Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Qupperneq 17
ur lögfræðingur, fulltrúi í utan-
ríkisráðuneytinu, Tero Lehtovaara
okkur upp á arma sína og veitti
okkur alla þá umönnun, sem hann
gat látið í té. Fékk hann konu, sem
veitir forstöðu utanríkisdeild
finnska ferðafélagsins, frú Ann
Mari Pihlström, til þess að skipu-
leggja fyrirhugaða ferð um Finn-
land, og eigum við þeim tveim
að þakka, hve vítt um landið við
gátum farið á skömmum tíma
og margt séð. —
IX
Finnar eru rausnasamir menn
og gestrisnir. Um það bil er við
komum til Finnlands var krabba-
veiði að hefjast. En hina stóru,
rauðu vatnakrabba, sem mest
þykja lostæti þar í landi, má aðeins
veiða nokkrar vikur á sumri. Þá
tíðkast krabbagildi mikil en þau
taka talsvert á budduna, því að
verðlagið er hátt og krabbarnir
©kki matarmiklir, svo að vart þyk-
ir minna mega gagna en tíu til
fimmtán á mann. Loks er það, að
líkt og brennivín er oft nefnt í
sömu andrá og hákarl, þykir varla
annað hæfa en drekka einnig
dýr vín í krabbaveizlum.
Við höfum ekki verið nema
einn dag í Helsinki, er okkur var
boðið í krabbagildi með Tero Let-
hovaara >g tveim embættismönn-
um úr hlaðadeild utanríkisráðu-
neytis Martti Salomiet, næst-
æðsta manni deildarinnar, og
Alf Slette sem reyndist næsta
fróður um íslenzk málefni, þótt
aldrei hefði hann til íslands kom-
ið. Hann vissi allt um þorskastríð-
ið, glerverksmiðjuna og Hannibal.
Þvi miður var ég ekki nógu fróð-
ur um Símonítana finnsku til
þess, að ekki hallaðist á.
í krabbagildum er fylgt sérstök-
um matvenjum. Konur ganga um
beina og binda á gesti stóra
smekki, sem aðeins eru notaðir við
þess konar matartekju, og munn-
þurrkur eru einnig af sérstakri
gerð, prýddar rauðum krabba-
myndum. Matgögn eru ekki notuð
önnur en diskar og lítill, rauð-
skeptur krabbahnífur með gati á
blaði til þess að brjóta fálmarana,
áðui" en sogið er úr þeim. Að öðru
leyti eru fingurnir notaðir til þess
að lima krabbana sundur og sog-
ið og sleikt um skelina. Að lok-
inni máltíð eru svo mundlaugar
bornar fram, svo að menn geti
þvegið sér. Er sýnilegt, að Finnar
gera sér far að fylgja sérstökum
siðum í krabbagildunum, og kem-
ur sennileg^ tvennt til: Þeim finnst
það hlýða, þegar neytt er slíks
dýrmætis, og það er búhnykkur,
því að varla þykir sá útlendingur
maður með mönnum er verið hef-
ur í Finnlandi um krabbatímann
að sumrinu og ekki setið að
krabbaáti eftir öllum kúnstarinn-
ar reglum. Við sátum yfir eldrauð-
um krabbanum í tvær klukku-
stundir og sugum og kjömsuðum.
Síðan hefur mér oft dottið í hug,
hvort við gætum gert sviðaveizlur
að jafnmerkilegri athöfn og
krabbagildin.
X
Við skoðuðum Helsinki í nokkra
daga, áður en við hófum ferð okk-
ar um landið. Borgin er ekki ýkja-
stór, íbúar rösklega hálf milljón,
en byggingar margar mjög glæsi-
legar, enda eru Finnar víðfrægir
húsameistarar. Og það eru ekki
einungis stórhýsin, sem menn hafa
lagt sig fram um að gera sér-
kennileg og fögu.r, heldur virðist
mjög eftir því keppt, að- nálega
hvert hús hafi nokkuð til síns á-
gætis að ytra útliti og beri smekk
og listfengi höfundar síns vitni.
Meðal stórbygginga, sem ekki eru
nema fárra áratuga gamlar, eru
hið mikla þinghús við Manner-
heimsveginn með veglega súlna-
röð fram að götunni og líkneski
stjórnmálaskörunga í garði fyrir
neðan, en ósnortna klapparbungu
á aðra hlið, og íþróttavangurinn
mikli. Yfir hann gnæfir útsýnis-
turn mikOl, sem sjálfsagður þykir
1 hverri borg í þessu skógivaxna
Ljósmyndir:
Suomen
matkailijayhdistys
landi. Skammt frá honum, í lægð-
inni upp frá Tölövíkinnv-eru sund-
svæði mikil, en á sérkennilegum
klapparkollum handan hennar er
að rísa upp skemmtisvæði með
leiktæki, sem tíðkast á slíkum
stöðum, og áreiðanlega verður ein-
sta'kt í sinni röð, þegar þar er
allt komið í kring. Gegnt járn-
brautarstöðinni í miðborginni er
risin verzlunarmiðstöð mikil, sem
hlýtur að vekja athygli, ekki ein-
ungis sakir stærðar, heldur og hins
hvernig 0] hefur verið hagað í
því skyni að aðstaða til sýningar
á vörum í glugguín á mörgum
hæðum yrði sem bezt. Mun leitun
á svo fullkomnu kerfi sýningar-
glugga, þóft komið sé í miklu
stærri borgir í þessu sama stór-
hýsi eru ainnig miklar bifreiða-
geymslur.
í gamla borgarhlutanum upp
frá Syðrihöfninni er Senatstorgið
með mikilfenglegar byggingar allt
í kring, og er það metnaður Finna,
hve fágætlega stílhreint þetta torg
er. Á aðra hlið þess er dómkirkj-
an, veglegt hof, og mörg þrep
upp að ganga, en fyrir endum þess
stjórnarráðsbyggingar á aðra hönd,
en háskólinn og háskólabókasafn-
ið á hina.
Eitt af pvi, sem einkennir finnsk
Legstaður Mannerheims, sem Finnar telja frelsishetju sína.
TllHINN - SUNNUDAGSBLAi)
9 77