Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Blaðsíða 7
blóði drifinn handlegginn í greip hægri handar, reiðir stúfinn tfr liöggs og kveður ógnandi og hásri röddu: (Þórður líkir eftir rómi mannsins, svo drynur í öllu hús- inu að Tjarnarbraut þrjú: Reimt hefur þótt og heiðin há í hörðum byl á móti. í Draugagil hef ég dregið þrjá og drepið á hörðu grjóti. Mér verðúr þegar ljóst, að hér muni draugur vera á ferð og nú sé um tvennt að velja: Að duga eða drepast. Ég tek því út úx mér vindilinn, halla mér makindalega upp að klettaveggnum og kveð á móti draugnum: Ekki skal ég efa það, að atgervi þig styður, en fjórtán drauga ég fræga kvað í freðinn gaddinn niður. Draugnum verður hverft við vís- una og lætur stúfinn falla, en ég þoka mér til undir klettinum, býð draugnum sæti og spyr, hvort hann vilji ekki fá sér vindil. — En þá laumaðist draugurinn á brott og dró stúfinn með jörðu. Svona hrökk hann við, þegar ég svaraði honum. Hann vildi ekki einu sinni vindil, og þó var ég með beztu tegund. — Eru draugar ætíð óvinir lif- andi fólks? — Nei, nei. Það kom fyrir und- ir Jökli, að draugar létu vel að mönnum. Ég get sagt þér eina slíka sögu, en hún er ekki am mig. Ég lærði hana bara einhvern tímann. Eitt sinn, þegar tekin var gröf í kirkjugarði undir Jökli, kom upp lærleggur mikill og óvenju stór. Vinnustúlka á kirkjusetrinu átti leið þarna fram hjá. Rak hún aug- un í legginn og mælti stundarhátt: Ljúft hefur verið að hvíla .neð honum, er hafði legginn þenna milli kviðar og knés. Nú. Nokkru síðar fer stúlkan kvöld eitt út í kirkju að taka nið- ur þvott. Kemur þá á móti henni maður úr kórnum, fölur og grár, leggur hana I faðmlag og kveður: Hortfinn er fagur farfi, forvitin skoðar litinn, drengur í dauða genginn, drós, sérðu hvarminn Ijósa. Hildarplögg voru höggvin, háðum vér valþing áður, kám er á kampi vorum, kysstu mær, ef þig lystir. Stúlkan var feimulaus, og undu þau lengi í kirkjunni, hún og hinn látni. Er mælt, að stúlkunni hafi lítið þótt til lifandi karlmanna koma eftir þá samverustund. —Eru konur léttlyndar undir Jökli? — Mennskar konur eru ekki gæfari en konur í öðrum héruðuon. En álfameyjar og hafdísir verða spólvitlausar, þegar þær sjá Jökl- ara. — Hetfurðu átt vingott við álfa- meyjar? — Frá slíku kjafta ég ekki í ná- vist blaðamanns. — Jæja, Þórður. Ja, ekki vil ég koma á þig slæmu orði. En þú ætlaðir að sýna mér myndirnar þín ar. — Heyrðu, já, ég hef þær hérna frammi í herbergi. Við rísum báðir á fætur og göng um þangað, þar sem Þórður geym- ir málverkin í litlu herbergi. I-Iann sýnir mér myndirnar, eina og eina. — Hún auðkennir myndirnar, þessi grófa áferð. — Já, ég hef sand i grunninum. Hún þykir sérstæð þessi áferð. — Hvar tekurðu sandinn? — Úr Drápuhlíðaitfjalli. Sérðu, hérna er mynd af fjallinu. Næst Snæfellsjökli er þetta merfki- legasta fjail á íslandi. Á einum stað eru tvær skótflustungur niður á gull. — Veiztu, hvar það er? — Vita það nokkrir Jöklarar, þeirra á meðal ég, en við höldum staðnum leyndum. Gullið gæti eyðilagt þjóðina, og hún er nógu gerspillt fyrir. Fylgir og sögunni, að sá, sem taki gull í fjallinu, baki sér ógæfu. Landvættir gæta gúlls- ins. Sérðu, hérna hef ég málað vættirnar á myndina. — Það sér í Snæfellsjökul á flestum myndunum. — Hvít jökulhettan er líka fá- dæma fögur. Þessi mynd þykir mér einna bezt af jöklinum. Og svo segir myndin að auki dálitla sögu. Sko, sérðu hérna, hérna. Sko þetta er ég með riffil að skjóta niður fræðimenn og gagnrýn- endur. Sérðu þennan. Hann er kengboginn. Ég hef kveðið hann svo rösklega í kútinn. Og þessi kemur skríðandi í áttina til mín eins og slanga. Hérna liggja sum- ir dauðir. Og neðst á myndinni eru gagnrýnendur að slást inn- byrðis. Það eru þeir, sem minnst hafa vitið. Þetta er fuglabjarg. Öllum er hulin gáta, hvernig mér hefur tek- izt að ná dritinu svona vel. — Þú átt þín leyndarmál sem listamaður. Ertu hamingjusamur að geta málað? — Já. Það er gaman að geta loksins málað, áður en ég hrekk upp af, jafnvel þó afraksturinn sé sára ómerkilegur. — Vilja fáir kaupa? — Þeir mættu vera fleiri, ef til vill mættu þeir vera fleiri. En ég skal segja þér eitt, og það er það merkilegasta við þetta allt saman. Sko, það eru skáldin og fræðimennirnir, sem keypt hafa myndir eftir mig. Ég ætla bara að nefna tvo menn. Annar þeirra er Indverji, Gopal Kris/hna Menon. Hann er að endurbæta rafeinda- heila í Ameríku. Hann kemur stundum hingað til íslands. Hann á tvö málverk eftir mig, annað af Jöklinum, og hann heldur mikið upp á þau bæði. Hinn, sem ég ætla að nefna þér, er Sven Janson, sænskur rúnafræð ingur, víðkunnur vísindamaður. Hann á málverk eftir mig, og það hangir á bezta stað í stofunni hjá honum. Ha? Sko, það er þessi mannteg- und, sem hefur yndi af málverk- um eftir grófgerðan Jöklara. Mað- ur, sem fylgt hefur kónginum til og frá um heiminn í rúnalestri. Og maður eins og þú. — Ég? — Já, þú ert óvenju greindur af manni á þínum aldri. — Nei, heyrðu. .. — Þú hugsar mikið og getur orðið nýtur þegn, ef þú eyðilegg- ur þig ekki á helvítis óreglu eins og aðrir. En það er bara þetta. Ég veit, að þú hefur gaman af mynd- um eftir mig. Það er þessi tegund af mönnum. — Fékkstu snemma löngun til að móta eitthvað? — Ég bjó til tröll og gaf þau börnum, þegar ég var strákur. — Hefurðu aldrei lært í list- um? — Jú, ég lærði á bak við tjöld- in, en ég vildi ekki segja blaða- mönnum frá því, þegar ég hélt fyrstu sýninguna. Eg fór öfugt að T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ 511

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.