Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Qupperneq 20
góðan sopa og gáfu öllum eins og þá lysti að súpa eða fá á flösku eða pela. Jakob sagði, að kúturinn hefði verið fljótur að tæmast. Hleypti þetta glaðværð í menn þá, sem unnu við björgun á strand- góssinu. Fransmennirnir voru fimm daga á Höfðanum við góða aðbúð hjá Jóni og Guðlaugu. Þá lögðu beir land undir fót til Seyðisfjarðar á nýjum, íslenzkum skóm, sem Guð- rún Högnadóttir gerði til farar- innar. Þeir voru ánægðir með skóna — þóttu þeir iéttir og lipr ir í snjónum. Ekki mundi Guðrún, hver var fylgdarmaður þeirra á Seyðisfjörð, máske Jón almáttugi. Jakob á Ósi var alla daga úti við sjó, ásamt fleiri af Héraði, að bjarga strandgóssi og koma þvi á einn stað á Höfðann, stutt frá íbúð arhúsinu. Þetta var geysimikil bú- bót, þótt lítill hluti af því sem var í skútunm. kæmist á land, enda varð ekki í hana komizt nema í svartaládeyðu. Uppboð á strandvarningi fór fram á Höfðanum í góðu veðri. Uppboðið var vel sótt af Héraði og Borgarfirði. Þegar uppboðshaldari gaf sig fram með hamar í hendi, var upp á því stungið. að allt strandgóssið yrði selt i einu lagi, og hefðu menn féiagsskap með sér og létu einn bjóða í það og skiptu því á eftir bróðurlega manna á milli. Tillagan var samþykkt Upp- boðshaldarinn stóð tilbúinn með hamarinn i hendinni að slá hæst- bjóðanda. Eitt boð kom í skip og strandvarning — einar tvæi krón- ur, sagðist Sigurbjörn Sigurðsson í Rauðholti hafa heyrt Það o.á þó vera, að bessar tvær krónur hafi verið bara í skipið. En nva?' um það: Héraðrmenn og Borofi-ðing- ar fengu allt skranið fyrir sama og ekki neitt. Allir, sem sóttu uppboðið, voru vel mjúkir af víni og ánægfiir með hagkvæm kaup á strandvarmngn- um. Daginn eftir átti að fara fram skipti á milli hreppa, og áttu tveir fuiltrúar úr hverjum hreppi að vera þar viðstaddir. Borgfirðingar. sem voru á uppboðinu, fóru beim sama kvöldið nema þrír, sem áttu að vera við skiptin daginn eftir. Þeir voru Helgi Björnsson kaup maður, Ásgrímur Guðmundvson. bóndi á Grund og Sigurgeir Þórð- arson í Geitavík. Mennirnir, sem heim fóru um kvölaTð, áttu að senda tvo menn daginn eftir með kúta undir vín upp á Höfða. Fyrir valinu urðu tveir unglingspiitar, Sigurður Einarsson í Geitavik og Andrés Björnsson á Snotrunesi. Þann dag var veður gott, logn og léttskýjað og gangleiði í bezta lagi á þykkum gaddi. Við félagar lögð- um af stað að heiman fyrrihluta dags með kútana á baki. Fórum við alfaraleið um Njarðvík og yfir Gönguskarð o>g vorum tvo og hálf- an tíma á Höfðann. Okkur Sigurði fannst matarlegt í kringum húsið á Höfðanum — langar raðir af kextunnum, öltunnum og smærrí Víntunnum, fyrir utan annað, sem búið var að deila í sundur milli manna, þegar við komum. Mikið manntak og dugnað þurfti til að bjarga öllu frá sjó úr vík- um og norðan af sandi yfir Sel- fljót á ísj og koma því á einn stað á Höfðann. Þeir Jakob á Ósi og Jón almáttugi gengu mest og bezt fram við þáð. Jón átti heima á sjávarbakkanum, þar sem mest rak og var alltaf viðbúinn að taka á móti öllu, sem að landi bar. Skemmtilegast þótti honum að taka á móti víntunnunum og kunni bezt við sig, e” hann var vel rakur, bæði utan og innan. Við Sigurður drukkum gott kaffi og brauð í eldhúsi hjá Guð- rúnu Högnadóttur. Úti var söngur og mikill gleðskapur við vinkúta og rauðvínstunnur, skálað fyrir glottandi mána, sem var hátt uppi eins og fleiri þetta skemmtilega vetrarkvöld. Loks var búið að fylla Borgarfjarðarkútana og koma þeim í poka, og ekki annað eftir °n að i--r••>«!« osr haida á s'tað heim- leiðis, Jón almáttuy: f upp undir Bröttubrekku, og hafði margt skemmtilegt að segja af svamli sínu í brimi við að bjarga tunnum, fuilum af öli og víni. Ferðin vfir fjallið geks prýði- lega, ferðafélagar sætkennd'r og allkátir. Þeir höfðu lögg með sér í pela að væta kverkarnar eftir þörfum. Við stönzuðum smásiund í Njarðvik hjá Sigurði í fremsta bænum og konu hans, Guðnvju. Mikið h^rðfenni var í skriðunum og þurfti að ganga þær með varúð í myrkri. Okkur Sigurði f?nnst þetta ferðalag með kútana miög skemmtilegt. Við dreyptum aðein.> á víni á leiðinni heim. Það iiressti okkur. Og svo fengum við þakk- lætj fyrir ferðina og fannst okkur það meira en nóg borgun í stórbrimi fór skútan í spón og rak brakið vítt um fjörur, einnig í Borgarfirði. Á Nesfjörur komu þilfarsplánkar, kextunna og olíu- brúsi. Njarðvíkingar, sem komu á strandstaðinn fundu slóð í Ósfjail- inu eftir laumufarþega, sem hafði verið með skútunni og bjargazt í land. Slóðina röktu þeir upp á Skemmudalsvarp. Það er sex til sjö hundruð metra yfir sjó. Slóð- in lá niður Skemmudal og beina leið að Borgarbænum í Njarðvík. Daginn eftir var Margrét, kona Páls Sigurðssonar, í búri sínu að ná í súrmat í tunnu. Henni brá í brún: í tunnunni flaut útblásið, dautt kvikindi, seni hún hafði ekki áður séð né neinn á heimilinu. Fólkið komst að þeirri niðurstöðu, að þetta væri rotta — og slóðin yfir fjallið eftir hana. Þetta var mörgum árum áður en rottur fóru að sýna sig 1 Borgar- firði og vafalaust að rottan var úr skútunni. Þetta sama vor fluttist Jakob Sigurðsson frá Ósi í Snotrunes með konu sína og dætur. Hann flutti með sér fulla öltunnu, sem hann fékk í bjarglaun. Ölið var ljúf- fengt og hressandi drykkur. en lít- ið áfengt. Þó gátu sumir orð/ð sætkenndir, ef drukkið var mikið. Tunnan, sem tók tvö hundr- uð potta, varð tóm áður en sláttur var úti um sum- arið. Nokkrum öltunnum var ekið á sleðum inn á Hérað meðan ís var á Selfljóti, en marg- ar urðu eftir. Um sumanð var mikill ferðamannastraurniir á Höfð anum, einkum um helgar. Lögðu menn á gæðinga og fóru bangað í hópum til bess áð fá sér hressandi svaladrykk og láta drjúpa í smá- ílát og stinga í hnakktösku sína. Öllum, sem á Höfðann komu var velkomið að fá sér hressingu. ÖI- ið var sameign allra, sem unnu við björgun á strandvarnmgi ,)g áttu hlutdeild í honum. Áður en eitt ár var liðið frá því að tunn- urnar rak, voru þær allar tómar. Árin, sem Jón Scheving var á Höfðanum, hafði hann geysimikla vörusölu um allt Úthérað Oft leit- uðu Borgfirðingar til Jóns á Höfð- anum með vöruúttekt, ef eitthvað var þar, er ekki var til á Borgar- firði. Jón var mesti greiðamoður, og þau hjón með afbrigðum gest- risin. Verzlunarhúsið á Höfðarmm brann til ösku 1911 eða 1912 með mestu því, sem í því var Eftir Framhald á bts. 406 404 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.