Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Qupperneq 7
Það er upphaf einnar lítiUar sögu, þeirrar er skrifuð fannst á sfceinveggnum í Kölni, að Knútur hefur kóngur beitið, sá er réð fyr- ir Sjólöndum. Hann var ágætur kóngur að vænleik og mannfjölda, heiðri og höfðingsskap, hreysti og harðdrægni og að öllum þekn höfðingsskap, sem prýða mótti einn heiðarlegan herra og hniginn nokkuð í aidur þann tíma, er þetta ævintýri byrjar. Hann átti ágæta drottningu, dóttur kóngsins af Flæmingj alandi, og átti við henni eina dóttur barna, hver er Signý hét. Hún var bæði vitur og ráð- vönd, fógur og fríð, kvint og kurteis, stolt vel, blíð og Mtil- lát. Hún kunni og allar þær listir, sem kvenmannd til heyrði, svo að það var alsagt bæði í fornum sög- um og nýjum, að engin kvenmað- ur hefur fegri fæðzt í norður hálf- unni heimsins og betur að sér um alla hluti og vel flesta mennt. Ágæt skemma var henni reist með aniklum hagleik og fékostnaði. Voru þar margar vænar meyjar henni til þjónustu fengnar. Það var vani Knúts kóngs að leggja í hemað hvert sumar og afla sér hæði fjár og frægðar, en sitja heima á vetrum með mikilli rausn og fijöhnenni. Bar enn og svo tii eitt sumar, að Knútur kóngur hélt 1 hernað með fjórtán Skip og dreka hið fimmtánda. Fór hann þá enn sem oftar vel í hernaði sínum. 2. Ásmundur er kóngur nefnd- ur. Hann réð fyrir Húnalandi. Ungur og ókvæntur, ör og ágæt- ur, vitur og vopndjarfur, ríkur Oig ráðvandur, frækn um alít og full- hugi hinn mesti. Hann hélt mikla hirð og merkflega. Ólafur hét sá maður, er næstur gekk kónginum. Hann kallaði Ásmundur skósvein sinn. Hann var hraustur maður og harður til vopns, traustur og trú- lyndur, hægur, og hversdiags- gæfur, dyggur og drenglundað- ur, ör og einarður, og hollur í öllu sínum hofðingja. Það var einn tíma, að Ásmundur kóngur sat við drykkíiu og var allkátur, að hirðmann töluðu um, að það skorti Ásmund kóng mjög á sína sæmd, að hann hafði eigi fengið þá drottn- ingu, er honuim sómdi. Kóngur spurðl, hvar þeir sæi honum þá konu, að hans sómi yxi við. Þá varð ölum staður á nema Ólafi einum. Hann mælti þá: „Veit ég þá konu, að þinn heiður vex við, ef þú færð hana, en þverr í engan T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ stað.“ „Hver er sú?“ sagði Ás- mundur. „Hún heitir Signý“ sagði Ólafur“ og er dóttir Knúts kóngs af Sjólöndum. Hana veit ég nú kvenkost beztan á Norður- Iöndum.“ Kóngur mælti: „Þá skal þegar við búast og Skipum fram hrinda.“ Þetta var gjört innan Mt- ils tíma. Stígur Ásmundur á skip með fríðu föruneyti og sigla burt af Húnalandi, lægjandi sín segl eigi fyrr en í þeim höfnum, er lágu fyrir þeim höfuðstað, sem Knútur hafði aðsetu í. Kastandi akfcerum en skjótandi bryggjum. Ganga síðan á land með fjóra menn og tuttugu og upp í stað inn og inn í þá skemmu, er kóngs- dóttir sat í. Og sem Ásmundur kom inn, heflsaði Signý honum hæversklega og öllum hans mönn- um. Sezt Ásmundur niður hjá drottningu og talast þau við lengi. Og þar kemur, að Ásmundur hefur uppi orð sín og biður Signýjar sér tfl handa, en hún svarar svo: „Það er svo háttað, að Knútur kóngur faðir minri er ekki heima í sínu landi, en ég vil hans ráðum fylgja. En það má vera, áð hann gifti mig í þessari ferð og vil ég eigi gjöra það til rógs við hann og þig, enda á faðir minn að ráða minni giftingu.“ ,Viltu þá“ sagði Ásmundur „vísa mér frá með öllu?“ „Ekki hef ég þar ákveðin orð um“ segir hún, „þvá að ég sé, að mér $r fúflkosta í þér, en ég vil þó, að faðir minn ráði mínum Mut.“ Ásmundur stóð þá upp og mælti: „Ekki mun þér duga drátt- ur sá lengur við mig.“ Gengur hann þar að, sem hún situr og tek- ur í hönd Signýju og fastnar hana, en hún gjörir hvorki að neita né játa. Ásmundur mælti þá: „Nú skulu það allir mega frétta, að ég skal þig með bardaga verja, hver sem þig vill fá, því að mér þykir sá sýnt vflja óvingast við mig. Ætla ég að sækja hingað brúðkaup að hausti.“ Síðan gekk Ásmundur tfl skipa og sigldi heim til Húna- lands. 3. Sigurður hefur kóngur heitið sá, er stýrði Vallandi. Hann var ungur maður og ókvæntur og hafði nýtekið við föðurleifð sinni eftir Hring kóng föður sinn. Sig- urður var örr kóngur og ágætur, harður og hermaður mikill og svo frækinn maður til vopns. að fáir eður engir stóðust honum í bardög um eður einvigum. Þetta sama sumar, er nú var frásagt, hélt Sig- urður kóngur í hernað. Stukku all- ir víkingar undan honum, þeir sem tfl hans fréttu, því að hann var harla frægur af hernaði sín- um og riddaraskap, því að það var sannsagt af Sigurði, áð hann var meiri íþróttamaður en nokkur ann- ar honum samtíða. Hann var svo snar og fóthvatur, að hann hljóp eigi seinna né lægra í loft upp og á bak aftur á öðrum fæti en hinir fræknustu menn á báðum fótum framlangt. Af því var hann Sigurð- ur fótur kallaður. Það var einn góðan veðurdag, að Sigurður kóng- ur sigldi að eyju nokfcurri hálfum þriðja tug skipa. Þar lá fyrir Knút- ur kóngur af Sjólöndum. Og er þeir fundust voru þar bMðar kveðj- ur. Og er þeir höfðu spurzt al- mæltra tíðinda hafði Sigurður uppi orð sín og bað Signýjar sér til handa. En Knútur svarar svo: „Eigi sé ég, að hún megi fá rösk- legri mann að öllu.“ En hversu langt sem hér var um talað, þá var það ráðum ráðið, að Knútur kóngur fastnaði Signýju dóttur sína Sigurði fót. Skyldi hann sækja brúðkaupið að hausti heim í Sjó- iand. Skildu þeir síðan með hinni mestu vináttu. Og er Knútur kóng- ur kom heim í ríki sitt fagnaði Signý honum kurteislega og sagði honum, hvað þar hafði tfl borið og hversu farið hafði með þeim Ás- mundi kóngi. Kriútur kóngur sagð- ist hafa gift hana miklu röskara mainni. Hún spurði hver sá væri. Hann kvað það vera Sigurð kóng fót af Vallandi. Signý svarar: „Ágætur maður mun Sigurður kóngur vera, en þó hef ég ætlað að eiga Ásmund“. Þá reiddist kóng ur og mælti svo: „Þótt þú unnir Ásmundi af öflu hjarta, þá skal hann þó aldrei þín njóta né bú hans.“ Signý svarar þá: „Þú munt ráða, faðir minnn, orðum þínum, en auðna mun ráða hvem mann ég á.“ Skildu þau þá tal sitt. Líð- ur sumarið framan til þess tíma, er Knútur kóngur hafði ákveðið, að brúðkaupið skyldi vera. KemiSr Sigurður fótur þá að neíndum degi og var þegar búizt við virðu- legri veizlu og brúðurin á bekk sett. Og þó var það þvert í móti hennar vflja. Varð þó faðir hennar að ráða. Settust menn í sæti og tóku tfl drykkju og voru hinir kátustu. Spurzt hafði þetta allt saman til Húnalands og bjóst 4s- fflundur heiman við fjórða mann og tuttugu á einu skipi. Þar var , 391

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.