Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Side 5
sem umboð heíur heilagrar Skarðs kirkju eða hans umlboðmanni full- an og allan reikningsskap.“ Séra Jón Egilsson nefnir tvær dætur Eiríks, Ingibjörgu og Ragnheiði. Ingibjörg giftist Jóni ólafssyni í Klofa og síðar Ormi Jónssyni. Ragnheiður var þrígift, fyrst Þorsteini Helgasyni á Reyni í Mýrdal, þá Magnúsi Jónssyni á Krossi í Landeyjum og síðast Eyj ólfi Einarssyni, lögmanni í Dal undir Eyjafjöllum. Auk þessara tveggja dætra, sem séra Jón nefnir, virðist Eiríkur hafa átt einn son, Hinn 18. júní Stóri-Klofi í Landsveit. 1457 var gerður í Kloía próventu- samningur Böðvars Eiríkssonar við Jón Ólafsson. Handlagði Böðvar Jóni hálfa jörðina Þrándarholt, sem liggur í Núpssókn í Árnes- þingi, til ævinlegrar eignar, en á móti áskildi Böðvar sér ævin- legt framfæri og borðhald sæmi- legt heima í Klofa og þjónustu, sem dandimanni ber að hafa í sinni próventu, og þar til vaðmál til vosklæða og skæði, sem hann þarfnast, og skyrtuléreft upp á hvert ár. „Skyldi fyrrnefnd- ur Böðvar fá sér sjálfur sæng og kistu, en Jón Ólafsson skyldi halda sænginni upp til vaðmála, en fallin sængin og kistan Jóni til erfðar eftir Böðvar látinn.“ „Var þessi gjörningur gjörður með upplagi og samþykki Ingi bjargar Eiríksdóttur, kvinnu Jóns Ólafssonar, en ef Jóns Ólafs- sonar missir við og á hann ekki skilgetið barn eftir með Ingi- björgu kvinnu sinni, þá skyldi hún eiga áðurgreinda jörð til ævilegr- ar eignar og Böðvar Eiríksson hjá henni til framfæris eftir öll- um þeim skildaga, sem þetta bréf- ið útvísar.“ Ef svo er, sem líklegt sýnist, að Böðvar þessi sé sonur Eirí.ks Krákssonar, hefur hann ekki ver- ið gamall maður, er þessi samn- ingur var gerður, og má ætla, að líkamlegur krankleiki hafi valdið því, að hann gerðist próventumað- ur hjá Jóni, mági sínum. II. Jón Ólafsson, maður Ingibjargar Eiríksdóttur, var af kunnum hMð- ingjaættum _ kominn. Eoiefarar hans voru Ólafur í Reykjahlíð í Mývatnssveit, sonur Lofts ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði, Guttorms sonar í Þykkvaskógi, Ormssonar lögmanns á Skarði á Skarðsströnd Snorrasonar, og kona hans, Guðrún Hrafnsdóttir lögmanns á Rauðu- skriðu, Guðmundsson.ar. Móðir Ól- afst Loftssonar er ókimn, en móð- ir Guðrúnar var Margrét Björns- dóttir á Hvalsnesi, Ólafssonar hirð- stjóra Björnssonar, og Salgerðar Svarthöfðadóttur á Hvaisnesi, Haukssonar lögmanns Erlendsson- ar. Jóns Ólafssonar er fyrst getið 4. september 1449 á Hólum í Hjaltadal. Fyrir 18. júni 1457 er hann kvæntur og kominn suður að Klofa, en iíklega fyrir skömmu, því að 29. ágúst það sama ár tek- ur hann við föður- og móðurarfi sínum af foreldrum sínum, sem Ljósmyndir: Páll Jónsson. þá eru bæði enn á lífi. Hann var ráðsmaður í Skálholti árið 1467 og sýslumaður í Árnessýslu árið 1471. „Auðugur maður, stórbrot- Inn og fégjarn.“ Jóns er síðast getið á i&i 21. janúar 1472. Þá er hann ginn dómsmanna í dómi, er gókk á Hlíðarenda í Fljótshlið um nandtöku Eyjólfs Gunnarssonar lás ara, sem var einn Krossreiðar- manna. Jón og Ingibjörg áttu tvo sonu, sem kunnir eru, Torfa, er bjó í Klofa, og Eirík. Hinn 8. janúar 1467 gáfu Jón bóndi Ólafsson og Ingibjörg Eirí'ksdóttir, Eiríki heitn um, syni sínum, til friðar, farnað T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 749

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.