Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Page 15
aist tðku málstað þrælanna, saman á ótal vegu. Líkt og víðfrægasta valkyrja Englands var komin af fiólki, sem einkum bar afnám þrælahaldsms fyrir brjósti, kom mikilfeníglegasti postulinn í önd- verðri frelsisbaráttu svertingja Viiihjálmur Garrison, einnig við sögu kvenréttindabaráttunnar oft- ar en einu sinni. Æskuheimkynai Garrisons voru í suðurfylkium Bandaríkjanna, og þar hóf hann ungur að árum að tala máli svöríu þrælanna. Þá var það altítt. að þrælaeigendur tækju sig til og auglýstu í biöðurn nöfn þeirra, sem ömuðust við þrælahaidi og legðu fé til höfuðs þeim, rétt eius og verðiaun eru veitt fyrir að fella skæð villidýr. Sjálfur fylkis- stjórinn i Georgíu hét hverjum þeirn, sem færði honum Garnson, fimm þúsund dölurn að launu.n. Garrison flúði við þetta norðut í land og gaf síðan út í meira en þrjátíu áratugi tímaritið Liberator, þar sem hann gerði marga hrið- in>a harða að þeim, sem kúguðu og kvöldu blökkufólkið. Þar nyrðra tók hann einnig að leggja kvenfreiisiskonuim lið. En það jók ekki vinsældir hans, og á kvenna- fundi í Boston árið 1935 komst hann í meiri lífshættu en í nokk- urn tíma annan. Hópur manna ruddist inn á fundinn, þreif Garri- son og brá snæri um háls honum. Siðan var hann dreginn um götur borgarinnar, og var ætlunin að fara með hann út úr henni og hiengja hann þar. Það varð honum til l'ífs, að borgarstjórinn hafði sent lögregluþjónia á vettvang til þess að handtafca hann, og þeir náðu honum úr höndum múgsins áður en snærið væri að fuMu reyrt að hálsi hans. Löngu seinna bar' saman fundum EmmieMnu Pankburst og þessa manns, og þá á Englandi, þar sem hann gerð- ist Mðveizlumaður hennar, trúr hugsjónum sínum til æviioka. Enn var Emmelína ekki nema ldtil telpa, er gerðist atburður, seim opnaði augu hennar fyrir grimmd og kúgun, sem ekki varð endi bundinn á um ævidaga henn- ar. Eftir uppneisnina í íriandi árið 1848 hafði verið stofmuð leyni- hireyfing írskra byltingarmanna, svoniefmd F'enier-hreyfing, sem magmaðist að sama skapi og harð- stjórn Englendinga á íriandi. frar í Bandarikjunuim stofinuðu jafnvel útiagaistjórn I New York og sendu heim bæði vopn og menn, sem vanizt höfðu vopnaburði í þræla- stríðinu, og hersveitir voru æfðar á laun um nætur. Þessi írska leyni- hreyfing gerði innrás í Kanada ár- ið 1866 og uppreisn heima á ír- landi í marzmánuði 1867. Tveir af leiðtogum hreyfimgarinnar voru teknir höndum í Manchester. Til- raun var gerð til þess að bjarga þedrn úr fangelsinu, og var lás fangelsiishurðarinnar sprengdur með byssuskoti. En fyrir innan hurðina sat vörður, sem beið bana við þetta. Lögreglan náði þeim mönnum, sem þarna voru að verki, og dómstóll kvað þegar upp yfir þeim dauðadóm. Þeir voru hengd- ir í fangelsisgarðinum og skarð rofið í faagelsismúrinn, svo að al- menninigur gæti komizt greiðiega inn í garðinn og horft á aftökuna. Þessir menn hafa síðan verið nefndir DÍs'larvottarnir frá Manch- ester. Mórgum ofbauð dómurinn og aftakan, því að mennirnir höfðu orðið verðinum að bana að óvilja sínuim, og þar að auki hafði ekki nema einn þeirra hleypt af skot- inu, sem varð honum að bana. Emmelína litla gekk meðfram ifainigelisiisúrumuim á leið sinni á milli heimilis síns og barnaskól- ams og sá skarðið í famgelsismúr- inn gapa við sér, er hún fór þarna hjá daginn eftir aftökuna. Brátt var þó skarðið fvllt, en Mtur nvju múnstednanna minntu hana jafnan á, hvað þarna hafði gerzt. HTu-t- skipti íra varð henni Ijóslifandi. Fjórtán ána gömul kom hún fyrst á kvenréttindafund, þar sem ein frægasta baráttukonan á þeim árum, Lydía Becker, talaði máli kynsystra sinna. Hún var á leið heim úr skólanum, er hún mætti móður sinni og fékk að fara með hemni á fundinn með skólatöskuna síma á bakinu. Litlu síðar fór faðir hennar með hana til Parísar, þar sem hún átti að stunda nám í heimavistarskóla Fna'kkliand var þá lamað eftir hrakfarirnar í stríðinu við Þjóð- verja, og þjóðin var flakandi í sór uni, þrúguð af hernámi og þung- bærum skaðabótagreiðslum. Þetta varð til þess, að EmmeMna fyllt- ist samúð með Frökkum, en bar ævilangt í brjósti kala í garð Þjóðveirja. Hún varð herbergistfé- lagi móðurlausrar, franskrar stúlku, Naómi að nafni, dóttur hins fræga blaðamanns og kommú nista, Hemris Rocheforcs. Hann var markgreifi að nafnbót en varpaði titld sínum fyrir borð og barðist hatrammri baráttu gegn keisaran- um. Hann varð valdamaður skamm an tíma meðan Parísarkommúnan ríkti, en sama árið og Emmelína kom til Parísar var honum stefnt fyrir rétt. Sakagiftirnar hjtía venð taldar hæpnar og trauðla sannað- ar, en eigi að síður var hann sek- ur fundinn. Hann slapp nauðulega við dauðadóm, og var sendur í út- legð til Nýja-Kaledóníu, sem er lamgt úti í hafi undan scröndum Ástralíu. Þaðan tókst honum þó að strjúka á ævintýralegan hátt eftir tvö ár. Hann hélt út á hafið í náttmyrkri á opinni smákænu, og þó að skipaferðir væru ekki tíðar á þessum slóðum, varð að lokum á vegi hans bandariskt gufuskdp. Dóttirin var að sjálfsögðu ugg- andi um afdrif föður síns, og þær stallsyst'urnar töluðu margt um vonzku heimsins. Allt féll í einn farveg um þau áhrif. er Emme- líma varð fyrir. Seinna kynntist hún í þessum sama skóla dóttur Alberts Brisbanes, sem fyrstur varð til þess að boða sósíalisma í Banda níkjunum. Tæpt tvitug að aldrt kom hún alkomin heim, nokkuð einþykk og óstýriiát, og hafði tileinkað sér skoðanir, sem i mörgum greinum voru harla róttækar. IV. Árið 1878 háðu Tyrkir og Rúss- air styrjöld. Tyrkir höfðu lengi kúgað Búlgara, en Rússar höfðu bomið þeim til hjáipar og voru í þann veginm að vinna sigur Um aillt Bretland var það mjög rætt, hvort enska stjórnin ætti að sker- ast i ieikinn og láta her sinn rétta Mut Tyrkja Gladestone var mjög andvígur Tyrkjum. en hafði orð- ið að láta í minni pokann fyrir stalibræðrum sínum í frjáislynda flokknum, er voru á annarri skoð- un. Foringi þeirra manna í Manch- ester, er andvígir voru hernaðar- íhlutun Breta, var lögfræðingur um fertugt. Ríkarður Pankhurst. Hann hafði meira en áratug fyrr átt þátt í því að stofna i Manch- ester kvenfrelsísn.efnd, sem átti samstarf vdð Stúart Mill, og nú hafði hann komið því til leiðar, að sam'tök frjálslyndra manna í norðurhluta Englands kröfðust þess, að Gladestome tæki á ný við T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 399

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.