Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Side 20
kvæmlega. En sú er saga Espólíns, að Guðmundur hafi verið sendur í Frúarskóla í Kaupmannahöfn fimmtán vetra gamall. Þá var ófrið- ur með þeim Karli Gústaf Svía- konungi og Friðriki III. Féll Guð- mundur í hendur Svíum, en Danir hertóku aftur nokkru síðar skip það, er hann var á. Lenti Guð- mundur í herþjónustu, enda átti hann fárra kosta völ, allslaus hrakningspiltur. Seinna varð hann sveinn einhvers Dana, en er talinn hafa komizt í þjónustu Soffíu Amalíu drottningar árið 1666. Greiddi það veg Guðmundar, að hann var hinn mesti hlaupa- gikkur, en höfðingjasiður að láta fótfráa menn hlaupa með vögnum sínum. Þeir, sem af báru að létt- 'leika og þoli, voru eftirsóttir, en drottning sundurgerðarkona mikil og ör í lund. Reyfaralegar frásagnir eru af því, hve drottning hafi gert vel við Guðmund, og fylgir það með að Guðmundur hafi siglt út hing- að og komið að Hjaltastað með hökul, er drottning gaf þangað, og iulið um sinn fyrir foreldrum sín- um, hver hann var, líkt Rask fyrir séra Árni Helgasyni, þegar hann kom að Reynivöllum í Kjós. Ber frásögnin af íslandsför Guðmund- ar mikinn þjóðsagnakeim eins og fleira, sem af honum er sagt í ár- bókum Espólíns. Enn segir Jón Espólín, að Guð- mundur hafi fengið bréf fyrir Borgarfjarðarsýslu árið 1674, er Bauka-Jón fékk vonarbréf upp á biskupstign á Hólum, en drottning þykkzt við, er hún fregnaði þetta, og Guðmundur eigi þorað annað en falla frá því. Telur Espólín, að hún hafi þá gefið honum eina af hinum þýzku þernum sínum að konu og gert hann að fógeta sín- um eða ráðsmanni á Lálandi, en eyjar ýmsar í Danmörku höfðu drottningar sér til uppihalds, er þær voru orðnar ekkjur. Aðrar heimildir herma, að Guðmundur hafi fengið þernuna þýzku og fó- getastarfið á Lálandi, er honum fór að þyngjast fótur, svo að hann gat ekki lengur hlaupið á við hesta drottningar. Harðdrægur þótti Guðmundur við bændur á Lálandi, og þyngdi hann á þeim kvaðir. Kærðu bæod- ur hann, en Guðmundur hrósaði sigri að því sinni. En þegar mál hans var tekið upp að nýju, kreppti svo að honum, að hann missti emb- ætti sitt. Á þetta að hafa gerzt ár- ið 1685, en’þá lézt Soffía Amalía drottning. Gumar Espólín af því, að Guðmundur hafi verið ritari góður, og lætur þess getið, að fund- izt hafi drottningarbréf, er þekkja mátti, að hann hafði skrifað. Virð- ist Espólín hér tæpa á orðrómi um skjalafals, og segir berum orðum, að „eitthvað það hafi verið í efn- um“, að Guðmundur taldi ekki fýsilegt að dveljast lengur í Dan- mörku. Fór hann suður á Þýzka- land, þar sem hann átti mág, og nefna sumir til Hamborg, en aðrir Þéttmerski eða Lukkuborg. Sumir ætla þó að hann hafi far- ið til tengdasonar síns, og tvær dætur átti hann með hinni þýzku konu sinni. Auk þess, sem hér hefur verið sagt um Guðmund, er svo hermt, að hann hafi verið maður skáld- mæltur og snúið Passíusálm- um Hallgríms Péturssonar á þýzka tungu. Eftir þetta er í rauninni ekkert vitað um ævi Guðmundar. Hafa sumir reyndar talið hann andaðan fyrir dauða drottningar, en í ann- arri heimild er svo að sjá, að hann hafi verið á lífi árið 1688. Harla er hæpin sú getgáta Val- týs Guðmundssonar, að það hafi verið Guðmundur Guðmundsson, sem stjórnari hersveitinni, sem braut Hyeres undir sig árið 1707. Hefur hann þá verið orðinn nær hálfsjötugur, ef Jón Espólín fer rétt með aldur hans, og frekar ó- sennilegt, að hann hafi hafizt til herforingjatignar suður í löndum upp úr miðjum áldri. Verða engar líkur að því leiddar, hver sá hinn íslenzki fyrirliði, herflokksins í Hyeres var. íslendingar flæktust ó- trúlega víða um lönd á seytjándu öld, bæði karlar og konur, og má þar minnast hinpar nafnlausu, ís- lenzku konu, sem varð á vegi séra Ólafs Egilssonar úr Vestmannaeyj- um í Marseille,,er hann var á leið úr Barbaríinu til Danmerkur. ís- lendingar voj-u og oftar herteknir en árið 1627, bæði af Spánverjum og öðrum fleiri,. er hremmdu skip á hafi úti, og einmitt maður, sem í slíkum ævintýrum lenti, var öðr- um líklegri til þess að leggjast í víking eða hernað og ganga á mála hjá fyrstum suður í álfu. Getur það því eins vel hafa verið alger- lega óþekktur maður, sem undar- Ieg örlög skoluðu á land á fjar- lægum slóðum, er var fyrirliði í Hyeres, ef Bronard segir rétt frá þjóðerni hans, og má þar minnast ævi Jóns vestmanns, sonar séra Jóns Þorsteinssonar í Vestmanna- eyjum, er var um skeið sjóræn- ingjaforingi, að því er sagnir herma. Cora Sandel lætur eina sögu- hetju sína segja eitthvað á þessa leið: „Maður kýs sér ekki örlög, frekar en maður kýs sér konu og börn.“ Það sannaðist á mörgum ís- lendingum, sem bylgjur óvæntra atvika báru á löngum liðnum öld- um um lönd og höf, að þeir kusu s^r ekki örlög. Atvikin ákvörðuðu þeim þau. Sumir uxu af þeim aðr- ir möluðust og fergðust undir þeitn. Flestir hurfu þeir með sögu sína í myrkt djúp gleymskunnar. Páskabylurinn — Framhald af 539. síðu. stærstar. Þetta gekk vel, ég fann þær stækka, og loksins kom ég að holunni, þar sem þeir höfðu graf- ið sig niður að dyrunum inn í hús- ið. Þá var mér borgið. Þetta veður hélzt allan þennan dag, og þann næsta var jafnhvasst, en minni ofanhríðin, svo að nú sást, hvar hæðir stóðu upp úr. Þá lögðum -við af stað til að leita uppi útigönguhestana, og fundum við þá flesta inni hjá Tindhól. Voru þeir mjóslegnir orðnir og ákaflega fannbarðir. Við rákum þá heim, og var þeim gefið, þar sem eitthvert skjól fannst, svo að heyið fyki ekki allt burtu frá þeim. Inn í hús var ekki hægt að láta þá. Þau voru engin til umfram þau, sem í notk- un voru. Hrossin voru svo höfð þarna heima við, unz veðrinu slot- aði alveg. Þá voru þau rekin á sína fyrri haga, enda ekkert illa í holdum. Þetta páskaveður kom mikið fyrr á Norður- og Vesturlandi yfirieitt. Mun veðrið hafa skollið á víða á laugardag, og sums staðar iafnvel snemma þann dag. í almanaki Þjóðvinafélagsins stendur undir árferði á íslandi 1917: „Laugardaginn fyrir páska, 7. apríl, gerði aftaka stórhríð með miklu frosti, og varð í því veðri bæði manntjón, fjárskaðar og skipa tjón.“ 546 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.