Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Page 6

Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Page 6
var komiS að ljósaskiptum, ekki langur tími til stefnu, en frásagn- arefni ekki girnileg um of. Rit- stjórinn snaraðist í frakkann og setti upp loðhúfu sína og eftirlét aðstoðarmanni sínum að vandræð- ast yfir því, sem ógert var. Litlu síðar var drepið á dyr og inn kom maður, sem spurði eftir ritstjóranum. Aðstoðarritstjórinn gaf sig fram, og komumaður varp- aði á hann kveðju, kvaðst vera kominn til þess að ræða við hann trúnaðarmái og kynnti sig: Hann hét Helgi Jónsson. Aðstoðarrit- stjóri Sólarinnar kannaðist þegar við, að þetta var stallbróðir hans, ritstjóri Leifs. Helgi bar skjótt upp erindi sitt. Kvað hann blað sitt í mikium kröggum og hefði hann efnt til leiksýningai í þeirri von, að hann hagnaðist svo á henni, að nokkuð réttist fjárhagurinn. En þetta hefði snúizt á annan veg. í örvæntingu sinni og gremju hefði hann þá bo^ið sýningargestum að koma með mann, sem vildi brenna hönd sína í eldi, og skorað á þá að veðja við sig um það, að hann hefði siík- an mann á takteinum, en enginn gefið orðum hans gaum. —Nú er erindi mitt, sagði Helgi, — að biðja yður að geta þess tilboðs í blaði yðar á ein- hvern hátt. Ef þér getið fengið mann til þess að veðja við mig um þetta, skal ég borga yður það vel. Ritstjórinn enski taldi óllklegt, að nokkur maður vildi taka slíku veðmáli, enda líklegast, að einhver brögð væru í tafli, og tæpti á því, að hér myndi við. sjónhverf- ingamenn að eiga. Helgi styggðist við. — Nei, sagði hann. — Ég skal koma með mann, sem heldur hend inni í eldinum, þar til hún fellur af honum. Hann gerir það samt ekki fyrir neitt smáræði. En hann er í fjárþröng, og fái hann nógu hátt veðmál, þá er hann fús að þola þessa raun, til þess að bjarga fyrirtæki sínu. Nú fór enski ritstjórinn að keipa eftir því, hver það væri, er slíkt vildi á sig leggja. Við það komu vöflur á Helga. En eftir nokkrar undanfærslur gekkst hann við þvi, að hann hefði sjálfur einsett sér að fórna hönd sinni, til þess að bjarga blaði, sem margir landar hans vildu feigt, einkum þeir, sem byggju sunnan landamæranna — í Dakóta og Minnesóta. Allar aðr- ar tilraunir sínar til viðnáms hefðu misheppnazt, og teningnum væri kastað. Nú tók að hefjast brún á Sól- arritstjóranum, sem minntist þess, að ekki var um feitt að sleikja í dálkum blaðs hans. Féllst hann á að gera vilja Helga, og kvödd- ust þeir síðan með virktum. Daginn eftir birtist sagan um raunir Helga í Sólinni, skilmerki- lega rakin, og var að lokum heit- ið á íslendinga tjl liðveizlu við þennan mann, sem væri ekkert minna en j&fnoki Spartverja hinna fornu að hugdirfð og hreysti. Og hana ætti að láta í té, án þess að hann sviði af sér limina. VI. Sem betur fer lét Helgi ekki hönd sína. Honum hugkvæmdist það úrræði, sem haldkvæmara var: Að láta Kanadastjórn hlaupa undir baggann. Er skemmst af því að segja, að hann tók sér ferð á hendur til Ottowa, þar sem Kanadaþing sat á rökstólum. Hitti hann fyrst að máli einn af þingmönnum Manitóbafylkis Ort on lækni frá Winnipeg, er reynd- ist þegar fús til þess að stuðla að því, að Helgi fengi dálítinn stjórnarstyrk til blaðaútgáfunnar, ef til vill í þeirri trú, að fylgis- vonir hans í kjördæminu rýrnuðu ekki við það. Kom hann honum i kynni við valdamenn í Ottawa, en sjálfur aflaði Helgi sér með- mæla allra þingmanna Manitóba- fylkis og nokkurra annarra, þar á meðal embættismanns þess, sem stýrði mannflutningum til Kanada og fór með málefni innflytjend- anna á meðan þeir nutu fyrir- greiðslu af hálfu stjórnarvalda. Með þessi skilríki í höndvtn tókst Helga að koma ár sinni svo fyrir borð, að Kanadastjórn keypti tvö þúsund eintök af blaði hans, er send skyldu til útbýtingar á ís- landi. Og ekki nóg með það: Hon- um var einnig falið að semja og Iáta prenta bækling um Kanada á kostnað stjórnarinnar, til hvatn- Ingar beim fslendingum, er lík- legir væru til þess að flytjast þangað. Fylgdi þar með heimild til þess að lofa þeim ýmsum fríð- indum. Helgi kom heim úr þessari ferð upp úr miðjum aprílmánuði, heil- hentur og með talsvert fé, og fór ekki dult með vinfengi sitt við mektarbokkana í Ottawa og fyrir- greiðslu þeirra. En engin rós er án þyrna, og nokkuð hlaut Helgi að þægja Kanadastjórn. Þótt hann héidi hendinni, sem hann hafði verið óðfús að brenna á eldi nokkrum vikum fyrr, varð hann að gangast undir það, að haga skrifum sín- um á þann veg, sem stjórninni var þóknanlegt: Draga fjöður yfir það, sem miður fór meðal inn- flytjenda í Kanada, hrósa vel- gengninni og róa undir um vest- urfarir. Það var jarðarmenið, sem hann varð að gangast undir. Helgi vildi sýna sem fyrst, að hann rækti þessa kvöð. Varð það eitt fyrsta verk hans eftir heim- komuna, að birta langa grein, þar sem hann gyllti mjög fyrir ís- lendingum horfurnar í Kanada og kvað það ekki einungis ráð- legt, heldur beina skyldu manna að nema þar óbyggð lönd. Sneri hann orðum sínum til hverrar stéttar fyrir sig — bænda, vinnu- hjúa, stúdenta og presta — og hét öllum góðu, ef þeir réðust til vesturfarar. Vari var mönnum hins vegar tekinn fyrir því, að láta ginnast til þess að fara til Texas eða annarra óbyggða í Bandarílkjunum, þar eð ekki vekti annað fyrir þeim, sem þangað vildu beina ferðum landnema, en að hafa þá að féþúfu. Þessu fylgdi Helgi eftir því að útvega sér ekkj svo fáa umboðs- menn heima á fslandi. / VII. Helgi varð auðvitað að kynna sér landið, áður en hann gat skrif- að áróðursbæklinginn. Fékk hann gefins farbréf, sem Vestur-íslend- ingar nefndu svo, er veittu hon- um rétt til þeirra ferðalaga, sem honum lék hugur á, með öllum járnbrautarlestum i Kanada. Hóf hann ferð sína þegar í maámán- uði, og mun Eggert Jóhannsson hafa séð um efni í Leif á meðan. En þó að Helgi væri allvígreif- ur og teldi sig hafa leikið herfi- lega á óvini sína, fór því fjarri, að þeir hefðu gefizt upp. Þelr færðust þvert á móti í aukana og töldu tíma til þess kominn, að þjarma að Gjafa-Leifa, er þeir kölluðu svo, með áhrifameiri að- ferðum en orðaskaki einu. Engin vettlingatök dugðu í glímu við þann mann, sem kominn var á spena hjá stjórninni í Ottawa, og 966 T t M J N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.