Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Side 12
• Hann gerir engar krofur til lífsins
• Hann hefur aðeins ort 37 kvæði um ævina
• Hann getur orðiö munaöur iengur en við
Rætt við
JÓNAS SVAFÁR ATÓMSKÁLD
Minn draumur er.í dosum
disin mín
viö hamingjunni hrósum
sem höfum notið þín
en aðrir reyna allt sitt líf
að eignast dósahníf.
Við þessa vísu kannast margir.
Hún er eftir Jónas Svafár, eitt
dæmigerðast atómskáld á landi
hér í fávizku minni hélt ég meira
að segja, að hann væri höfundur
orðsins atómskáld, en það mun
vera Laxness sem á heiðurinn af
þvi í Atómstöðinni.
Atómskáld, eru það ekki menn
sem iangar til að hreykja sér í
þjóðfélaginu, þótí þeir geti ekki
svo mikið sem bögglað saman fer-
skeytlu?
Við sjáum nú til.
Það byrjaði þannig, að um há-
degisleytið hringdi kunningi minn
til mín og sagði: Hjá mér er
staddur Jónas Svafár. Á ég ekki
að senda hann til þín?
— Eftir svona þrjá klukkutíma,
sagði ég, og hugsaði með mér að
ég ætlaði að líta aðeins yfir kvæð-
in hans á meðan, svo ég gæti spurt
reglulega gáfulega.
Eintökin af bókum 'hans voru
löngu horfin af heimili mínu. Ég
hafði samband við Borgarbókasafn
ið, líka horfin þar, meira að segja
af lesstofunni, sem ekki má taka
út. Og kunningjarnir höfðu allir
sömu sögu að segja, þeir höfðu
átt bókina, en hún týnzt á dular-
fullan háttt „Bókasafnararnir átt-
uðu sig ©kki á, að kvæðin væru
nokkurs nýt, fyrr en þau voru
uppseld. Þá foru þeir að stela
þeim“, sagði einn.
Hins vegar mun Ragnar í Smára
ætla að gefa þau út að nýju nú
fyrir jólin, nokkuð aukin, undir
nafninu Klettabelti fjallkonunn-
ar.
Orðaleikurinn i þessu nafni er
dæmigert sýnishorn af viðhorfi
skáldsins til málsins. Hvert orð
eða orðasamband er tvírætt, marg-
rætt og leitazt er við að kanna nýj-
ar leiðir í meðferð margbrúkaðra
orðasambanda Skáldinu tekst oft
að sýna okkur málið frá nýrri hlið,
í senn spakyiturri og spaugilegri.
Hvað finnst ykkur til dæmis um
seiningar eins og þessar, úr kvæð-
inu Landhelgi:
botnvörpur engla og skota
draga ýsur í byssukjaftinn
eða (úr öðru kvæði)
gullkista hafsins hefur sigrað
guð vors lands með sínu lagi
eða kvæðið, sem heitir Það blæðir
úr morgunsárinu:
dagsins morgunn er draumasár
dauðirin sefur í beinurn dýra
þungt vatn blæðir í húð og hár
og hugsjónir í gaddavíra
Móðir iifs er moldin enn
og málið vex á lýðsins tungu
ganga aftur gamlir menn
gráhærðir með frosin lungu.
Þegar mað.ur er ungur, heldur
maður að ein setning geti sagt
allt eða sigri allt. Ég var að reyna
þetta þegar ég orti, Það blæðir úr
morgunsárinu, segir skáldið Jónas
Svafár.
Áður en mér hafði tekizt að
grafa upp eintak af torfenginni
bók hans er hann kominn inn og
setztur í stól — Er þetta ekki setn-
ing, sem getur sagt margt, heldur
hann áfram, það getur verið nátt-
úrulýsing, það getur verið eitt-
hvað fallegt sem er slátrað, eins
og blessuð lömbin.
Kannske lítur það út eins og
orðaleikur, heldur Jónas Svafár
áfram. En það er alltaf dýpri mein-
ing á bak við það. . . leikur með
orðshætti. . . getur skapað eins
og dýpri merkingu. ..
— Eins og það sé bæði léttari
og dýpri merking í hendingunum?
—Já, auðveldari að festa í
minni og jafnframt eitthvað að
glíma við, kryfja til mtrgjar.
Hinn hræðilegi atómkveðari
Jónas Svafár er bláeygur, upp-
burðarlítill, svolítið ölrjóður.
Augun eru stór, full af ráða-
lausri undrun. Ósjálfrátt minnir
hann á barnið, sem vaknaði einn
morgun og fann, að það var eitt í
heiminum, og því var ekki fylli-
lega ljóst hvert allir höfðu farið,
og var dálítið hrætt og líka dálít-
ið fegið.
Hann er^42ja ára, og sýnist
yngii
. — Já, þetta með morgunsárið.
Þeir rifust um það í norrænudeild-
inni, hvoxt það ætti að vera morg-
972
I 1 M » IM N - SUNMlJlíAliSBLAÐ