Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Side 18
stuggur af heimkomu gamla bónd-
ans. Það var fyrst og fremst tengda
sonur sjálfs Zarlásar og svo bróð-
ir hans og síðan þeir, sem gerzt
höfðu sekir um meinsæri. Við upp-
töku málsins hafði komið upp úr
'kafinu, að tengdasonurinn hafði
fengið þá meinlöku í höfuðið fyrir
fimm árum, að Maniátis, sem
hreykti sér í einkennisbúningi lög-
relgumanna, gerði sér orðið nokk-
uð títt um konu hans. Enginn gat
sefað afbrýðissemi hans, og þar
stoðuðu hvorki heit tár konu hans
né þver neitun. Þess vegna hafði
tengdasonurinn fengið bróður sinn
í lið með sér, legið fyrir Maniátis
og ráðið hann af dögum. Bræðurn-
ir fengu síðan vitni sín til þess að
bera vitni þeim í hag. Zarlás karl-
inn mátti koðna niður innan fang-
elsismúranna, sekur fundinn um
þann glæp, sem þessir tveir ungu
menn höfðu drýgt. En nú hafði
hann verið sýknaður, og sökudólg-
arnir voru sjálfir sóttir til saka.
Dóttir Zarlásar varpaði sér í
fang bónda sinum, er hún heyrði,
hvernig málin höfðu snúizt.
„Þeir taka þig frá mér!“ kvein-
aði hún og mundi ekki einu sinni
eftir föður sínum, sem naut þess,
að fólk hópaðist brosandi kring-
um hann.
Zarlás langaði til þess, að dóttir
hans stryki honum um kinnina,
kyssti hann á vangann og segði
við hann hlýlegt orð. En hún hékk
grátandi um hálsinn á manni sín-
um og hallaði úfnu höfðinu að
harðri og sinaberri öxl hans.
„Hann er auðvitað eiginmaður
hennar fyrir guði og mönnum,“
sagði Zarlás. „Ég verð að biða.
Hún man eftir mér seinna.“
En tíminn leið, og dóttir hans
sýndi honum aldrei neina blíðu.
Ilún forðaðist að verða á vegi
hans heima fyrir, köld eins og
snær á fjallstindi, og þegar þau
sátu við matborðið, starði hún þegj
andi fram fyrir sig. Zarlási varð
hverft við I hvert skipti, sem augu
þeirra mættust, og höndin, sem
hélt um skeiðina, stöðvaðist mitt
á milli disks og munns. Honum
fannst augu hennar öll orðin jafn-
dökk og augasteinarnir.
„Hvað gengur að þér, stúlka?“
spurði hann.
„Hvernig getur þú ...?
En meira sagði hún ekki. Hún
hratt diskinum reiðilega frá sér
og hljóp inn í herbergi sitt. Þar
fleygði hún sér endilangri upp i
hjónarúmið, reif til sín langan
koddann og nísti hann í fangi sér
með stunum og snorki. Síðan bylti
hún sér í rúminu og barði kreppt-
um hnefum í undirsængina.
Hún var blóðrík kona og sterk-
lega vaxin eins og hún væri höggv-
in úr stofni aspar. Hörund hennar
var líkt á litinn og sviðin jörð á
heitum sumardegi, þyrst í regn.
Og eins og sólin sveið jörðina,
þannig fann hún einnig líkáma
sinn tærast í loga. Ekkert gat gef-
ið henni nýtt líf nema svalandi
buna lifandi vatns. í leynum hug-
ans vissi hún, að maðurinn var
henni það, sem rengið er jörðinnii
Og nú hafði fangelsið rænt hon-
um frá henni. Var kannski ekki
ofbeldisverkið, sem hann drýgði,
ávöxtur af þrótti, sem kom eins og
steypiregn yfir eyðimörkina og
gæddi hana nýju lífi?
„Ég er ekkja, sem á mann á
lífi,“ hreytti hún út úr sér og
hvessti augun á föður sinn.
Og augu hennar urðu þeim mun
heiftarlegri, er hún leit á föður
sinn, sem lengri tíimi leið:
„Hvers vegna slepptu þeir þér,
gömlum karlskrattanum, og tóku
manninn minn frá mér?“
Loks fór sé hugsun að hvarfla
að Zarlási, að hann bæri ábyrgð
á því, að dóttir hans missti mann
sinn og þornaði og mornaði á
heimili, þar sem karlmanninn vant
aði. Hann hafði þá fengið frelsi til
þess eins að baka dóttur sinni sorg.
Þar var vitaskuld sjálfselska, sem
hafði knúið hann til þess að leita
uppreisnar í augum heims-
ins. Hvað var það annars, sem kenn
arinn, samfangi hans, hafði verið
að segja honum? „Það er ekki
verst að vera talinn glæpamaður
— hundrað sinnum verra er að
vita sekt sína.“ Og nú fyrst rann
upp fyrir honum, að hann hafði
fyrirgert lífi annars manns, lagt
heimili hans í rústir. í hvert skipti
sem hann fann augu dóttur sinnar
hvíla á sér, óskaði hann þess, að
hann væri kominn aftur í fangels-
ið, og þar kom, að hann vissi ekki
lengur sitt rjúkandi ráð.
Dag nokkurn afréð dóttirin að
leggja land undir fót, halda til eyj-
arinnar Egína og vitja manns síns
í fangelsinu. En örvænting henn-
ar færðist i aukana við þessa sam-
fundi. Að faðma manninn — það
var eins og að steypa olíu yfir gló-
andi kolabing. Hún gat ekki leng-
ur hamið sig: Hún slengdi því
framan í hann, að hann ætti sðk
á því, hvernig hún visnaði og tærð- *
ist.
Zarlás bugaðist við þessar mis-
kunnarlausu ásakanir. Hann reyndi
að leita sér styrks í trúnnl. Hann
söng hástöfum við messur og hét
því að reisa litla kapellu á hæð-
inni utan við þorpið. Hann tók að
bera saman grjót og raða steinum
í vegg, einum af öðrum. En skyndi-
lega gafst hann upp. Auðmýkt
hans og undirgefni við örlög sin
kveikti sektarkennd í brjósti
þeirra, sem borið höfðu ljúgvitni
í máli. hans, og Zarlás veitti því
athygli, að þeir voru farnir að
leggja lykkju á leið sína, svo að
þeir mættu honum ekki á förnum
vegi. Honurn sárnaði þetta. Hann
gat ekki átt lengur heima í þorp-
inu.
Hlýja sumarnótt læddist hann
hljóðlega út úr húsi sínu og hvarf
í myrkrið.
Klukkustundum saman reikaði
Zarlás fram og aftur um Parna-
sosshlíðar. Við ljósaskiptin næsta
dag áttaði hann sig á því, að hann
var kominn i grennd við Delfí.
Hann hneig niður örþreyttur milli
tveggja marmaradranga, um bil er
myrkrið datt á. Þó gat hann ekki
sofnað. Hugur hans var bundinn
við árin fimm, er hann var í fang-
elsinu, og nú fannst honum þau
ekki lengur jafnhræðilega löng og
áður. Hann hugsaði líka um sam-
fanga sinn, kennarann. Hér, ein-
mitt hér, hafði það staðið — must-
erið, sem konungssonurinn frá
Mýkene vitjaði til þess að leita ráða
hjá guðunum. Hér hafði véfréttin
veitt honum svar.
Hvers vegna gat ebki hraknings-
maður eins og hann heyrt raust
guðanna og fengið að vita, hvað
hann átti að gera til þess að sefa
samvizku sína?
Hvers vegna? hugsaði Zarlás.
Enginn svaraði honum, ekkert
hljóð rauf þögnina, sem færzt
hafði yfir hinn gamla helgidóm
Apollós með myrkri næturinnar.
Nálægt miðnætti hófu tveir ernir
sig skyndilega til flugs úr klett-
um Kastalíu með hvellum skrækj-
um og svifu lengi á hreyfingarlaus-
um vængjum yfir rústum hinnar
fornu byggingar: Zarlás var sfceif-
ingu lostinn. Þeir gátu steypt sér
yfir hann, þegar minnst varði. En
svo skildi hann, hve heimskulegt
það var að óttast ernina — lífið
Framhald S 550. síSu.
546
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ