Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Blaðsíða 14
ska-'ð fyrir skildi að geta ekki lenji'tir leitað hjálpar þessa hof- manns héraðsins. Svaraði þá hinn að bragði: „í>að er ekki til neins kð taia meira um hann, því að hann er búinn að vera.“ Á hinu víðlenda Fljótsdaishéraði austan Smjörvatnsheiðar hafa Egilsstaðamenn á Völlum skipað öndvegi meðal bænda. Bar þar til, að óðal þeirra, Egilsstaðir. er um þjóðbraut þvera, og einnig voru þeir bræður vænlegir nienn og metnaðargiarnir fyrir sig og sína stétt. Ekki vorum við Vopnfirðing. ar svo málum kunnugir þar eystra, að við vissum, hversu menn viidu hlíta þeirra forystu í félagsmál- um, en á oddinum í stéttvísi og annarri búnaðarforystu voru þeir óumdeilanlega. En hve-fum aftur að efninu. Við ferðalangarnir sitjum í stof- unni í Hailfreðarstaðahjáleigu á þessu friðsæla júlíkvöldi. Hús bóndinn, .Tón Sigfússon, gengur í sí fellu um gólf. orðinn fannhvítur á hár. en djarfmannlegur i fasi og hress í augum og anda, þrátt fvrir tannpínuna. Hann ber sig miklu betur en ljónið. sem fékk tannpín- una í ævintýrasögunni. Engin mæl- Ir hann æðruorð utan þessi, þegar við drukkum kaffið: „Góða frút það er einn galli á þessu ágæta kaffi þínu, og hann er sá, að bað er allt of heitt.“ Og geta allir þeir, sem cFru’duð hafa heita drykki, kvaldir af tann- pínu, virt honum þessi orð tiil vorkunnar Að lokinni máltíð settist séra Jakob, sem var og er mikill hljóm- listarunnandi og ágætlega mennt- ur í listinni, við orgelið, því að sá gripur var til á fjölmörgum sveita heimilum áður en nýsköpun og aðrar ámóta menningarsveiflur hófu landnám á öðrum vettvangl með breyttum gleðiháttum til sjáv ar og sveita. Byrjaði prófastur að spila og syngja Sönginn til kvöld- stjörnunnar, enda var nú orðið mjög kvöldað, þótt stjarna nessi dveldist að skýjabaki, því að þoka var að leggjast yfir himin og hauð- ur, sem títt er á síðkvöldum júlí byrjunar að liðnum sólardegi. Spurði þá prófastur Halldór stúdentsefni, son hjónanna: „Ert þú ekki söngmaður, Hall- dór annn?“ „,M, ég syng helvíti vel“, anzáði hinn, „að minnsta kosti finnst méi bað sjálfum." ^•rófastur htær að þessw greiða svaá. «g syngur síðan sönginn til kvöl^tjðrnunnar: „Með tignar- blæ undir brúnum hún brosti við sveínafjöld.“ Þannig er Venusi suugið lof á öllum öldum, en eink- um þó á kvöldin Daginn eftir, sem er sunnudagur, er uppi fótur og fit um allt land og einnig hér í Hróarstungu. Sveit- arstjórnarkosningar fara fram í hreppum landsins þenna fyrsta drottinsdag í júlí. ICjörstaður Tungumanna er á prestsetr- inu Kirkjubæ, og er séra Sigurjón Jónsson sóknarprestur oddviti kjörnefndar. Þegar líða fer að hádegi, byrjar fólk að ríða um um garð í Hjáleigunni, áleiðis til Kirkjubæjar, ýmist einn, í hóp eða tveir í lest. Bændahöf§- inginn og hreppstjórinn Rjörn á Rangá fer einn saman ofan við garð. Hann er á svörtum hesti svo fjörmiklum, að hann getur ekiú orðið öðrum samferða vegna fjör- ofsa^þessa föngulega reiðskjóta síns. NoMairn spöl á eftir honum fara tvær konur, tengdamóðir ásamt tengdadóttur sinni, sem er ung kona, nýgift þar í sveitinni, en fædd og uppalin í einum af kaupstöðum landsins, systir þriggja bræðra, sem skipa sum ir ábyrgðarmestu stöður þjóðfélags ins, og situr, einn þeirra í öndvegi veglegustu menntastofnunar lands ins þann dag í dag. Þessar konur koma heim í Hjáleiguna og drekka kaffi. Unga konan hefur skroppið frá nýfæddum frumburði sínum. Hér situr hún andspænis mér með mjólkurþrútin brjóst, ung sveita- kona með fallegan, glaðtegan yfir- svip og góðleg og greindarleg augu, sem horfa athugul og full til- hlökkunar nióti framtíðinni og brosa við tengdamóður hennar og þeim. sem hún talar við. Að loknum hádegisverði fara hjónin í Hjáleigu að búast af stað til kosningarinnar, og slæst séra Jakob í för með þeim út að Kirkjubæ. En unga fólkið lætur sér ekki ótt um að fara. Þeir bræður biðja mig að grípa í orgetið Og spila danslög og sitthvað fleira af léttara taginu. Þeir sitja báðir við bréfaskriftir — eru að skrifa skóta systkinum og vinafólki norður á Akureyri, meðal annars sðmu stúlk unni, og bera saman bækur sín- ar annað slagið um þetta og hifct, sem þeir mega ekki gleyma a3 segja henni. Þannig á að skrifa í bróðerni, opinbert að hálfu, en auð vitað eru leyndarmál hvors um sig vandlega geymd á sínum stað f bréfum beggja. Og nú er liðið fram yfir nón, og hjónin komin heim £rá kosningunni Kristín húsfreyja vill sjá'íf gefa okkur miðdagskaff- ið, áður en við förum út í Kirkju- bæ, en þaðan skal lagt upp til suð- urfarar um kvöldið að loknum kjörfundi. Við Kveðjum okkar ágætu gestgjafa, hjónin í HjáleLgu, og höldum út að Kirkjubæ í fylgd með bræðrunum, sem eru búnir með bréfin til sinnar sameignar vinkonu. Yngri systkinin tvö hafa ekki enn náð kosningaaldri. Ég hlakka til að sjá í fyrsta sinn h.inn kunna klerk, séra Sigurjón Jóns- son, einn hinna alþekktu Há- reksstaðabræðra, sem ólust upp fjarri alfaraleið í miðri Jökul- dalsheiði í vetrarlangri einangr- un frá öðru fólki, þegar harðæ.'ið, sem fór um landið á seinni hluta nítjándu aldarinnar, tröllreið svo bændum og búaliði, að úrræði margra, sem vildu heldur duga en drepast, var að brenna allar býr erfða og átthaga að baki sér og halda vestur um haf í von um eitthvað skárra hinu megin við hafið. Þarna í reginvíðáttu heið- anna voru þessir ungu íslandssyn ir sjálfum sér nógir og sóttu aldrei einn eyri af Iífsuppeldi sínu í vasa annarra, en ólust við þann feng, sem naumgjöful en heilbrigð fóstra bjartra vornátta, sumarblárra sil ungsvatna og kjarngóðra kosta- jurta bauð sínum börnum að neyta. Þessa einhæfu en hollu ávöxtu hafði hún gefið og látið í té úr sínu sífrjóa skauti, öllum þeim sem höfðu búið við hennar hrjóstr ugu heiðabrjóst og áttu þann manndóm, sem dugði þeim til sóknar og várnar, unz strjáibýl- ið hörfaði ofan af heiðinni út í dal ina og létti ekki förinni fyrr en það lét staðar numið úti við sjó. Alllr þessir mörgu bræður hleyptu heimdraganum frumvaxta menn og brutust áfram til sannra mennta með gullhnoðið góða að heiman- fylgju úr föðurgarði. Leiðir þeirra flestra lágu fcíi Vesturheims, og þar urðu þeir ágætir fulltrúar heirna- landsins. Tveir þeirra bræðra urðu ritstjórar víðlesinna blaða og tím,.- rita, einn varð byggingameistari. Þar á ofan voru þeir ágæt ljóð- 422 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.