Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Page 18
pansinn sex til átta klukkustund- um í fæðuleit. Ungdýr, sex vetra og yngri, eru léttari á fóðrum en hinir fullorðnu, og meðan þau elta | síétandi móður sína, skemmta þau sér við ærsl og leiki. Eru ung- dýrin tvö eða þrjú saman í hverj- um leik. Elta þau hvert annað með skrækjum og látum, reyna | krafta sína og fljúgast á eða fara í stuttar könnunarferðir um tréð. I Er hinir fullorðnu hafa hroðað í I sig ókjörum af aldinum og stöngl- um, taka þeir sér hvíld frá borð- j haldi, oftast nær um miðjan morg- un, flatmaga á trjágrein, klóra ná- unga sínum og tína af honum skor- dýr, eða þeir þá einblína í lauf- þykknið og gera ekki nokkurn , skapaðan hlut. í sambýlisháttum simpansa er það mjög athyglisvert, að ákveðn- um einstaklingum eða einstakl- ingsdeildum er ekki skipað á æðra bekk og þeim talin einhver for- réttindi, hvað þá að nokkurt dýr stjórni hinum. Geta simpansar með réttu sagt hið sama og Göngu- Hrólfur forðum: „Vér höfum eng- an konung. Vér erum allir jafnir“. Miilum kynja er jafnræði, en að sjálfsögðu hafa stór og stæðileg karldýr margsinnis betur, þegar rifizt er um matarbita. Aftur á móti verður þess vart, að óbil- gjörn karldýr gegna tíðum eins konar forystuhlutverki. Fari þau úr tré, fylgja hin dýrin á eftir, og þegar hætta vofir yfir, flýr all- ur hópurinn nema forystukarl- inn sem dokar við stundarkorn og hleypur síðan í burtu eins og fæt- ur toga. Ekki er auðvelt að ákvarða kynþroskaaldur villtra dýra, en yfirleitt telja sérfræðingar, að sim- pansar séu kynþroska á áttunda ári og simpönsur á hinu níunda. Um fengitíma skortir kvendýr- ið ekki félaga. Hópast karldýrin að simpönsunni, þar sem hún sit- ur á grein í allri sinni blómlegu fegurð, og nokkrir tápmiklir karl- ar elta hana á röndum. Meðal simpansa, rétt eins og meðal manna, eru nánust tengsi millum móður og afkvæmis henn- ar. Ungviðið hjúfrar sig að kvið móðurinar fyrstu mánuðina, en ei það hættir að sjúga hana og verður nokkurn veginn sjálfbjarga kannar það næsta nágrenni af miklum áhuga. Tveggja ára tín- ir ungi upp í sig lauf, en þigg- ur að öðru leyti mat frá móður sinni. Þriggja ára getur hann klifr- að í trjám. Séu tvær eða þrjár mæður saman í hóp, eru ungarn- ir að leikum eins og fyrr getur, en hlaupa þó öðru hvoru til móð- urinnar og láta hana kemba sér og strjúka eða vilja sjúga hana. Stærð afkvæmis, umhverfi og gang- eða klifurhraði ráða miklu um, hvernig móðir ber unga sinn. Fyrsta árið ber hún ungann fram- an á sér. Heldur hann þéttings- fast utan um hana og kemst á spena í þessum stellingum. Næstu tvö árin ber móðirin ungann fram- an á sér í trjám og á bakinu, þeg- ar hún ferðast um skógarbotninn. Einnig trítlar unginn sjálfur með móður sinni, sé farið hægt yfir, og kemur fyrir, að önnur kvendýr beri hann stundarkorn. Að liðn- um þremur fyrstu árunum hættir móðirin að bera ungann, nema hún vilji hraða för sinni eða hlaupa yfir þjóðveg í skóginum. Líða svo þrjú ár, og er unginn orðinn tæp túttugu kíló. Þá eign- ast móðirin oftlega annan unga og ber stundum báða í einu, hinn yngri framan á sér og hinn eldri á bakiu. Líkt og aðrir mannapar gerir simpansinn sér hreiður til að sofa í um nætur. Er hreiðrinu valinn staður, þar sem nóg er um fín- gert trjálim og grannlegar grein- ar. Úr slíkum efnivið hrúgar sim- pansinn saman hreiðri og fóðrar það innan með laufi. Síðan skríð- ur hann upp í hrúgaldið og læt- ur fara vel um sig. Simpansinn býr til hreiður á bverju kvöldi, og aldrei sefur hann tvær nætur í sama hreiðrinu. Hins vegar getur stundum hent, að lafhræddir sim- pansar forði sér í gamalt hreiður, eða þeir flétta þá hreiður í flaustri til að dyljast þar fyrir óvini. Yfir- leitt er hreiðurstæði simpansans í trjám, örsjaldan á jörðu niðri, og þá oftast í tíu til tólf metra hæð, stundum ofar, stundum neðar, og ekki er óalgengt, að simpansinn sofi vært í allt að þrjátíu metra hæð. Framar öllu vill simpansinn gera sér hreiður í granngerðum, ungum trjám, og eru til þess þrjár meginástæður. í fyrsta lagi eru smágreinar ungra trjáa linar og þjálar í meðförum. í öðru lagi gætir síður vinda í krónum ung- trjánna en í himinháum krónum á æfagömlum risatrjám. f þriðja Iagi er simpansinn nokkurn veg- inn óhultur fyrir pardusdýrinu í granngerðum trjám. Pardusdýrið getur ekki fikrað sig eftir fín- legum greinum án þess að hrista hreiðrið og trufla þar með nætursvefn simpansans. Er hann þá skjótur að forða sér. Aftur á móti getur pardusdýrið hæglega læðzt að simpansahreiðri í stór- vöxnu tré án þess að valda nokk- urri ókyrrð og vekja bráðina. Simpönsum í Budongoskógi stafar þó lítil hætta af pardusdýr- inu. Að vísu eru fjölmörg pardus dýr á þessu svæði, en þau leggj- ast einkum á smáar antílópur (cephalophus), sem hafast við í skóginum svo hundruðum skiptir. -ir meS kornungan son ( ellt aS stf. 762 i T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.