Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Page 8
Skeggjastöðum, og kom þeim Tryggva saman um, að eina vonin væri að lenda þar, þótt örðugt væri að finna staðinn í náttmyrkri. Var nú látið reka og smáþokast nær landi. Þegar bátinn hafði rekíð þrjá eða fjóra kílómetra, var þessi litla vík aftur undan. Var bátur- inn látinn nálgast land eins og við varð komið, og loks bar alda hann aftur á bak svo langt upp í slétt- an sandinn, að fólkið gat stokkið á land. Þannig lauk þessari háska ferð, sem staðið hafði á fjórða klukkutíma, þótt ekki væri nema tæpra tveggja tíma ferð alla leið í Brekku í góðu veðri. Var það talið nálgast kraftavertf, að ekk- ert slys varð á mönnum og bátur- inn laskaðist lítið sem ekkert. En miklir heyskaðar urðu í þessu veðri, sérstaklega í Fljótsdal, enda hið versta veður, sem menn töldu sig muna. Heyrði ég oft talað um það í ofsaveðrum, að þetta nálg- aðist brúarvígsluveðrið. En aldrei kom þó eins vont veður né verra. Mér finnst það glöggt dæmi um það, hve Austurland var einangr- að frá öðrum landshlutum og litið smáum augum á allt, sem þar gerð- ist, að í Öldinni okkar, þar sem vera á yfirlit yfir helztu viðburði í þróunarsögu landsins, er ekki eytt einum staf á Austurland þetta ár. í þess stað er frá því sagt, að hæna í Reykjavík beið bana af voða skoti (púðurkerlingu) og að Kína- lífs-elixír fékkst þar í verzlunum. Sama ár og Lagarfljótsbrúin var vígð, voru vígðar brýr yfir Sogið og Jökulsá í Axarfirði, og er þeirra beggja getið og birtar af þeim myndir. Ég held því hiklaust fram, að þessar samgöngubætur á Austur landi — Fagradaisvegurinn, Lagar- fljótsbrúin og vélbáturinn á Lagar- fljóti (Lagarfljótsormurinn) — eigi sér enga hliðstæðu á þessum árum: Allt í einu fellur niður allur klyfja- burður, og tekið er að flytja vör- urnar á vögnum og vélbát sjötíu kíiómetra langan veg. Ég skal svo að endingu geta þess, að ég hef ekki farið ömurlegri ferð en þessa nótt, er við bræður rið- um upp með Lagarfljóti í myrkri og ofviðri, sannfærðir um, að bát- urinn hefði farizt með foreldrum okkar og fjórum systkinum og fjölda frændfólks, vina og nágranna. ORKUVERIÐ VIÐ ST. MALÓ Sú var tíðin, að íslendingar hefðu kannazt við bæ þann á Breta skaga, sem nefndur er St. Mala Þaðan voru margar af skútunum, sem komu ár hvert á íslandsmið. Fiskikarlar frá St. Malo sóttu vatn í gömlu vatnspóstana í Reykjavík þegar skútur þeirra komu hér til hafnar, og vafalaust hafa margir þeirra átt íslenzka kunningja i Dýrafirði og Fáskrúðsfirði, þai sem samskiptin urðu svo mikil að af þeim fæddist sérstakt tungu- mól, sem hvergi var notað annars staðar í heiminum. Og ekki fyrir það að synja, að bein einhverra, sem heimilisfang áttu í St. Malo, hvíli í franska grafreitnum í Fá- skrúðsfirði. St. Malo er við flóa þann, sem skerst inn í Frakklandsströnd frá sunnanverðu Ermarsundi, norðan við Bretaskaga. Land er þar flatt, og áin Rances rennur til sjávar, lygn og breið. St. Malo er við ár- ósinn að norðan, en sunnan við hann, gengt St. Malo, er smábær, sem heitir Dinard. 536 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.