Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Side 9
Stíflan, sem var gerS þvert um mynni Rancesfljóts er líkust breiSum byrSingi aS lögun. St. Malo er gamall bær og um- hverfis hann hringlaga múrar, leif ar gamalla víggirðinga. Við Atlants hafsströndina er baðstaður með ný tízkusniði. Árið 1961 var hafin þ<rna bygg- ing mesta sjávarfallaorkuvers í heimi, og hefur til þess verið varið sem næst fjórum milljörðum króna. Það er í mynni Rancesfljóts. Milli nesoddanna Briantes og Brebis er fljótið þrír fjórðu úr kílómetra á breidd. Þarna hefur fljótið verið stíflað, gerðar flóð- gáttir miklar og traustar og vatns- hverflum komið fyrir. Kostnaður- inn við þetta orkuver en miklu minni en við byggingu kjarnorku- vers, sem skilaði viðlíka orku, og það er talið verða samkeppnisfært við orkuver, sem byggð eru við fallvötn. Aðdráttarafl tunglsins veldur flóði og fjöru sem kunnugt er, en sól og snúningur jarðar hafa einnig nokkur áhrif. Breytilegt er, hve flóðbylgjan rís hátt, og kemur þar til greina, hversu ströndinni og hafsbotninum er háttað og hvern- ig af sér stendur um aðdráttar- afl tungls og sólar, auk nokkurra annarra íatriða. Við strendur Sví- þjóðar er til dæmis lítill munur flóðs og fjöru, en við austurströnd Kanada getur þessi munur orðið tuttugu metrar eða jafnvel öllu betur, þegar stórstreymt er. Ef sjávarföllin væru virkjuð til nokkurrar fullnustu, fengist með þeim hætti miklu meiri orka en býr í öllum fallvötnum jarðar. En þetta kemur þó að litlu haldi, því að tiltölulega óvíða hagar svo til, að það borgi sig að virkja sjávar- föll' með þeirri tækni, sem mönn- um er nú tiltæk. Þarna á Frakklandsströnd eru staðhættir þó slíkir að virkjun sjávarfalla er ekki einungis hugsan leg, heldur jafnvel álitleg. í mynni Rancesfljóts er meðal munur flóðs og fjöru rúmlega hálfur sjöundi metri, en verður í stórstraum hálf- ur fjórtándi metri. Farvegur fljóbs ins er með þeim hætti, að mikið magn sjávar streymir upp í hann um flóð. Nú getur orkuver, sem háð er sjávarföllum, ekki framleitt raf- magn jafnstöðugt og aðrar aflstöðv ar, og þar að auki berst vatnið að úr tveim áttum, eftir því hvort er aðfall eða útfall. Þess vegna verð- ur vélbúnaður að vera með alveg sérstökum hætti, og er orka sú, sem fæst um nætur, þegar raforku þörf er miklu minni én að deg- inum, notuð til þess að dæla sjón- um út eða inn, eftir því hvernig háttar fallstraumi. Með Iþeim hættl er stuðlað að betri nýtingu og meiri og jafnari afköstum. Þegar á elleftu öld, fáum áratug- um eftir að Sæmundur fróði var í Svartaskóla, var byrjað að nota sjávarföll á þessum slóðum til þess að knýja kvarnir og myllur, en það var fyrst á þessari öld, að menn fóru að fhuga aðferðir til þess að beizla fallstraumana til meiri nota. Urðu þeir brábt marg- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 537

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.