Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 21
Jörðin var nýkomin af verkstæði ihöfundarins mikla. Lífvana og auð valt hún látlaust hringbraut eína um blágeiminn ómælisdjúpa. Hún var fullþroska, en átti þó ekkert afkvæmi. Engin líívera hjúfraði sig við brjóst hennar. Eng inn minnsti gróður dró úr hrika- svip grágrýtisins bera. Vötnin, höfin miklu, straumharðar ár og hvítfyssandi, voru hið eina, sem rauf þögn berangursins, að ó- gleymdum storminum, er lék um klungur og hvilftir, sem nú eru fjöll og dalir, með öllum þeim margbreytileik, sem enn þekkist, og sóiinni, sem leiddi storminn um alla jörðina, og lét hann safna í sig raka, og dreifa honum á víxl, með stakri nákvæmni og vöndun, eins og væri hann garðyrkjumað- ur, er með alúð og óþreytandi elju annast blómreitinn sinn. En nú var runninn upp sá dag- ur, að hér skyldi breyting á verða. Drottinn hafði ekki sent þetta barn sitt út í geiminn til einskis, til látlausrar baráttu við eld og ís, eða til eilífrar auðnar, sem engu sinnti. „Hvert ykkar“ mælti drottinn, til hinna dásamlegu engilbarna, sem þjóna við hástól almættisins. „Hvert ykkar vill hverfa til jarðar- innar, hins nýja hnattar, og kveikja þar líf, klæða berangur- urinn með aðstoð vatns og sólar, unz hinni mestu fullkomnun er náð“. „Ég“, hrópuðu engilbörnm hvert í kapp við annað og lyftu Ijómandi ásjónum og brosmild- um gegn drottni, lífgjafa sínum og verndara. „Farið þá og skoðiS hið ný.,» land og gætið þess vel, hvers þið þunfið með og hvað þið megið á ykkur leggja til þess að verkið geti tekizt“. Og engilbörnin flykktust burtu eins og gáskafull, saklaus ung- menni, þrungin ofurhug hins nýja stórvirkis. En þau komu bráðlega altur, hljóðlega og mædd. Drupu flest höfði, og ekkert mælti orð. Drottinn brosti. Hann, sem skil- ur innstu og duldustu þrá hins fjölþætta sólarlífs, vissi þegar, að ekkert þeirra hafði kjark né full- komið áræði til hins nýja land- náms og torvelda. En það sem á vantaði, þurfti hann að vekja, því að með fúsum vilja og fúllum hug skyldi starfið hafið. Með því einu móti var það tryggt, að það mis- tækist ekki. „Þið eruð þá komin öll“, mælti drottinn, er hann hafði virt fyrir sér hópinn örlitla stund. „Leizt ykkur ekki vel á nýja heim- kynnið“? Nú litu engilbörnin upp. Tár- vot augu lýstu vonbrigðunum sáru. „Ó herra! Þú sem þekkir allt. Þú veizt, að við getum þetta ekki“, andvarpaði eitthvert þeirra. „Nei, börnin mín. Þar skjátlast ykkur“, mælti drottinn. „Þið get- ið þetta hvert sem er, verið viss“. „Ó eilífi miskunnsemdanna herra“, sagði þá sá engill, sem gerðist málsvari hinna. „Hvernig eigum við að skipta á gnægðum paradisar og hrjóstraklungri þessu, sem engu lífi tekur án stríðs og harmkvæla. Bið okkur einhvers annars, þú veizt, að við viljum vinna fyrir þig og með þér, margt og mikið. En þessa treystir enginn sér til.“ „Enginn“ endurtók drottinn, og hljómsterka hreimfagra röddin enduromaði í víðáttunni miklu. „Enginn, enginn“, heyrðist í öllum áttum, „Enginn“. En þá var !^y»riíL2 uaminn. Ein engilvera fa{ sig fram. fjáchrein og fögnir sveif búíi að ftástóli Irottins. „Ég skal fara herra. Ég skal verða líf hins nýja hnattar. Ég vil leggja alit í sölurnar, til þess að allt nái þar sem mestum þroska og fari sem bezt“. „Gullfagra barn“, mælti drott- inn. „Hjarta þitt skilur hið mikla starf, og þó ertu reiðubúin. Ég tek fagnandi boði þínu. Hvað er það sem þú býðst til að gera? Þú ætlar ekki að fara með lífkorn til jarðarinnar og gróðursetja það og verða svo ljósmóðir lífsins og fóstra. Gjöf þín er miklu dýrari en það. Ég veit allar hugsanir þínar og ráð barnið mitt. En lýs áformi þínu samt fyrir systkinum þínum og flyt bæn þína 1 heyr- anda hljóði, svo að þau skilji að fullnustu mikilvægi ætlunarverks þíns, og vænti fagnandi sigurlok- anna“. Og giófagra engilveran flutti mál sitt með þessum orðum: Ég ætia sjálf að gerast líf hnattarins nýja. í hafinu hefst starf mitt. Sem ósýnileg smæð, er ekkert man fortilveru sína. Þannig verð- ur frumlíf jarðarinnar. Um annað meira er ekki að tala. En óróinn, sem aldrei unir fyllilega því sem er, en þráir stöðugt meira og betra og reynir að öðlast það, er eilí.fð- arneistinn, sem ég byggi von mína á. Ég mun biðja drottin að láta hann vaka i lífinu frá fyrsta degi, og lýsa því upp úr dimmu frum- verunnar, til þeirrar fullkomn- unar, sem er ekki síðri því, er við reynum hér við hástól drott- ins. Og þá kom bænin: Engilveran kraup við fótskör skaparans, fórnaði höndum og bað af öllum mætti lífs síns: „Ö þú heilagi, alvitri andi, góði guð. Þú sem þekkir bænir sólarinnar, áður en hún skynjar þær sjálf að fullu. Þú sem einn skilur og veizt, hvað öllum hentar, þú sem stýrir heims byggðinni, urmul sólhverfa og iífi þeirra, að einu ákveðnu eilífðar- marki. Haltu 1 hönd á mér alltaf, alltaf, alltaf. Þá er allt fengið, aWt“, Og drottinn vafði engilbarnið örmum og blessaði það. „Allt sern þú hefur beðið um og mælt á þessari stundu, blessuð lífveran fagra, það skal rætast“, sagði hann. „Ég skal alltaf vera með þér. Tvö öfl skulu togast á í lífi hverr- ar einustu veru, sem til þín telst. Aanað sú bjargfasta trú hverrar eintvtu tegundar, að hún sé full- Bjarni Þorstemsson: FRUMLÍF JARDAR TÍliUNN - SUNNUDAGSBLAÐ 549

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.