Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Blaðsíða 9
 Þegar Helgi var orSinn lasburða vegna elli, sat hann oft úti á mókláfi, þegar bátar lentu. — (Teikning þessi er eftir Grétu Berg, dóttur Bergsteins og Margrétar frá Öxnafelli). Frásögur af Helga tíauraskegg Svo er ritað í þjóðisöguini dr. Jóns Þonkelssonar: Helgi hét maður, og var Sigurðs- §on frá Mýrum í Eyrarsveit, Ólafs- gonar. Hann var bóndi við Hellna undir Jökli og var kallaður tíaura- s/keggur. Hafði hann áskilið sér í Bkiptum eftir föður sinn rétt til þess að mega bera jafnsítt og mik- ið skegg sem hann hefði haft, og Stat þann rétt til tíu aura með lafi bróður sínum við skiptin. Ólafur sá drukiknaði 1749. Helgi var vænn maður og gó'ðgjarn og kom mörgu góðu til lags með mönnum, og af því að hann var kunnur að góðgirnd og veitandi, báru menn gjarnan málefni sín undir hann. Það var einhverju sinni, að tveir menn dei'Mu. Þóttist annar hafa farið mjög svo halloka í orðum fyrir hirium og var hinn reiðasti og vildi hefja mál út af því. Geng- ur hann þá til Helga og skýrir honum frá málavöxtum og segir: „Þykir þér það ekki illa mælt, að hann sagði mér að éta skít og fara til hel'vítis?" Helgi tók manninum með hinni mestu stillingu og svaraði: „Að hann sagði þér að éta skít var efcki neitt, því að það gerum vér allir, en að hann sagði þér að fara til helvítis, það var verra, en þó varð það eitthvað að heita, fyrst maðurinn var reiður,“ og taldi Helgi þannig til um fyrir mannin- um, að hann gleymdi mótgerðinni. Helgi var kvongaður og hét kona hans Sigríður Jónasdóttir. Er margt manna frá þeim komið. Ein dóttir þeirra hét Þóra. Hennar beiddi Jón Þorgeirsson, Hellna- prestur frá 1752-1788, dáinn 1794 í Brekkubæ, og gerði Helgi það að álitum. Þá var venja að drekka skálar g mæla fyrir minnum í brúðkaup- om og nú kom þar, að Helgi sikyldi mæla fyrir skál brúðhjónanna, er hún stóð fyrir borðum. HELGA HALLDÓRSDÓTTIR FRÁ DAGVERÐARÁ SKRÁSETTI 513 i TÍMINN- SUNNUDAGSBLAa

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.