Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Side 8
yflrlýsingu þess efnis, að árás sú,
er gerð hafði verið á Leif, væri
tilefnislaus, og mætti vel við
hann una. Fékk hann nokkra nafn
kennda menn til þess að undir-
strika þetta skjal. Var þar efstur
á blaði séra Jón Bjarnason, en
meðal annarra þekktra manna,
sem studdu Helga með þessum
hætti, var Sigtryggur Jónasson.
Var plaggið síðan sent Kanada-
stjórn.
En þetta hreif ekki. Þeir, sem
vildu Leif feigan, máttu sín meira,
og svipti stjórnin Helga styrknum
um haustið. Vafalaust hafa þeir
Baldvin L. Baldvinsson og Frí-
mann B. Arngrímsson lagt það
lóð á metaskálarnar, er reið bagga
muninn, og er sýnilegt, að Kan-
adastjórn hefur nokkurs af þeim
vænzt um þessar mundir. Hrepptu
þeir báðir stjórnarbitlinga, nálega
samtímis og Helga var vikið til
hliðar, og var Baldvin gerður einn
af innflutningsstjórum stjórnarinn
ar, en Frímanni falið að semja
áróðunsbækling um landgæði á
ströndum Manitóbavatns, sem
landsfeðrunum var hugleikið, að
tækju nú að byggjast.
Halga mun hafa borizt vitneskja
um málalokin í byrjun nóvember-
mánaðar. Lá þá nærri, að hann
gæfist upp. Leifur kom einungis
einu sinni út í nóvembermánuði,
og munu fJestir hafa búizt við, að
blaðið væri fallið fyrir ofurborð.
En það var seigt í Helga, Þrá-
lyndi hans lét ekki að sér hæða.
Eftir áramótin tók blaðið að koma
út að nýju. Og fjandmönnum sín-
um til mikillar hrellingar, tókst
honum með einhverjum ráðum að
fleyta því í þrjú misseri til við-
bótar, þrátt fyrir tilræði þeirra.
Hékk það þó jafnan á horrim-
inni, þótt ekki lognaðist það útaf.
Loks var það 4. júní 1886, að
svofelld orðsending birtist í Leifi:
„Einnig vil ég geta þess, að
ýmsra kringumstæðna vegna get-
ur ef til vill verið, að ég verði
nauðbeygður til að fresta útkomu
fjórða árgangs enn lítinn tíma.
Þó er það alls ekki víst.“
Þetta fór þó verr en Helgi
vildi láta í veðri vaka: Blaðið
kom ekki út þetta sumar, né
nokkru sinni framar.
En sikarðið stóð samt ekki lengi
autt. Áður en haustvindar tóku að
blása og lauf sölnaði á öspum,
Ihafði nýtt blað hafið sögu sína og
Ihét Heimskringl-a, tvöfalt stæara
en Leifur. Fremstir 1 flokki
þeirra, er að því stóðu, voru Fri-
mann B. Arngrímsson, Einar Hjör
leifsson og Eggert Jóhannsson, að-
stoðarmaður Helga við útgáfu
Leifs.
VIII.
Helgi hafði hin seinni ár rekið
ofurlitla verzlun, og haft á boð-
stólum íslenzkar bækur, vefnað-
arvöru og fleira smálegt. Nú hafði
hann freistað þess, að færa út
kvíarnar í þeirri von, að hann
gæti með þeim hætti komið fót-
unum undir sig á ný.
í ferðum sínum sumarið 1884
hafði hann kynnzt nokkuð sum-
um héruðum í Saskatchewan og
litizt þar allgott undir bú. Þar við
bættist, að á döfinni var lagning
. járnbrautar vestur yfir þvert land
ið allt til Kyrrahafs, svo að líkur
voru á noikkurn veginn viðhlítandi
samgöngum innan tíðar. Þetta
varð til þess, að sú hugmynd
kviknaði, að stofna íslenzka ný-
byggð þarna vestur frá. íslend-
ingar voru víða á hrakhólum, en
aðrir börðust í bökkum, þar sem
þeir höfðu sezt að, og var auð-
gert að glæða trú þessara manna
á landnámi í Saskatchewan. Er
skemmst af því að segja, að ýms-
ir tóku sig upp og héldu þangað
vestur.
Ekki var enn ráðið til fuilnustu,
þegar þetta gerðist, hvar járn-
brautin kæmi, en Helgi þóttist
samt vita, að járnbrautarstöð
myndi verða þar, sem Shellmouth
hét. Sá hann sér þann leik á borði
að koma þar upp verzlun, sem
hann vænti, að blómgazt gæti til
muna, þegar byggð ykist og járn-
brautin nýja kæmi til sögunnar.
Var hann farinn að búa þar um
sig haustið 1885.
Hér fór hann villur vegar. Járn-
brautin var Iögð mun sunnar. Von
ir hans um blómlega verzlun í
Shellsmouth urðu að engu. Brá
hann þegar við, er fullráðið var
um járnbrautina, og kom upp
verzlun í Langenburg í félagi við
annan mann. Þó var hann enn
með annan fótinn í Winnipeg, en
hugur hans allur stefndi út í ís-
lenzku nýlenduna. En hann lifði
það ekki að sjá hana blómgast.
Hann kynntist þar aldrei öðru lífi
en striti og basíi frumbýlinganna.
Heilsa hans var mjög þrotin, er
hér var komið, og nýj-ar raunir
sóttu hann heim.
Vorið 1887 eignaðist kona hans
barn, en það andaðist í ágúst-
mónuði um sumarið, aðeins fárra
mánaða gamalt. Hel-gi hafði þá
legið rúmfastur síðan í júní og
gat ekki fylgt einkabarni sínu til
grafar. Hálfum mánuði síðar dó
hann sjálfur, tæplega þrjátíu og
sex ára að aldri. Banamein hans
var talið krabbamein innvortis.
Það hafði ekki alltaf andað
hlýju til Helga, á meðan hann
stóð uppréttur. En nú brá við á
annan veg. Hvarvetna vorti menn,
sem vildu votta honum virðingu.
íslendingafélagið í Manitóba stóð
fyrir útför hans í minningu þess,
hve vel honum hafði farizt við
Framfarafélagið í Winnipeg, og
líkfylgdin var fjölmennari en
nokkru sinni hafði áður sézt, er
íslendingur var moldu ausinn í
Winnipegbæ. Vagnarnir, sem sil-
uðust á eftir svartri kistunni, töld-
ust tuttugu. Vinir og óvinir stóðu
hljóðir og berhöfðaðir í hvirfingu
í kirkjugarðinum, meðan kistu
Helga Jónssonar fxá Sauðhaga var
sökkt í sömu gröf og barni hans
hafði verið búin. Og ekki nóg með
það: Frímann' B. Arngrímsson
taldi ekki annað sæma en yrkja
,,-þjóðvinarminningu“ til þess að
birta í Heim-skringlu — langa lof-
drápu um genginn bróður:
Hetja hugstór
hvergi flúði,
brauzt mót bárum,
brann af kappi:
Áfram, áfram,
aldrei víkjum,
þorum, þreytum
þjóðar vegna. -
Orrustu var lokið, sverðin slíðr-
uð. Þeir, sem enn báru reist höf-
uð, gátu ekki nógsamlega vegsam-
að kappann, sem nú átti hrör sitt
þrjár álnir niðri í gráum og vot-
um leirnum í kirkjugarði Winni-
pegbæjar. Og er þá úti sagan af
gullbaróninum snauða, er svo litla
gæfu sótti 1 f jarlægt land — Skrið-
dælingnum, sem bauðst til þeess
að brenna höndina af sér kvikum.
J.H.
(Helztu heimildir: Saga íslend-
inga í Vesturheimi, Almanak
Ólafs Thorgeirssonar, Leifur,
Þjóðólfur, Norðanfari, Framfari,
Austri, Heimskringla, prests-
þjónustubók og sók-narmanntal
Vallaness og Hailormss-taðar.)
968
I t U i N-N — SUNNUDAGSBLAÐ