Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Blaðsíða 16
Grænlenzk selaskytta. Ljósmyndir; Magnús Sverrisson. Magnús Sverrisson: Flogiö inn í fortíðina á tveim klukkustundum Síðan Eiríkur hinn rauði nam land á Grænlandi, brottrækur bæði af Noregi og íslandi vegna vígaferla, hefur mikið vatn ti'l sjáv ar runnið. Sem kunnugt er, var hann upphafsmaður norræns landná'ms á Grænlandi árið 985, er miklir fólksflutningar urðu þangað. í seinni tíð hefur áhugi á landinu farið sívaxandi. Lengi vel var það einangrað, og Danir héldu íbúum þess í kyrrstöðu, og gera að vissu leyti enn, því að þeim var óljúft að leyfa samskipti við Grænlendinga. Áhrif hinnar svokölluðu siðmenningar hafa ekki enn náð til al-lra hluta lands ins, og svo ’ er um Kúlúsúk, sem er alstór eyja í mynni Ang- magssalikfjarðar. Eyjarskeggjar þar lifa enn í fortíðinni. Það m-á segja, að talsverð eft irvænting hafi ríkt meðal þeirra sjötíu sálna, er biðu brottfarar á Reykjavíkurflugvelli sunnudag- inn 7. septe-miber síðast liðinn. Við höfðum einmitt í huga að kynna okkur mannlífið á þessari merkilegu eyju, Kúlúsúk, sem er um það biil fim-m hundruð kiló metra frá Reykjavik. Farkosturinn var Skýfaxi, ein flugvél Flugfélagsins, og klukkan niák-væmlega tólf v-oru allir búnir til brottfarar samkvæmt áætlun — nema flugvólin sjálf. Hana þurftu flugvirkjar að skoða all- vandlega: Engin skrúfa mátti vera laus, því að ekki verður við gerð við komið þarna norður á hjara veraldar. Flugvirkjarnir voru á hlaupum í kringum flug vélina í roki og rigningu, sem talsverð brögð voru að þennan sunnudag. Hálftími leið, og þá h-eyrðist rödid í hátalaranu-m: Brottför eftir fimm mínútur. Far þegar fóru að hópast að útgöngu- diyrum. Fimm mínútur liðu, og enn voru flugvirkjarnir önnum kafn. ir og ekki að sjá, að þeir vildu láta okkur fara strax. Kannski verður nú hætt við allt saman, hugsuðu sumir — annað eins hafði nú gerzt. Eftir aðra hálftímabið höfðu flugvirkjarnir lokið verki sínu, og óþolinimóðir farþegar á ýmsum aldri og af ý-msu þjóðerni flýttu sér í vélina, áður en Flugfélags- mönnum vannst tími til þess að tilkynna, að það væri heimilt í vélinni tóku á rnóti okkur liros mi-ldar og elskulegar flugfreyjur, er vísuðu ok-kur til sætis og báðu ok-kur að spenna öryggisbeltin. Hreyflar voru ræstir, og ekki leið á löngu áður en flugvélin var komin á loft. Fyrir neðan okkur er Álftanesið og fram und- an hvítfyssandi hafið. Við sjáum Seltjarnarnesið, sem gerist smá-m saman 1-ítið og lágt og hverfur í ský og móðu. Vélin hækkar flug ið, og það er ekki laust við, að sífell-dur niður í hreyflunum hafi svæfandi áhrif á fólkið. En nú gefst ek-ki tími til svefns, því að brátt eru brosandi flugfreyjur önnum kafnar við að reiða fram hádegisverð. Við hlið mér sitja ensk hjón, sýni lega nýgift. Samræður okkar eru Úr síðustu feröinni til Kúlúsúk á þessu sumri 832 T I M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.