Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Blaðsíða 11
r- r>*~f '-í EINAR J. EYJÓLFSSON: Til kvæia- manna- félags- ins Iðunnar 1969 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ lður>n mæta, orðsins drottning, ísland bætir, fræðum trú. Andann kæti lífsins lotning, listasætið skipar þú. Félag treystu frjálsir bræður, fræða reistu bjartan garð, djarfir leystu úr doða skræður, dulinn neisti að báli varð. Opnum huga ýtar sáttir efldu dug í ioga þeim. Ljóðin smugu lands um gáttir, Ijóðin flugu víðan geim. Hrundir juku hraða á vökum, hnokkur fuku rokkum úr, krakkar struku kul úr bökum, karlar luku rökkurdúr. Þessi arfur þér var fenginn, þybbinn karfi stökunnar, sóknardjarfan seður drenginn sólarfarfi stemmunnar. Ryðja tári rimur sungnar, röðull hár sem strjúki brá. Tónabárur töfrum slungnar tregasárin mýkja þá. Gróður saumar velli vota, villtir straumar hljóta brú. Mitt í glaumi þyss og þota þínum draumi vertu trúr. Kæra snót með konunafnið, kuldann brjóti fögur verk, listin móti lagasafnið, lífsins njóti fröm og sterk. Heilladísin hjá þér vaki, hljóttu prís sem verðugt er. Fögur vísa flugið taki, faldur rísi af enni þér. Elda glæðir Iðunn fróma, ofar hæðum flýgur lag, flytja kvæðin fagurróma frjálsir bræður enn í dag. -—i 827

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.