Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Qupperneq 4
Púlitil frásaga af gullbaróni úr Skriðdal IV. Þótt Heígi væri talinn öðrum ofnaðri og léti digurbarklega, er hann hlejTpti blaðinu af stokkum, varð annað upp á teningnum, þeg- ar dró að árslokum 1883. Þá var sýnt, að gullbaróninn mátti ekki við miklum áföllum. Hann gat ekki staðið í skilum með kaup prentarans og hjálparmanns síns við ritstjórnina, og verður ekki betur • séð en hann hafi verið orðinn ærið áthyggjufullur út af því tapi, sem hann hafði bakað sér. Og nú greip hann til nýrra ráða til þess að rétta við fjárhag sinn. Leikrit Matfihíasar Jochumsson- ar, Útilegumennirnir, hafði gert hann frægan í ættlandi sínu, og orðstír hans hafði fylgt löndum hans vestur yfir hafið. Árið 1883 höfðu Framfarafélagið og íslenzka kvenfélagið í Winnipeg sýnt þenn- an sjónleik á sviði og borið nokk- uð úr býtum. Nú hugkvæmdist Helga að taka þráðinn upp í trausti þess, að íslendingar í bænum og nágrenninu neituðu sér ekki um að sjá leikinn aftur, þótt þeir vildu ekiki verja tveim dölum til kaupa á Leifi. Gekk hann að því af mik- illi atorku að undirbúa leiksýn- inguna, og fóru æfingar fram á heimili hans „í marghýsi Fowl- ers“, svo að eftir því hefur hann þá ekki átt sjálfur hús, sem hann gæti búið í. Það átti ekki að vera neinn kot- ungsbragur á þessari leiksýningu. Helgi horfði ekki í það að taka á leigu stærsta samkomuhús bæj- arins, kennt við Viktoríu Englands- drottningu, þótt gjalda yrði hann of fjár í leigu. Það rúmaði hvorki meira né minna en - tólf hundruð manns, og var Helgi svo stóiihuga, að hann ráðgerði þrjár sýningar. Frumsýningin skyldi vera að kvöldi hins 30. janúar. Útgáfu blaðs síns felldi hann niður vik- urnar f yrir sýninguna, því að starfsmennirnir, Eggert Jóhanns- son og Jón préntari, gátu ekki sinnt hversdagslegum störfum í ritstjórnarskrifstofu og prent- smiðju sökum anna við undirbún- ing leiksýningarinnar. Loks rann upp hið langþráða kvöld. Leikararnir gengu fram á sviðið í gervi fjallbúanna, og gest- irnir hlóu dátt að skringilegum til- burðum þeirra. Vel þótti af stað farið, og sýningar urðu að minnsta kosti þrjár. En einn var galli á: Aðsókn var dræm og aðgangseyr- irinn léttur í vasa. íslendingar í Winnipeg voru ekki þeir rikisbubb ar, sem þeir héldu, að þeir væru að verða árið 1881 — atvinna karl- manna dræm að vetrinum, hús- freyjurnar helzt við gólfþvotta hjá Ensikinum og ungu stúlkurnar ekki komnar hærra í mannfélags- stiganum en í vinnukonustétt. Þetta fólk varði ekki peningum til þess að sjá aftur sama sjónleik og leikinn var árið áður. En Helgi hafði lagt mikið í kostnað við leikbúninga og leiktjöld, auk húsa- leigunnar, því að til alis átti að vanda. Hann bar úr býtum tap, en ekki gróða, og var talið, að hall- inn hefði numið sjö eða átta hundr- uð íslenzkum krónum. Það var talsverður aukabaggi manni í mikl- um fjárkröggum. Að lokinni sýningu síðasta kvöld- ið gekk Helgi sjálfur fram á svið- ið og ávarpaði gestina. Flestir voru staðnir upp úr sætum sínum og kornnir á ieið til dyra og gáfu lít- inn gaum að orðum hans. En þeir sem stöldruðu við til þess að hlýða tölu hans, voru dálitla stund að átta sig á því, hvað hann var_að fara. Brátt skildist þeim þó, að hann var að bjóða þeim veðmál og vildi leggja undir mikið fé, að hann „gæti komið með mann, sem vildi rétta hönd sína í logandi elds- bál og halda henni þar, unz hún væri brunnin af honum“. Menn litu spurnaraugum hver á annan og vissu varla, hvaðan á sig stóð veðrið. Það varð fátt um svör, enda hvort tveggja, að þessir menn lumuðu ekki á miklum peninga- fúlgum né vildu neinu gjalda, þótt einhver stigi á bál í viðurvist þeirra. Skelfingu lostnir hrökluð- ust síðustu gestirnir út úr húsinu. 8. febrúar lýsti Helgi því í blaði sinu, hversu tekizt hefði til um sjónleikinn: „Þá eru hinir margumtöluðu Útilegumenn um garð gengnir — það er að skilja búið að leika þá. Fyrirtækið heppnaðist ágætlega, og græddist stór auðlegð á því. Þó varð ofurlítið tap. Auðlegð sú, er græddist, fer heiður og sómi fyrir skáldið, er samdi ritið — fyrir þá, sem að fyrirtækinu unnu — fyrir ala þjóðina í heild sinni. En tap- ið er aðeins fáir dollarar fyrir forgangsmann fyrirtækisins“. Tónninn var léttur á yfirborð- inu, en mikil sárindi undir niðri. Viku Síðar var alvaran grímulaus. Þá birtist i blaðinu grein, sem hét Iif eður dauði, og þar sagði rit- stjórinn umbúðalaust, að sig vant- aði sex hundruð kaupendur tíl þess að geta gefið blaðið út fram- vegis: „Ég byrjaði Leif í vor er leið með þeirri trú og von, að væru tslendingar, sem hafa flutzt frá tsLafldj til Vesturheims. Eú SÍÐARI HLUTI FRÁSAGNAR: Hönd ritstjorans föl í eldinn 964 T t H i K N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.