyrr en ég ranka við mér niður í bát löngu löngu síðar. — Og þú ert sannfærður um, að þú hafir skilið við? — Mikil lifandis skelfing. Og ég er ekkert einsdæmi. Ég veit ÍÖl að mynda um mann, sem lenti í slysi og lá meðvitundarlaus í tvo sólarhringa. Hann gekk dauð- ur frá slysstað niður í Slysavarð- stofu. Honum datt svona í hug að sjá skrokkinn af sér, þegar hann kæmi til aðgerðar. Fieiri hafa dáið en ég. Þarna sérðu, hvað ein- faldleikinn er mikill. Og ég get sagt þér annað máli mínu til söan- unar. Menn deyja á sérhverri nóttu. Dauðinn er eins og skýr draumur. Þetta er einfaldieiki lífs- ins. Það er bara helvítis hræðslan í fólkinu. Hún er meinvaldurinn. Og svo eru það lærðu mennirnir, sem flækja lífið. — Ertu ekki einum of hvass- yrtur í garð lærðra manna? Það lætur nærri, að þú skellir allri skuldinni á þá. — Hvað heldurðu, að lærður maður segði, ef ég fræddi hann á því, að ég hefði dáið. „Það stend- ur hvergi í mínum bókum, segir hann og hlær að „heimsku" minni. Þórður ygglir sig. — Þetta er meinið. — Ég efast ekki um, Þórður, að þú trúir á Mf eftir dauðann. En heldurðu, að til séu draugar? — Draugar? Undir Jökli er allt morandi í draugum. Á Fróðárheiði eru Ifka draugar, að minnsta kosti tuttugu tegundir af draugum. — Hefurðu séð draug? — Hvort ég hef. Ég get, skal ég þér segja þér, sagt þér sldka sögu. — Er hún mögnuð? — Nei, þetta er meinlaus saga, þó hún fari ef til vill hrottalega með taugakerfið í fínum frúm. Eg sagði hana ásamt fleiri sögum á átthagafélagsgleði, og þær kon- ur, sem voru á þunnum kjólum, náðu sér ekki fyrr en eftir tvo sólarhringa. Svona hljóðar sagan: Ég var eitt sinn á ferð yfir Fróð- árheiði og hafði þungar klyfjar á bafci. Rölti ég áfram lengi dags og var þreyttur orðinn af göng- unni. Loks afréð ég að setjast nið- ur í skjóli af klettum og fá mér vindil. Ekki hef ég setið lengi og púað vindilinn, þegar ég heyri gengið í lynginu spölkorn frá mér. £g lít upp, og stendur þar maður all hrikalegur ásýndum. Er hann illa kalinn í andUti, eyrun bæði af, og sums staðar lafa holdtægjur laus- ar frá hvítri kúpunni. Maður þessi hefur misst vinstri höndina um öxl, og ber hann sundurtættan og 510 T f M l N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.