Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Qupperneq 5
„Brátt skildist þeim, að hann var að bjóða þeim veðmál og vildi leggja undir mikið fé, að hann gæti
komið með mann, sem rétti hönd sína í logandi eid og héldi hennl þar, unz hún væri brunnin af."
Teikning: Ingunn Þóra Magnúsdóttir.
bregðist mér það, þá yerður að
fara sem auðið er.“
Kvað hann tapið tólf til fjórtán
hundruð dali og eigur sínar allar
veðsettar, „svo -eftir því, sem nú
lítur út, á ég það allt undir mann-
dyggðum yðar hvort ég tapa al-
eigu minni eður ei. Sýnist yður
svo að láta mig tapa henni, þá
sættist ég upp á það. Ég hætti
ekki að lifa fyrir þvi, á meðan
guð vill iáta mig lifa, en ég hlýt
að hætta að starfa fyrir yður, að
minnsta kosti um stundar sakir.
Gætið þess, útsölumenn góðir, að
þetta þolir enga bið“.
En biðín varð bæði löng og ár-
angurslaus. Hinir harðlyndi Vest-
ur-íslendingar klökknuðu ekki
beinlínis, þó að einn gullbarón
þeirra á meðal sæi fram á gjald-
þrot sitt. Sjálfur var Helgi örvænt-
ingu nær.
V.
Um þessar mundir var gefið út
i Winnipeg enskt blað, sem hét
Sól. 14. marzmánaðar voru þeir
Sólarmenn að vinna að blaði, sem
koma átti út daginn eftir. Það
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
965