Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Síða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Síða 2
Þfltur í skjánum Það er margra manna mál, að ofckur íslendingum sé gjarnt að treysta á slembilukkuna. Nú er vissulega varhugavert að kasta fram fullyrðingum um lyndiseink- unnir heillar þjóðar, því að ein- staklingarnir eru jafnan sundirleit ir að eðlisfari og verða aldrei í einn dilk dregnir, en vafa undir- orpið, hvernig dæmið reiknaðist, ef til heildaruppgjörs kæmi. Þó verður varla á móti því borið, að iðulega teflum við á fremsta hlunn í þeirri von, að allt slamp- ist af. Stundum verður okkur að þeirri von, án verðskuldunar að meira eða minna leyti, en oft kem- ur hún okkur í koll. Þetta er göm- ul saga, en líka ný. í annálum, kirkjubókum og gömlum blöðum má sjá getið mik- illa slysfara á sjó og landi í grennd við kaupstaðina. Men.n duttu útbyrðis, bát- ar fórust með allri áhöfn, stundum uppi við fjörusteina, og menn urðu úti, jafnvel örskammt frá garði. Sums staðar voru svo mikil brögð að þessu, að það var eignáð draugum. En draug arnir, sem sök áttu á þessum ó- farnaði, lágu ekki við á Vogastapa né við Skerflóð, heldur bjuggu þeir í mönnunum sjálfum. Menn fóru úr kaupstað svo drukknir, að þeir kunnu ekki fótum sínum for- ráð. Það var ein af venjum þess tíma að tefla þannig á tvær hætt- ur. Þetta er ekki getgáta, heldur staðreynd, sem sanna má með sam tíðarheimildum í mörgum tilvik- ium- Nú leggjum við ekki fótgang- andi á Vogastapa né setjumst und- ir árar, þegar við ætlum upp á 'Skiipaskaga. Við ökum um göt- ur kaupstaðanna og þjóðvegi landisins. Og þó að fæstir geri það vonandi í því á- standi, er varð forfeðrum okk- ar iðulega að fjörtjóni í kaupstaðar ferðum þeirra, einkennist atferli margra, sem sit-ja undir stýri bif- reiðar, af trúnni á heppni sína og anna-rra. Þar hafa margir slembi- lukkuna að leiðarljósi. Af því hafa umferðarslys líka verið svo tíð, að tæpast verður annað kallað en þjóðarvanzi Sú er bót í máli, að þetta virð- ist ekki ólæknandi mein. Vegna þeirrar breytingar á ökureglum, sem nú er að komast á, hefur um alllangt skeið verið lagt kapp á að brýna fyrir vegfarendum, öku- mönnum og gangandi fóiki, gætni og ábyrgðartilfinningu. Sumt af þessum áróðri hefur kannski verið íáfengilegt, og betur hefði hægri- nefndin leitað álits Helga Sæ- mundssonar og Andrésar Krist- jánssonar um ljóðaval, áður en hún prentaði rímuð hollráð í hundrað þúsund eintökum. En hvað um það: Tölur sýna það; sem er mergurinn málsins. Það hefur dregið til nokkurra muna úr geig- vænlegum umferðarslysum síðan farið var að andæfa ruddaskapn- um og kæruieysinu á götum og þjóðvegum. Við metum hvert mannslíf mik- ils, og á mörgu'm sviðum í þjóð félaginu hefur verið sýnt og sann að, hversu mjög má aftra slysum. Slysavarnarfélagið, sem á alllanga sögu, á orðið lífið í mörgum mann- inurn, og mörg önnur samtök, sem síður geta kannski lagt á borðið skýrslur með órækum tölum, hafa mörgu mannslífinu bjargað og bætt að meira eða minna leyti böl annarra, sem slys og óhöpp hafa lostið. Margt hefur verið gert. Og þó meira ógert. En við víkjum aftur að því, að tekizt hefux að draga úr umferð- arslysum með stöðugum áminning um og leiðbeiningum, að minnsta kosti í bili. Kynni ekki að mega fækka slysum af öðru tagi, ef fjöl- miðlunartækjum, útvarpi og sjón- varpi, væri beitt á svipaðan hátt í því skyni? Tæpast leikur neinn vafi á því, að þjóðin b'íður meira af'hroð af völdum hóflausrar áfengisneyzlu en nokkru öðru, sem viðgengst í landinu. Þar fara ófá mannslíf for görðum, beint og óbeint, og víða liggja heilar fjölskyldur nálega í va-lnum af þessum sökum. Þeir, sem vita mega, kunna margar og ófagrar sögur að segja af hlut- skipti kvenna og barna, sem mörg hver bíða þess varla bætur, hvað yfir þau hefur -gengið, og sögur af því tagi gerast dag hvem bak við luktar dyr miklu víðar í um- hverfi okkar en flesta grunai að óreyndu. Við þetta fléttast löng keðja hvers konar óláns, afbrot og óhæfuverk. Einu sinni trúðu margir því, að drykkjusiðir færðust í mennilegra horf, ef auðvelt væri að ná i á- fengi. Þetta var stutt því áliti, að boð og bönn hefðu það í fór með sér, að menn drykkjú af meiri áfergju en ella. Nú um langt skeið hefur áfengi hvarvetna að kalla verið hendi nærri. En þvi fer víðs fjarri, að það hafi bætt-úr skák. Þvert á móti hefur keyrt svo um þverbak i seinni tið, að verknaðir, sem ekki verða annað kallaðir en brennivinsmorð, gerast orðið ná- lega á hvarju misseri. Með þetta í huga virðist engin goðgá, þótt þess væri freistað að beita fjölmiðlunartækjunum svo sem eitt misseri til þess að spyrna gegn fráleitu-m drykkjusiðum, líkt og þeim hefur verið beitt með árangri gegn frá- leitum ökuvenjum. Einhver kann að vísu að segja, að það sé ætlunarverk góðtempl- arareglunnar að fækka slysum á þessum vettvangi. Það hefur hún líka sjálfsagt gert á sinn hátt. En í slíkri herför, sem hér hefur verið stungið upp á, eru gó'ðtemplarar ekki líklegastir til þess að ná eyr- um þess fólks,_ sem einkum þarf að tala til, enda satt að segja öðr- um skyldara að ganga fram fyrir skjöldu. En ráðgjafar gætu þeir verið í þessu efni, ásamt lögreglu- mönnum, læknum, sálfræðingum og ýmsum öðrum, Sem vegna starfs, stöðu og áhugamála, þekkja vel þær meinsemdir, er við er að kljást. Það getur e-kkí skipt mönnum í tv-o hópa, hvort þeir eru sjálfir bindindismenn eða ek-ki. Loku er að vísu ekki skotið fyrir það, að til s-éu menn, sem brennivín er svo hel-gur dómur, að jaðri við guðl-ast í eyrum þeirra að ama-st við skaðvænlegri drykkju. En öll- um þorra landsmanna hlýtur að vera sár fleinn i holdi, að stórir hópar manna drekki sér og öðr- um til varanlegrar ógæfu, heilsu- tjóns og aldurtila. Raunar bryddi ofurlítið á nokk Framhald á 406. siðu. 386 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.