Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Side 5
ar bókmennta, Njálu sem annarra — að því leyti að hún færir ökkur ritlist og bókmenningu. Og á fyrstu öld skráðra íslenzkra bók- mennta — þeirri tólftu eftir Krists burð — eru trúarrit fyrirferðar- mest. Þá eru þýddar á íslenzku prédikanir, guðfræðilegar dispúta- síur, sögur af helgu fólki og homi- líubókin íStjórn, sem Jón Helgason í Árnasafni segir ritaða á svo fögru máli, að rithöfundur, sem ekki hafi þaullesið hana, sé litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur, sem enn eigi ólesna fjall- ræðuna. Trúarkvæði, varðveitt munr lega, hafa orðið til strax við kristm töku. Þau elztu eru ort undir drótt kvæðum hætti. Eilífur Goðrúnar- son yrkir Þórsdrápu, sennilega rétt fyrir árið þúsund, en síðan Kristsdrápu. Þá hefur hann skipt um sinn andlega höfðingja, og yrk ir auðvitað um hann líka. E.inar Skúlason yrkir Geisla um kraftaverk Ólafs helga á miðri 12. öld, Eystejnn Ásgrimsson Lilju um 1340. Hættirnir breytast smátt og smátt til samræmis við evrópsk- an sálmasöng, en kaþólskum yrk- ingum um himnakóng og hans helgu hirð lýkur ekki fyrr en af er höggvið höfuð Jóns biskups Arasonar. Samheng; í kirkjulegum bók- merntum í bundnu og óbundnu máli er þess vegna órofið frá kristnitöku fram til siðaskipta. Bókmenntir af þessu tagi eru ekki allar býddar. Hér á landi eru til öæmis ritaðar jarteinir af Þor- lák; helga. (Þessi góði dýrlingur var óþreytandi að hjálpa íslenzk- um bændum að draga kýr upp úr lækjum, verja æðarvörp. dorga niður um ís, finna smáhluti, sem tapazt höfðu, og leysa önnur vanda mál virkra daga.) — Því miður, heldur Vésteinn áfrara, — er of lítið af þessum bókmenntum til í útgáfum, sem aðgöit'gilegar eru almenningi. hér- lendis. Biskupasögur eru í íslend- ingasagnaútgáfunni, skemmtileg sýnishorn iarteina og fleiri bók- mennta af Mku tagi i bókini Leit ég suður til landa, sem Einar Ól- afur Sveinsson gaf út. og loks má nefna Sögur úr Skarðsbók, sem Ólafur Halldórsson gaf út í fyrra eða hitteðfyrra. En það var fleira lesið í klaustr unum en paternoster. Latínukunn- áttan var lykill að gullaldarbók- menntum Grifckj* og Rómverja og er talið, að ísleniíkir sagnaritarar hafi — fyrir tilstilli klaustra og kirkna — verið þeim talsvert kunn ugir. — Hér hefur þá ekki ríkt menn ingarleg einangrun? — Því fer víðs fjarri, svarar Vésteinn og bætir við, að lík nor- rænna manna, sem jörðuð voru í Herjólfsneskirkjugarði á Græn- landi, hafi verið klædd samkvæmt nýjustu Parísartízku þeirra tíma Og úr því að þeir gátu fylgzt svo vel með, þá hafa íslendingar ekki verið verr settir. Enda sköp- uðust hér tvær bókmenntagrein- ar, riddarasögur og sagnakvæði, fyrir áhrif samhliða menningar- strauma frá Frakklandi, þar sem trúbadúrar lofsungu fagrar kon- ur og hrausta menn, eða eins og segir í próvensku kvæði: ég kyssi konur göfgar og karlmenn drep ég þá mér lízt. — Hákon gamli, sem okkur ís- lendingum er alltaf heldur illa við, af því að hann hirti frelsi vort og lét sálga Snorra, kemur þarna við bókmenntasöguna. Hann hafði mikinn áhuga á að kenna sinni hirð kurteisi, gera hana evrópska í siðum og hugsun, og í þeim tilgangi lét hann þýða franskar hirðbókmenntir. Þetta var honum stjórnmálaleg nauðsyn, því hann var áð festa lénsskipulag í land- inu. (Hér væri freistandi að skjóta inn vænum kafla um það, hvernig lénsaðall og kaþólsk kirkja hafa ævinlega stutt hvort annað af fremsta megni, og er Spánn nú- tímans prýðisdæmi. Hákon gamii naut fullrar liðveizlu erkibiskups í Niðarósi til að leggja íslendinga undir sig. Er óvíst, að honum hefði tekizt það annars. Og það var einmitt á þessum timum, sem hver riddarinn eftir annan þeysti undir merki krossins í átt til Jerúsalem til að berja á heiðinj- um. Þótt krossferðirnar væru væg ast sagt villimannlegar, urðu þau tengsl við arabíska menningu, sem krossfarar komu á, mikil lyfti- stöng fyrir Evrópu og höfðu sín áhrif á renesans-tímabilið. Um öldukast þeirra atburða allra á hugi forfeðra vorra verðum við að láta okkur nægja að vitna i Laxness: „Sem stendur skrifa Is- lendingar ekki lengur á megin- landsvíisu, eins og þeir gerðu á 12. og 13. öld, þegar þeir áttu samleið með Frökkum í stórri bók- menntahefð. sem þó var sjálf- stæð“.) — Það var munkurinn bróðir Róbert, sem þýddi fyrstu riddara- söguna um Triistan og ísold fyr- ir Hákon gamla árið 1226. í kjöl- farið fylgdu margar aðrar riddara- sögur fyrir norsku hirðina. En bæði Tristams saga og fjöldi annarra væru nú méð öllu glat- aðar, ef svo hefði ekfci tekizt til, að íslendingar náðu í þessar sög- ur og höfðu miklu meira gaman af þeim en Norðmenn. Og það var ekki nóg með það, að þeir fengju dálæti á sögunum, gerðu eftirrit eftir þýðingum og þýddu jafnvel sjálfir (sbr. hina frægu þýðingu Brands ábóta Jónssonar á Alexanders sögu). Þessi hirð- lausa þjóð, sem heita má að færi á mis við iénsskipulagið, fór að semja sínar eigin riddarasögur, stundum kallaðar Ivgisögur, þótt sannleiksgildið sé víst á svipuðu stigi í þessu öllu saman. t þessum heimatilbúnu riddarasögum hef- ur franska kurteisin og kvendýrk- unin bliknað ólítið og breytzt. Ástir Tristams og ísoldar kólna í þýðingu hins siðavanda bróður Róberts og hvað íslendingum við- kemur, þá eru þeir svo hrifnir af bardögum og þrekvirkjum að skilgreining tilfinningalífsins fer meira og minna forgörðum hjá þeim. Minnum og efnisatriðum úr fornaldarsögum og viðar er bland- að þarna saman. Það var haft eftir Sverri kon- ungi, að lygisögur slfkar þættu honum skemmtilegastar og hjá is- lenzkum almenningi nutu þær vin sælda fram á 19. öld. En miðað við nútiðarsmekk er bókmennta- gildi þeirra af skornum skammti. Riddarasögur höfðu skýr áhrif á yngri íslendingasögur, svo sem Gunnlaugs sögu ormstungu og Lax dælu. Karlmenn í Laxdælu eru glæsilegir, kurteisir og gerólíkir Aglj gamla, sem varla gat kall- ast „séntilmaður“, þótt hann væri svona gott skáld. í Laxdælu eru og miklar lýsingar á klæðaburði karla og kvenna og búningar Skrautlegir. — En sagnadansarnir, sem þú hafðir sem prófverkefni? — Þeir eru frá svipuðum tima, Framhald á 406. síSu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 389

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.