Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Qupperneq 15
NÆTURLJÓÐ hve mjúklát er nóttin mildum höndum fer hún um slaka hörpunnar strengi og kveður þig í svefn Ijúfir eru draumar í rökkursölum hennar þar sem aldrei skíma nær af dagsins Ijósi fölur tunglskinsbjarmi lýsir inn um glugga rétta fullan bikar þjónustufúsar hendur Vilborg Dagbjartsdóttir. útgerð ríkisins annaðist t'lutninga til Öræfa um nokkurra ára bil e£tir það, og svo fer flugið að koma við sögu sveitarinnar. Þungavara var um skeið flutt á bíl- um jrfir Skeiðarársand, þegar minnst var í ánum, og þá °ftast á útmánuðum. En nú beinast allir flutningar á landi austur á Höfn. Hefur orðið að ferja alla hluti yfir Jökulsá ú Breiðamerkursandi, nema olíu, sem dælt hefur verið yfir um, en shkt mun væntanlega heyra for- tíðinni til, þegar þessi grein kem- Ur fyrir almenningssjónir. Brúin á Jökulsá markar tímamót í sam- göngumálum Öræfinga og kem- ur sveitinni loks í samband við þjóð vegakerfi landsins, þótt að vísu séu enn óbrúaðar á þessari leið tvær litlar ár, sem að ö<llum jafnaði eru ófærar fólksbilum. En því fer fjarri, að slælega hafi verið unnið að samgöngubót- Ulu í Öræfum. Fjölmargar jökul- Sr renna til sjávar milli sanda, sumar æði vatnsmiklar, og hefur verið æ'rið átak að brúa allar þær, veruleg hindrun er að. Þegar við förum yfir brú á einni ánni Þarna, segir Sigurður okkur þjóð- Su£u, sem gerist á þessum slóð- vnn. Glsli Finnbogason hét prrest- * t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAfi ur á Sandfelli á síðari hluta seytj- ándu aldar. Eitt sinn var hann að koma frá kirkju á Hofi og hitti þá tröllkerlingu, sem var að dysja reyðarkálf. „Nú hefurðu stolið af fjörunni minni, kella,“ sagði klerk ur, en tröllkonan svaraði: „Nóg er eftir handa þér, Svarti-Gísli." Sagt er, að prestur hafi sent á fjöru daginn eftir og hafi þá ver- ið steypireyður rekin, en enginn kálfur. Er síðan kallað Hvalvarða, þar sem prestur og kerling töl- uðust við og Hvalvörðugil (nefnt Hvalvarðargil í Þjóðsögum Jóns Árnasonar) þar upp af, og af gil- inu hefur svo áin dregið nafn. — Þannig áttu tröll það til að vera mannfólki innan handar, þegar sá var gállinn á þeim, enda töl- um við enn um tryggðatröll. Sandfell er nú í eyði, en það er merkur sögustaður. Þar mun líklega hafa verið fyrsta býli í Öræfum, en Þorgerður, kona Ás- bjarnar Heyangurs-Bjarnarsonar, nam þar land ásamt sonum sín- um, eftir að bóndi hennar hafði látizt í hafi. Eins og kunnugt er, helguðu konur sér land með því að leiða kvígu tvævetra vorlangan dag sólsetra millum. Hefur því mikið verið komið undir þoli konu og kvígu, og kann þetta að hafa verið allkátleg sjón á stund- um, einkanlega ef kvígan hefur verið treg í taumi og konan kapp- söm. En Þorgerður og kviga henn- ar hafa staðizt þessa þolraun með prýði, því að þær komust á hin- um tilsetta tíma frá Tóftafelli, skammt frá Kvíá, og í Kiðjaleit hjá Jökulsfelli, en. sá bær mun hafa staðið í nánd við Bæjarstaða- skóg. Þetta er löng leið, um fimm- tíu kílómetrar, ef fylgt er þjóð- veginum út að Skaftafelli. Hefur karlmönnum verið langtum hampaminna að helga sér land, þvi að lítið afrek er það að tendra bál við árós. Sandfell var lengi kirkjustaður og prestsetur, eða allt fram á þessa öld. Hlaup það, sem fylgdi Öræfajökulgosi árið 1727, fór báðum megin við bæinn, en fólk sakaði ekki, sem þar var, þótt ægilegt væri útlitið. Aftur á móti fórst einn unglingspiltur og tvær stúlkur, sem voru í seli þar niður undan. Hlaupið eyddi tvær hjá- leigur frá Sandfelli og fór mjög illa með jörðina sjálfa. Jakahrann- ir feiknlegar bárust þar niður, og voru sumir jakarnir ekki full- bráðnaðir að 29 árum liðnum, þegar Eggert Ólafsson fór um Öræfi. Margar skálar mynduðust undan jökunum, og skoðuðum við þá stærstu, seln er rétt við Kotá og kvað vera um sextíu metrar i þvermál og átta metrar á dýpt. Hún er örskammt frá veginum og reyndar unnt að aka að henni á jeppa. Er því ekki í mikið ráðizt fyrir ferðamenn að skoða þetta sérkennilega náttúrufyrirbæri. Brátt erum við komnir undir rætur Falljökuls, eins hinna mörgu skriðjökla, sem ganga út frá Ör- æfajökli. Segja má, að Falljökull steypist fram af fjallsegg, og er þetta tilkomumikið að sjá. Skrið- jökla af þessu tagi kalla vísinda- menn falljökla eða hrunjökla, og hittist þarna skemmtilega á um sérnafn jökulsins og tegundaheiti. En raunar þarf ekki að fara út fyrir sveitina til þess að finna hliðstæðu, því að í Kvískerjalandi er stöðuvatnið Stöðuvatn. Við rennum í hlað á Svínafelli. Þar hefur landslag nokkuð skipt um svip frá því, sem er austar í sveitinni: skógur vex í hlíðinni fyrir ofan bæinn, og jaðar Svína- fellsjökuls er aðeins örskammt undan. I lok nítjándu aldar var aðeing sem svarar þrjú hundruð 759

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.