Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Side 5
vænt um, er ferðamennirpir kqma,
en ekki síður ánægjuliegt, er Iþeir
fara.
Mjög getur skipt í tvö horn um
veðurlag á Sarkey, og logn er þar
sjaldan framur en á öðrum eyjum
úti í haífsauga. í stormum getur
verið ógurlegt brim við eyna, ef
svo hagar vindátt, en gróður er
þar víða fagur og blómstóð mikið,
þótt mikið sé um nakta ketta.
Kanínumergð er mikil á eynni og
Veldur verulegu tjóni. Bifreiðar
mega ekki þangað koma, og verð-
ur hafnvel Rauði ‘kross eyjarinnar
að sætta sig við hestvagn.
Elzta byggingin á eynni eru
kirkja og dálítill kastali, sem fyrsti
lénsherran lét reisa þar. Þar er
jafnan bústaður eyjarherrans eða
eyjarfrúarinnar. Þar er móttökusal
ur með opnum arni og gömluim
og fallegum húsbúnaði og pos'tu-
línsgripum, og loftlistar og stiga-
handrið mjög skreytt. Kastalabúar
fá tíund af allri uppskeru eftir
miðjan júlímánuð, og njóta þar á
otfan forréttinda. Samkvæmt til-
skipun frá árinu 1689 má til dæm-
is hvergi vera tík á eynni nema í
kastalanum, og var þetta tekið í
lög sökum þess, að þá hrjáði hunda
stóð mikið eyna og gerði u-sla í
sauðfénaði bænda. Hundastóðinu
var síðan útrýmt, en lénsherrann
í kastalanum og eftirmenn ólu upp
hæfilega mikið af hundum handa
bændum gegn nokkurri þóknun.
Tík síðustu eyjarfrúarinnar var
drifhvítur kelturakki.
Tveir skólar eru á eyrtni —
barnaskóli og unglingaskóli. Kenn-
arar eru þó einungis tveir, enda
að jafnaði innan við tuttugu nem-
endur í hvorum skóla. Börnin eru
hlýðin og auðsveip, og unglingarn-
ir gæflyndir og þekkist ekki, að
þeir geri neinn óskunda. Aðeins
einu sinni hefur komið upp dálít-
ið vandamál, en nú eru mörg ár
liðin síðan. Þetta hlauzt af því, að
á land rak mikið af frönsku rauð-
víni. Reki allur er raunar eign
kastalabúa, en í þetta skipti brá
svo við, að eyjaskeggjar, sem
eru allra manna löghlýðnastir,
virtu lögin að vettugi. í heila vi'ku
var ekki snert á verki að kalla, og
fæst barnanna komu í skólann. En
sum þeirra, sem þó komu, voru
þannig á sig komin, að ekki var
til neins að hefja kennslu. Af
rælni höfðu þau líka sopið á rauð
víninu franska.
Vegurinn milli sySri og nyrSri hluta Sarkeyjar.
ara að afla fjármuna með þvi að
snúast í kringum ferðamennina og
selja þeim greiða en rækta jörð-
ina. Fjöldamargir leigja sumargest-
um herbergi í húsi sínu, og sum-
ir hafa breytt gripahúsum í kaffi-
stofur og vínkrár, þar sem gestir
geta skotið af boga á skildi upp
á veggjum á milli staupa gegn
hæfilegu gjaldi. Það er þessi ferða-
mannastraumur, sem veldur því,
hve miklar eru tolltekjurnar af
tóbaki og áfengi. Gestirnir evu frá
mörgum löndum, en þó tala flest-
ir ensku eða frönsku. En margar
tungur aðrar heyrast, þar á meðai
mál það, sem margir Normandí-
búar tala sín á milli og fárra færi
er að skilja.
Samt er búskapurinn enn tals-
vert stundaður, og það kvað vera
sammæli Sarkeyinga, að þeim þyki
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
533