Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Qupperneq 13
ur skúr þessi kailazt vistJegur, og ónotalegt hlýtur að vera að eiga þar langar setur, þegar kalí er í veðri, því að upphitun er þar eng- in. Einn farþeganna kvartar yíir ofnleysinu, og vissulega væri ekk- ert stórvirki að kippr þessu í lag En tóm gefst ekki til langra bolla- iegginga, því að senn ev farang- ursafgreiðslu lokið, og þá hefur vélin sig til flugs vestur á bóg- inn. Þegar lent er á Fagurhóismýri, flýgur í gegnum huga ferða- langsins, að óvíða hafi flugið vald ið annarri eins bvltingu í samgöngu máium og í Öræfum. Fyrst var'flog ið þangað austur árið 1944, reglu- bundnar flugsamgöngur hóf- ust skömmu síðar, og nú er flogið einu sinni í viku milli Reykja- víkur og Fagurhólsmýrar árið um kring. Er vandséð, hvernig íbúar þessarar sveitar, þar sem Atlants- hafið ólmast við hafnlausa strönd, mestj jökuH Norðurálfu er að baki og ófcrúuð stórfljót til annarra átta, hefðu getað komizt af án f'lugsins hin síðari ár, bæði hvað snertir fólksflutninga og aðdrætti aðla. Nú eru hreyflar flugvélarmnar stöðvaðir og gengið út. Flugbraut 3n er á sandi, dálítil klettabrún þar upp af, og fellur þar ofau snot ur foss. Menn hafa komið að flug- brautinni á jeppúm og dráttarvél um, og hjá hvítum Landrover standa þeir Sigurður Jakobsson frá Skaftafelli og Páll Imsland frá Iiöfn í Hornafirði, sem ætla að fylgja mér um sveitina. Við ákveðum að halda fyrst til Ingólfshöfða. Það er um tíu kíló metra leið um leirur og grunna vaðla. Þarna eru stikur til vegvís- unar, og er ekki vanþörf á, því að villugjarnt hlýtur að vera á þess- um slóðum, þegar skyggni er slæmt. Nú er ágætlega greiðfært urn leirurnar og gengur ferðm að höfðanum prýðisvel, nema hvað bílstjórinu er eitt sinn svo niður sokkinn í að virða fyrir sér skúms- unga, að hann er hér um bil bú- inn að aka utan í vegvisi. En skúm- urinn, frændi kjóans, er sá fugl. sem mest er áberandi á Skeiðnrár- og Breiðamerkursöndum, og eru þar helztu varpstöðvar hans hér lendás. Skúmurinn er stó: fugl og mjög þungur og heimaríkur með afbrigðum um varptímann Leggur hann þá til atlögu við menn, sem leið eiga um ríki hans, en venjulega veitist þeim auðvelt að banda hon um frá sér, þar sem fuglinn er ær- ið seinn í svifum. Þó eru sagnir um það, að eitt sinn hafi skúm- ur grandað manni þarna á sönd- unum, og víst er um það, að eng- inn skyldi ganga ó<vopnaður um þessar sléðir, }ægar skúmurinn er bvað illvígastur. IngóHsihöfði rís 76 metra yf- ir sjávarmál og er viðast hvar hömr um girtur. Þó er sæmilega greið- fært upp á hann að norðanverðu. Þegar upp er komið, blasir við skipbrotsmannaskýli. Aldrei mun hafa komið til þess, að strandmenn leituðu þar vars, en í fjör- unni skammt vestur undan eygjum við flak af togara, sem strandaði þar fyrir fáum árum og rninnir okkur á það. að mörg raunasagan hefur gerzt við skaftfellska sanda, margt fleyið brotnað og marg- ur maður cýnt lífi. En Skaftfelling ar hafa alla tíð gert vel við strand menn, og má rekja slíkt aftur til daga Flosa, að því er Njála herm- ir. Flosi karlinn lét sér ekki nægju að setja Kára, fjandmann sinn, í hásæti hjá sér, er hann hafði rölt í muggunni upp til Svína- fells. heldur gaf Flosi honum síð- ar kvenskörunginn eða skassið Hildigunni, sem hafði kveikt brennubál Njáls og sniðið Berg- þóru rauðan serk, eins og Grímur kvað. Töluvert graslendi er uppi á höfðanum, og gengur þar fé Frek ari mannaverk þar eru viti, sem er kominn þó nokkuð til ára sinna, brunnur og rústir nokkrar, sem munu vera af verbúðum. Útræð' var stundað frá höfðanum fyrr á öldum, en mun hafa lagzt af fvrir hálfri annarri öld, er hroðaiegt sjóslys varð þarna. Sem við göngum yfir höfðann þveran, verður okkur hugsað til Ingólfs Arnarsonar, sem lenti hér er hann kom öðru sinni til íslands, og mun hafa átt vetursetu í grenndinni. Naumast hefur væs' um hann, því að mörg e:' mat- arholan á þessum slóðum og sam- búð hans \dð þrælana Vifii og Karla virðist hafa verið góð, ó'íkt því, sem var um Hjörleif og þræla hans. En ingólfur fór að vilja goðanna og kaus sér bÓliestu í Reykjavik, og mætti ætla að trú rækni hans hafi haft talsverð áhrif á rás íslandssögunnar al'a stund síðan. Mjög víðsýnt er úr höfðanum, og sér til fjalia allt frá Mvrdalsjökli austur til Hornafjarða;. Jökull- inn gnæfir að baki, sandai til beggja hliða, þar sem t)ft ern hill- ingar, og Atlantshafið ti! suðurs. Þegar litið er upp til bvggðarinn- ar héðan, finnst manni nafnið Ör- æfi hæfa sveitinni, en þetta orð T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 757

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.