Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Side 14
þýðir í senn hafnleysur og auðnir. ÞaS mun ekki hafa verið notað um sveitina fyrr en eftir Öræfa- jökulsgosið mikla 1362, sem er mesta gos í Norðurálfu, síðan Pompeij og tvær aðrar borgir suð ur á Ítalíu brunnu 79 á”um eftir fæðingu Krists. Áður var byggð in kölluð Hérað milli saoda eða Litlahérað, og dr. Sigurður Þór- arinsson álítur, að þar hafi verið um eða yfir þrjátíu bæir. En gos þetta markaði tímamót í sögu sveitarinnar: afar mikið öskufall og vikurs samfara geypilegu vatns flóði eyddi byggðina um stund og takmarkaði alla möguleika tii búskapar til frambúðar. Framrás jökla og aukinn vatnagangur hafa vitaskuld haft sitt að segja. Skeið ará kvað draga nafn af þvi, að unnt var að leggja vefjarsi?eið yfir ána, og það segir sína sögu, að Skeiðarársandur hét til forna Lóma gnúpssandur. Þá varð mikið tjón í Öræfajökulsgosi og hlaupl undan jökli árið 1727. Er víst óhætt að fullyrða, að í engri sveit landsins, þeirra, sem nú eru byggðnr, hafi gróðurlendi gengið eins saman frá landnámsöld og í Öræfum. Þegar kemur fram á suðurbrún höfðans, verður manni starsýnt á fuglalífið í bjarginu. Brúnirnar eru þéttsetnar lunda, þessum lit- skrúðuga og skemmtilega fugli, sem er svo spakur, að hann gríp ur naumast styggð við mannaferð- ir. En niðri i bjarginu ber mest á langvíu og stuttnefju, og við verðum að grípa tU sjón- auka til þess að fylgjast með lífinu þar. Áður fyrr var gjarna sigið í bjargið þótt bergið væri laust og sly.s tíð. En lífsbaróttan var hörð, og menn urðu að láta sér lynda að gjalda matföng þau, sem sótt voru í bjargið, dýru verði. Við göngum sömu leið til baka, og á niðurleið af höfðanum sjáum við ófleygan fýlsunga i hreiðri. Okkur langar að ljósmynda skepn- una, en ekki er hollt að hætta sér of nálægt þessum fugli, á meðan hann hefur eitthvað í maga sér, því að hann tekur á móti óboðn- um gestum með spýju og er furðu langdrægur. Sigurður ræður frarn úr þessu. Hann finnur nokkurra metra langa bambusstöng, sem hann otar að fýlsunganum, og send ir hann út úr sér hverja gusuna á fætur annarri. Loksins getur hann ekki spúið meiru, og þá hættum við Páli okkur að hreiðr- inu með myndavélar okkar Nú komum við aftur til Fagur- hólsmýrar, samgöngu- og verzlun- armiðstöðvar Öræfinga. Þeir skipta mestan part við Kaupfélag Austur- Skaftfellinga á Höfn, og hefur fé- lagið verzlunarútibú og sláturhús á Fagurhólsmýri, og nýtízkulegt verzlunarhús er þar í smíðum. Verzlunarsaga Öræfinga er mjög merkileg, því að til þessa dags hef ur verið mjög erfitt um al's tð- drætti. Ekki var einungis við fjölda óbrúaðra stórfljóta að etja, heldur var um afar langan veg að sækja — fyrr á öldum til Eyr^r bakka og Djúpavogs, síðar á Papós í Lóni og til Víkur í Mýrdai °& Hafnar í Hornafirði. Trjáviður varð áður fyrr naumast fluttur í Öræfi né heldur þakjárn. Notazt var við rekavið og timbur úr skipum sem strandað höfðu, og grjótheil- ur voru lagðar á þök í stað járns. Urðu Öræfingar þannig að óúa að sínu umfram það, sem annars staðar var, og mun það skýring á því, að þar hefur jafnan verið óvenjumargt hagleiksmanna eins og reyndar annars staðar í Skafta- fellssýslu. Skipið Skaftfellingur hóf ferðir til Öræfa árið 1919. Þótt uppskipun væri að sjálfsögðu mikl um erfiðleikum háð og ferðir árs- tíðabundnar, var þetta mikið spor í framfaraátt, því að nú var öll verzlun Öræfinga ekki lengnr bundin við að sækja um torleiðið, sem þá var, til Hafnar, en þar hófst verzlun um aldamótin. Skaftfellmg ur sigldi til Öræfa fram undir heimsstyrjöldina síðari, Skipa T f M I N N — SUNNUDAGSBLA0 Hin síðari ár hafa alls kyns flutningar til og frá Öræfum verið loftieiðis. f sambandi við fjárskiptin sunnanlands og vestan fyrlr um það bil hálfum öðrum áratug var tvívegis fiogið með fé frá Fagurhólsmýri: að Stóra-Kroppl I Borgarfirði árið 1950 og að Hellu á Rangáryöllum árið 1953. 758

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.