Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Blaðsíða 10
Tólk hann þá stillilega til oröa og mælti: „Hér koma fram tvær skálar á diski, eitt er fláskál og hitt er krubhudiskur. Fyrir fláskálina þýði ég og merki Þóru litlu, dótt- ur mína, og fyrir krubbudiskinn skil ég og merki séra Jón minn Þorgeirsson. Tek ég svo krubbu- diskinn og helli ofan í fláskálina og óska, að þau megi svo sam- tvinnast og samtengjast“. Góðar fyrirbænir fylgdu for- mála þessum, sem ég hirði ekki um að skýra frá. Var Heligi svo sérlegur í ýmissi athöfn, þótt hann væri vænn maður. Neðanimáls við frásögnina stend- ur: Eiftir handriti Friðriks Egg- erz. ★ Dr. Jón Þorkelsson telur, að tíu aurar hafi jafngilt 35-40 krónum árið 1899, og geta menn af því ráðið, hve margar krónur þessir aurar væru á þessu ári, 1967. Þegar ég var unglingur, heyrði ég gamalt fólk segja þær sögur af Helga tíauraskegg eða mannasætti — en hann var ýmist kallaður — er ég nú segi frá. Söguna um stúlkuna, sem bað Helga hjálpar í hjúskaparmálum, og söguna um reimleikann og gripdeildirnar sagði mér Elín Jónsdóttir í Bjarnarfosskoti, sem var fædd árið 1830 að Moldbrekku í Miklaholtshreppi, en hinar sagn- irnar sagði mér háaldraður maður, sem hét Jón Sæmundsson. Sýslumaður Snæfellinga spurði Helga einu sinni í fjölmenni — að Mkindum á Laugarbrekkuþingi — hvers vegna hann hefði keypt þenn an skeggrétt af san?rfingjum sín- um. Helgi svaraði: „Vilji einhver láta eitthvað gott af sér leiða, verð- ur hann að fá menn til þess að tala við sig, en við einkennilega menn og sérvitringa vilja allir tala, og vegna þess, að ég keypti Skeggréttinn, varð ég einn af þeim“. Helgi átti trúnað allra, er hann þekktu, og oft leituðu ungmenni, bæði kariar og konur, ráða til hanis í vandamálum, fremur en til foreldra sinna og vandamanna, enda var hann talinn ráðlhollur öllum, er til hans leituðu. Á eliárum var Helgi spurður að þvi, hvere vegna unglingar lteit- uðu fremur ráða hans en foreMra sinna og forráðamanna. Þá svaraði Helgi: „Ég gieymi því aldrei, að ég var einu sinni ungur, og ég á- mæli engum“. Einu sinni kom kona til Helga og kvaðst hafa vitni að því, að önnur kona hefði sagt, að ekki væri erfitt hjá henni lífið, þar sem hún hefði tvo menn, og taldi kon- an þessi ummæli mannorðsspjöll og vildi fá bætur fyrir þau og bað Helga að ganga eftir þeim fyrir sig. Helgi spurði: „Féllu orðin þann veg, er þú sagðir frá?“ Konan kvað svo hafa verið. Þá mælti Helgi: „Ekki get ég kallað þau orð mannorðsspjöll, því að þú hefur aðeins tvo menn til þess að þjóna og matbúa handa og getur það ekki erfitt talizt, þar sem sumar konur hafa mörg börn og marga karlmenn til umhirðu og kvarta ekki, en hefði konan sagt, að þú hefðir bæði eiginmann og friðil, væri það stór mannorðsspjöll og verð mikilla bóta.“ Konan lét málið falla niður. Einu sinni var harður vetur und- ir Jökli, svo að fátækir liðu skort. Þá gerðust miklir reimleikar og gripdeildir á Hellnum og Arnar- stapa. Menn leituðu til Helga og báðu hann að ráða bót á vandræðum þessurn. Helgi kvaðst geta /akað eina nótt og athugað reimleikann. Þegar hann hafði vakað eina nótt, var hann spurður, hvort hann hefði orðið var við drauginn. „Bg sá drauginn“, svaraði Helgi. „Hvernig fór á með ýkkur?“ var spurt. „Vel fór á með okikur“, svaraði Helgi. „Ég hýddi hann fyrir að villa á sér heimildir, því að hann var með heitu holdi og rennandi blóði“. „Var ekki þjófurinn og draugur- inn sama persóna?“, var spurt. „Ekki veit ég það, engu sá ég hann stela“, svaraði Helgi, „en ég gaf honum byrði sína úr hjall- inuim mínum í uppbót á flenging- una“. Aldrei fékk neinn að vita, hver þessi maður var, sem lék drauginn. Eftir þetta hættu bæði reimleikar og gripdeildir að Hellnum og Arn- aratapa þann vetur. Einu sinni leitaði ung stúlka hjálpar Helga í hjúskaparmálum. Faðir stúlkunnar heitbatt hana, án hennar vilja, gömlum og rlkum manni, sem var orðlagður nirfill og lítilis metinn, þrátt fyrir auð sinn. Stúlkan bað Helga að kenna sér ráð til þess að komast hjá þessum ráðhag. Helgi þagði langa hríð, síðan mælti hann: „Fatt er tU ráða, en bezt færi á, að brúðgumi hætti við brúðkaup- ið. Bið þú föður þinn, að manns- efni þitt komi til viðtals við þig uim tilhögun brúðkaupsveizlunnar og haga þannig til, að hann verði næturgestur. Þar sem komið er haust og rökkursetur, skaltu, er eldra fólk leggur sig til svefns, hefja upp rödd þína, því sagt er mér, að þú hafir söngrödd góða, og syngja það ljóð, er ég mun kenna þér, svo hátt, að allir inni vakni, en ljóðið er á þessa leið: Gott á ekkja eftir gamlan, rikan hal —en margt verður öldnum að meini —, hún eignast allan auðinn og unigra biðla val •— en margt verður öldnum að meini. Gamlir menn veikjast og falla burt fljótt, — en margt verður öldnum að meini. Því sumir lifa ekki af sína brúð- kaupsnótt — en margt verður öldnum að meini“ Stúlkan fór að ráðum Helga og gamli maðurinn hætti við að kvæn- ast henni. Þegar Helgi var orðinn það las- burða vegna elli, að hann gat hvorki sótt sjó né gengið í fjöru, sat hann úti á mókláfi og horfði á, þegar bátar lentu og menn gerðu að afla sínum. Eitt sinn er menn höfðu lent í Hellnafjöru, sat Helgi að venju úti á kláfi sínum. Þá komu tveir menn hlaupandi úr fjörunni til Helga bónda og voru ósáittir og óðamála, svo Helgi skildi ekki mál þeirra, vel getur verið, að heyrn hanis hafi verið farin að sljóvgast. Helgi bað þá að vera ró- llega og bað annan að segja sér, hvað um væri að vera og tala hægt, svo að hvert orð heyrðist. Ekki var mér sagt, hvernig maðurinn Framhald i bls. 525 514 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.