Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Síða 19
heim í hlað. En það er önnur saga. Jón Scheving á Höfðanum frétti af undramanninum Jóni almáttuga á Borgarfirði. Þarna var tilvalinn maður til sendiferða. Er ekki að orðlengja það, að Jón almáttugi réðst ársmaður á Höfðann, til nafna síns, og fór prýði- lega á með þeim. Jón vinumaður reyndist góður til allra verka, en þó einkum og helzt til ferðalaga á Seyðisfjörð með bréf og reikninga. Veturinn 1910 var þjónustu- stúlka á Höfðanum hjá Jóni og Guðlaugu Guðrún Högnadóttir frá Borgarfirði. Guðrún segir svo frá: Seint í marz þennan vetur var Jón Scheving snemma á fótum að venju. Hann tók sjónauka, gekk fram á sjávarbakkann, og beindi sjónaukanum út á Héraðsflóa. Bar þá fyrir augu hans bát, stutt frá landi, og voru í honum fjórir menn undir árum og einn við stýri. Báturinn hafði stefnt á Höfð- ann. Þennan morgun var frekar hæg austanátt og úrkomulaust og þoka niður í mið fjöll. Talsvert bnm var við landið. Jón vinnumaður var í sendiferð, máske á Seyðis- firði. Jón Bjarnason i Klúku var á Höfðanum og gegndi verkum vinnumanns. Jón Scheving brá fljótt við, þegar hann sá bátinn stefna á Ilöfðann. Þar var ólend- andi vegna brims. í Stapavík var eini staðurinn, sem kom til rnála, að báturinn gæti lent, hverjir sem þarna voru á ferð. Jón gerði ráð fyrir, að bátur þessi væri í nauðum staddur að reyna að ná landi. Þeir nafnar hröðuðu ferð sinni með veifur út í Stapavík. Breyttu mennirnir þá stefnu og héldu á Stapavík eftir tilvísun þeirra nafna. Lendingin tókst slysalaust, bátnr- inn óbrotinn og mennirnir ómeidd ir, nema einn lítils háttar i hand- legg. Menn þessir, fimm að tölu, höfðu þá sögu að segja, að þeir væru franskir strandmenn. Þeir hefðu siglt hægan byr um nótt- ina með fullum seglum í svarta- myrkri og þoku og ekki grunað, að þeir væru nærri landi. Þeir urðu undrandi, þegar skipið strandaði undir háum sjávarhömi- um, ekki langt fyrir utan þennan stað. Skip þeirra var fullt af matvæl- um, sem þeir áttu að færa frönsk- um skipum, sem voru á handfæra veiðum á íslandsmiðum. Ekki hittu strandmenn nein skip á leið sinni yfir hafið og sáu ekki heldur land fyrr en svarta sjávarhamra i þoku þegar skip þeirra var strandað með öll segl við hún. Ekki höfðu þeir hugmynd, hvar við íslandsstrend- ur þeir voru staddir. Jón Scheving gat frætt þá um það. Hann gat tal- að við þá nokkurn veginn um eitt og annað. Þegar birta tók um morguninn, settu Fransmenn bátinn á filot i ólgusjó. Létu þeir í hann föt og mat og fleira. Að því búnu kom- ust þeir frá skipinu út á rúmsjó Þokunni létti og sáu þeir þá húsið á Höfðanum og héldu i áttina bang að. Bátinn settu þeir nú upp undir kletta í Stapavík og gengu heim á Höfðann til þess að fá sér hress- ingu. Bátu þeir sig vel, enda iítt þjakaðir. Jón Bjarnason fór að Unaósi til þess að láta vita um strandið og fá menn til að ganga á strandstað. Á Ósi bjó Sigurður Jakobsson og kona hans, Elínbjörg Arnbjörns dóttir. Höfðu þau búið þar i mörg ár með mikinn barnahóp þegar þetta strand varð, og voru öll Ósbörnin uppkomin og flest komin að heiman. Jakob, sonor þeirra, var hjá foreldrum sínuin þennan vetur með konu sína og tvær ungar dætur. Sigurður á Ósi kom fréttinni um strandið 4 næstu bæi, og brast fréttin fljótlega vitt og breitt um Úthérað og víðar úm sýsluna sem önnur stórtíðindi. Skipsstrand og hvalreki þóttu góð tíðindi, því að þá gafst oft góð björg í bú. En stundum er sýnd veiði en ekki gefin, eins og kom-'á daginn með þetta strand. Jón Bjarnason fiór strax til baka og Jakob á Ósi með honum. Þeg- ar þeir komu á Höfðann, v.iru Fransmenn og Jón Scheving ferðbúnir á strandstað. Jakob þekkti alla staðhætti út með sjónum og kunnj öll. ör- nefni í Óslandi, bæði hátt og lágt, eftir langa veru slna á Ósi. Ekki komust þeir meðfram sjón- um vegna brims og fóru þeir út bjargbrúnina langleiðina að Sel- vogsnesi. Örstutt innan við Sel- vogsnesið eru umflotnar flúðir, sem nefnast Selhellur. A Se'hell- unum stóð franska skútan með rá og reiða, full af matvælum, víni og ölföngum, sem átti að losa á Fáskrúðsfirði eða í skútui á hafi úti. Engir möguleikar voni að ná skútunni út Jakob vissi um gilskoru, sem liggur niður bjargið og kallast Skinnbrókargil. Niður þetta gil fóru allir eða flestir menmrnii, og var þá stutt að skútunni, sem var að sjá lítið brotin. Sökum ólgu og dýpis komust menniroir þó ekki út á flúðina, sem skútan lá á. Að svo komnu var ekke-t unnt að gera annað en að snúa upp Skinn- brókargil og heim á Höfða Menn vonuðust og óskuðu eftir suðlægri átt næstu daga og lá- deyðu, svo að unnt yrði að koma við bátum og flytja vöru- á þeim inn á Höfðann. Þetta fór þó á aðra leið. Daginn eftir vai sama áttin með meiri kulda og kviku, skútan farin að brotna á flúðinni og varningur að skolast í sjóinn og berast vítt og breitt fyrir vindi og falli, það sem flotið gat Öll sekkjavara fór á sjávarbotn — kartöflur, kornvara, kaffi, sykur og fleira. Fljótlega fór að reka margs kon- ar varning inn á víkur og voga í grennd við Höfðann og var mann- lega á mót: tekið af mannskap, sem þangað var kominn að ganga með sjónum og bjarga matvöru og vínföngum. Margir lögðu hart að sér við að bjarga, en þó enginn eins og Jón almáttugi. Hann ösl- aði með útbreiddan faðminn á móti víntunnunum og var að^ara mikill að koma þeim undan sjó Meiri parturinn af því, sem rak, voru kextunnur óþéttar, og því allt gegnblautt í þeim. Kexið var þó góður matur, þegar búið var að útvatna það, og var það siðan soðið í mjólk í grjónastað Talsvert náðist óskemmt af ^mjörlíkj i tré- öskjum, niðursoðnu nautakjöti í blikkstaukum, svínakjö'ti og öðrum dósamat. Talsvert rak iíka af steinolíu, og' var hún í fjögurra potta brúsum með skrúfuðum tappa. Öltunnurnar voru stórar og þungar, tvö hundruð potta, og urðu tuttugu og fimm til þrjáfíu í allt, sem náðust. Rauðvin, hundr- að potta tunnur, nokkru færri, og konjak í tuttugu potta kútum, ó- viss tala, og komu kannski ekki allir til skráningar. Fyrsta konjakskútinn rak á sand- eyri austan við Selfliótsósinn. Fransmenn fundu hann, fóru með hann upp að háum kletti, tóku tappann úr honum og fengu sér T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 403

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.